Föstudagur, aftur?

….og þá er vikan búin.  
Hlutirnir að komast í rútínu á nýjan leik, litli kallinn að byrja í aðlögun í leikskólanum á mánudag og daman komin á námskeið allan daginn þar til skólinn byrjar.  Því litla barnið mitt er víst orðin 6ára skólastelpa innan skamms, jeminn!
Ég persónulega er hrifin af ágústmánuði, þegar myrkrið skellur aftur á á kvöldin, kertaljós og kósýheit, og jafnvel þegar að rokið byrjar að hrista gróðurinn hressilega.  
Það þýðir líka að það styttist í jól 😉 – og já, ég er farin að hlakka pínu til!
Er líka með hin ýmsu verkefni í gangi, bæði stór og smá.  Hér kemur smá sýnishorn, en bara svona pínu smá – til þess að ýta undir forvitnina hjá ykkur.
Góða helgi krúttin mín, njótið hennar í botn! 🙂

4 comments for “Föstudagur, aftur?

  1. 10.08.2012 at 10:06

    oohhh já það er svo gott að fara í rútínuna aftur eftir rútínuleysi sumarsins, litli karlinn minn er einmitt að byrja í aðglögun á leikskólanum eftir viku!! finnst hann hafa fæðist í fyrradag :-p

    Hlakka MIKIÐ til að sjá verkefnin hjá þér.

  2. Anonymous
    10.08.2012 at 10:54

    Já það er gott að fá rútínuna aftur;) Stelpan mín er einmitt að byrja líka í skóla. Það verður gaman að sjá flottu verkefnin þín!

    Kv.Hjördis

  3. 11.08.2012 at 14:13

    Thessi bakki er sjuklegur!
    Varstu ad fondra eda kom hann svona?
    Kv.
    Brynja

  4. 11.08.2012 at 21:52

    Takk fyrir Hjördís og Gauja, þið trónið efstar sem yfir-kommentarar!

    Brynja, helduru að þetta bakkakrútt hafi ekki bara beðið mín eitt og yfirgefið í Góða Hirðinum einn góðan veðurdag 🙂 Var snögg að bjarga honum!

Leave a Reply to Dossa G Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *