Í gær…

…var í raun bara SkreytumHúsDagur í Rúmfó á Korpu, þá valdi ég – eins og fyrr sagði – nokkrar vörur sem mér fannst æðislegar og verðin á þeim voru sett niður, sum alveg um 50%.  Snilld!

14-IMG_4485

…svo langar mig bara að nota tækifærið og þakka ykkur öllum fyrir komuna…

01-IMG_4462

…vá hvað það voru svakalega margar sem komu, og hvað ég náði að spjalla við marga…

02-IMG_4463

…og alveg yndislegt hversu margar gáfu sig á tal við mig…

03-IMG_4464

…allir svo jákvæðir, glaðir og skemmtilegir…

04-IMG_4466

…ýmsar hugmyndir “fæddust” þarna uppfrá – eins og að snúa við kúlukertastjaka, og búa þannig til búk á snjókarlakertið…

06-IMG_4467

…og nammi aðventubakkaskreytina…

07-IMG_4470

…með alvöru nammi, smá pastelskrauti og muffinskertastjökum, í svona flottum löngum hvítum trébakka…

08-IMG_4472

…litlu nammihúsin smellpössuðu líka við þetta þema…

09-IMG_4474

…þessi er auðvitað nánast heimsfrægur, og sennilegast valdur að því hversu margar klukkur seldust í gær…

10-IMG_4475

…þessar nammidósir fannst mér alveg yndislegar…

12-IMG_4479

…en enn og aftur – takk fyrir komuna og spjallið – þið eruð yndi  ❤

13-IMG_4483

6 comments for “Í gær…

  1. Margrét Helga
    07.11.2014 at 08:46

    Takk sömuleiðis! 😀 Gaman að sjá svona margar og hitta þig 🙂

  2. Guðný Ruth
    07.11.2014 at 10:28

    Vá, ég missti greinilega af miklu!
    Best að taka upp símann og panta 🙂

  3. Vala Sig
    07.11.2014 at 10:45

    Þúsund þakkir fyrir mig, hrikalega var þetta gaman. Dásamlega fallegar vörur og skemmtilegt fólk.
    Kveja
    Valgerður Sig

  4. Þorbjörg K
    07.11.2014 at 13:21

    Virkilega var gaman að kíkja í rúmfó í gær og hitta “skreytum hún konuna” eins og alltaf var verið að kalla upp í hátalarakerfinu 🙂 kaupa smá og sjá skreytingarnar þínar þetta var skemmtileg stund þó stutt væri
    Takk fyrir mig
    Kveðja
    Þorbjörg K

  5. Anna St. Jónsdóttir
    07.11.2014 at 19:06

    Það var yndislegt að hitta þig í gær.
    Ástarþakkir fyrir spjallið og takk fyrir að vera til <3

Leave a Reply to Margrét Helga Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *