Loksins, loksins…

…talandi um að draga hælana, og lofa upp í ermina á sér.
Fyrir margt löngu síðan sýndi ég ykkur borðstofuborðið okkar og sagðist vera að fikta við það.
Sýndi ég síðan eitthvað meira? Neiiiiiii!
Er ég algjör?  Jáááááááá!

19-2014-08-24-221116

…eins og þið kannski munið, sem lesið reglulega, þá fann ég þessa svörtu stóla (sem ekki voru svartir – sjá hér) og ætlaði þeim hlutverk við borðið.  Málið var reyndar að finna alls konar stóla og jafnvel mála í nokkrum litum – það eru alltaf einhver plön í gangi…

01-2014-05-05-173845

…síðan gerðist það óvænt, að ég fann eldgamla stóla til sölu – sem ég féll alveg fyrir – þessir hér

10417694_673111289441055_814661763459067194_n

…og þeir voru mátaðir og mátaðir…

2014-08-20-165747

…og dáðst að þeim…

2014-08-20-165851

…en þá kom sú staða upp, að mér finnst stólarnir of fallegir til þess að mála þá.
Stundum finnst mér svona gamall viður bara verða að fá að njóta sín – alveg eins og hann er…

2014-08-20-165858

…hvað var þá til ráða?
Ráðist í gamla klassík, og eitthvað sem ég hef greinilega veikann blett fyrir –
sterklegir, dökkir fætur *blikk blikk*

02-2014-09-20-122954

…jebbs, its been done before – en það þýðir þá bara basically að allt passar saman 🙂

03-2014-09-20-123000

…mér fannst nefnilega þegar ég horfði á þessa mynd, að stólarnir njóta sín mikið betur við svarta litinn…

2014-08-20-170020

…þannig að svart varð það gæskurinn…

13-2014-08-25-150131

04-2014-09-20-123012

…eða sko bara neðri hlutinn…

04-2014-10-06-145049

…og ég held að þið neyðist til þess að vera sammála mér um að stólarnir njóta sín vel við svartar fæturnar!

Ekki satt?

05-2014-09-20-123512

…en það sem mér finnast þessir stólar fallegir!
Ég veit að þeir koma frá Svíþjóð, og ég er að verða búin að sannfæra sjálfa mig að þeir hafi verið í Ólátagarði eða í einhverri annari Astrid Lindgren bók.  Fannst helst til langsótt að þeir hafi verið hjá bræðrunum Ljónshjarta í Nangijala, enhver veit?

05-2014-10-06-145517

…borðið fékk síðan smá skrúbb með sandpappír, svona til þess að láta skína smá í viðinn…

08-2014-09-20-123531

…og talandi um sterklega og fallega fætur, þá sést einmitt í leggi húsbóndans þarna í baksýn – hohoho, þeir eru að vísu ekki mjög dökkir – en það er spurning um að ég máli þá í skjóli nætur!

15-2014-08-25-183035

…en sem sé, þarna sést í nýju gömlu stólana öðru megin, en gömlu leddarana hinu megin…

10-2014-09-20-123614

…en eins fallegir og þessir gömlu eru, þá þurfa þeir smá svona ástúð og umhyggju.  Í raun mikið meiri en ég get veitt þeim.  Það þarf sennilegast að taka þá alveg í sundur og líma alveg saman aftur – sér í lagi ef þeir eiga að þola ágang nútíma famelíu við matarborðið…

11-2014-09-20-123621

…þess vegna eru þessi grey í húsmæðraorlofi uppi á háalofti eitthvað fram á vor – það var víst ekki á forgangslistanum að fara spreða í svona límerí – en einn góðann veðurdag…

11-2014-10-06-145552

…þar til nota ég gömlu og góðu…

12-2014-09-20-142000

…en læt mig dreyma um Astrid-stólana mína…

12-2014-10-06-145556

…sem að smellpössuðu líka svona við borðplötuna…

15-2014-10-06-145613
…en það er kannski líka lán í óláni að þurfa að geyma þá aðeins, því að mér þætti allt verða helst til brúnt ef þeir væru komnir strax.  Svona þegar að stofan er tekin með í myndina – en þar sem að draumasettið í stofuna er ekki brúnt – þá ætti þetta allt saman að smella að lokum, vonandi…

17-2014-10-06-152545

…nú ef ekki, þá bara breytir maður – aftur 🙂

21-2014-10-06-155922

…en það er óneitanlegur léttleiki sem að fylgir Astrid-stólunum gömlu, svona miðað við hversu þungir leðurstólarnir eru…

18-2014-10-06-152550

…og þeir eru líka svo skemmtilega einstakir…

20-2014-10-06-170130

…en þangað til – þá notum við það sem við eigum, og kvörtum ekki – nema bara í eyru húsbóndans sem eru öllu vanur 🙂

21-2014-10-07-190356
…en einn góðan veðurdag þá!!!

30-2014-10-06-170130

Eigið nú yndislegan dag og takk fyrir að vera “memm” ♥

31-2014-10-06-171304

5 comments for “Loksins, loksins…

  1. Margrét Helga
    10.11.2014 at 08:16

    Flott borðið 😀 Ætlaði einmitt að fara að segja að eiginmaðurinn þyrfti að gæta sín á þér með pensilinn og svörtu málninguna, en þú fattaðir það auðvitað 😉

    Held annars að þetta sé alveg rétt hjá þér að stólarnir hafi átt heima í Ólátagarði eða hjá Emil í Kattholti, annars væru þeir miklu heillegri og það þyrfti ekki að líma þá svona mikið 😉 Gætir bara farið að nota þá strax…mér finnst þetta a.m.k. liggja í augum uppi 😀 Vonandi verður bara hægt að græja þá sem fyrst, þeir létta heilmikið á borðstofunni 🙂

    Annars bara gleðilegan mánudag mín kæra 🙂 Getur ekki orðið annað en góður, 20 dagar í fyrsta í aðventu!! Innan við 3 vikur!! 😀 😀

  2. Sigrún
    10.11.2014 at 09:26

    Góðan dag 🙂 Ég verð að segja þessir stólar eru algjört æði,mitt vítamín er að skoða síðuna þína og fá hugmyndir.Takk fyrir frábæra síðu.

  3. Ása
    10.11.2014 at 12:28

    Flott!

  4. Fanný
    10.11.2014 at 13:03

    Kemur ótrúlega vel út að hafa málað borðið svona svart ,,að neðan” 😉

  5. Perla
    10.11.2014 at 18:05

    Vá hvað þetta er fallegir stólar, er hjartanlega sammála þeir koma flott út við svörtu fæturnar svona hálfgerður dökkur bakgrunnur fyrir þá til að njóta sín enn betur 🙂

Leave a Reply to Ása Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *