Jólahvað….

…ok þetta er í seinasta sinn sem að ég tala um jólin (í júlí) en þar sem að ég fór norður þá fór ég auðvitað í Jólahúsið – sem er líka á möst listanum mínum!  Þar var ég vopnuð myndavélinni minni og ákvað að smella af nokkrum myndum af því sem fyrir augu bar… og þar sem ég veit að þið farið varla öll norður þá getið þið notið þess að fá smá jólafíling 🙂
Fyrst ber að nefna það að úti við var allt annað en jólalegt…
…en lillan var spennt og mamman líka, litli gaur svaf og pabbinn var hjá honum á meðan við dömurnar jóluðumst 🙂  Vinkona mín sem var með í för, fussaði og sveiaði yfir að ég vildi fara í jólahúsið í júlí, en gekk síðan út í þvílíku jólastuði og með fangið fullt af jólagumsi – svona næstum – í það minnsta var hún mjög seld á það að þetta væri staður sem vert væri að heimsækja…

Göngum í bæinn…

…ohhh I luvs svona gamaldagsjólatré…

…hey – sveppir!  Jibbbíííí…. 

…og glingur í tonnatali…

….ommmnommnomm… 

….ohhhh, múmínást, þetta voru svona pínulitíl box, undir 5 cm há… 

…mér fannst þetta horn alveg dásamlegt…

…og fallegir hlutir úr tré… 

….mér fannst þessir trésveppir yndislegir…

…þessar tvær voru líka alælar,  og svo hrifnar af þessu litla húsi sem Birnirnir þrír búa víst í – en þeir voru ekki heima 🙂

…uppí turni…

…og þennan dag voru aðeins 164 dagar til jólar 🙂

Þú gætir einnig haft áhuga á:

2 comments for “Jólahvað….

  1. Anonymous
    26.07.2012 at 16:51

    jahérna 😀 gott hjá ykkur að jólast smá í júli 😉

    Sá að það er komið fullt af nýju góssi þangað inn … styttist í það ég fari að heimsækja jólagarðinn. Neibb ekki alveg strax samt 😀

    kv AS

  2. Anonymous
    26.07.2012 at 19:45

    gott að heyra að fleiri séu komnir í jólaskap en ég 😉

    en ætla ekki að segja þér hvað trésveppirnir minna mig á… og það er sko ekkert jólalegt hohohoho

    kv. Bryndís

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *