Tíminn…

…getur liðið í senn afskaplega hratt og skelfilega hægt.  Er það ekki merkilegt.

Þær stundir sem í æsku ætluðu aldrei að koma, því við biðum og biðum, þær koma svo hratt á fullorðinsárunum að okkur finnst við ekki ráða neitt við neitt.  Jólin, afmælin og allar þessar stóru stundir.

26-2014-11-05-172102

Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort að þetta sé ástæðan fyrir því að ég hef alltaf heillast af klukkum – er maður alltaf að reyna að fanga tímann?

Á morgun verður sérstakt Skreytum Hús kvöld í Rúmfatalagerinum á Korputorgi.  Flottur afsláttur í gangi, happadrætti og ýmislegt skemmtilegt.

 Ég fór rúnt um búðina í dag og valdi þær vörur sem ég myndi versla – ef ég væri að kaupa inn til mín.  Þessar vörur verða síðan á sérstöku verði annað kvöld – special price for you my friend!

09-2014-11-05-171237

Ég ákvað því að sýna ykkur þrjár af þessum vörum hér og nú, og hvernig ég myndi nota þær.  Það er alveg einstaklega mikið úrval af fallegum klukkum til þarna núna, og margar hverjar eru stórar og flottar úr MDF-efninu…

1. Risastór klukka (til margar aðrar gerðir, líka í svörtu og svo eru til minni) –
ég valdi þessa líka fínu klukku og skrúfaði allt af henni, allt klukkuverkið og bara de hele…

01-2014-11-05-170411

Hvers vegna gæti maður spurt sig?

Eimitt fyrir þetta hérna…

02-2014-11-05-170908

…til þess einfaldlega að nota sem bakka á borð.
Það væri líka hægt að bæta við höldum eða leika sér eitthvað meira með þetta – en í bili: Im in luv ❤

03-2014-11-05-170915

…á bakkann setti ég síðan krúttaralegu norsku hreindýrin mín…

04-2014-11-05-170919

…stór og smá…

05-2014-11-05-170926

…og nýttt uppáhalds gerðist eiginlega alveg óvart, og það var að setja vísana á risastóra Ikea-kertið mitt (sjá hér).

Mér finnst þetta koma alveg ferlega skemmtilega út, þó ég segi sjálf frá..

06-2014-11-05-170931

…sömuleiðis er litla tréð frá Ikea.
En í raun mætti þetta teljast sem útgáfa af aðventu”kransi” – ef maður vildi…

07-2014-11-05-170953

…en þetta ætla ég einmitt að gera í Rúmfó á morgun, að raða svona á nokkra bakka og leika mér með þá…

08-2014-11-05-170958

….Bambi litli er í það minnsta sáttur…

10-2014-11-05-171245

2. ABC stafir – í pastellitum, stórir og þungir!
Þessir voru sérvaldir af mér og verða á tilboði á morgun, og þeir eru æði!

11-2014-11-05-171423

…svo fallegir litirnir í þeim…

12-2014-11-05-171500

….C er fyrir Christmas, ekki satt?

13-2014-11-05-171520

…svo fallega rustic áferð á þeim…

14-2014-11-05-171525

…og mjög þykkir stafir – big like!

15-2014-11-05-171529

3. Klukka sem er eins og vigt (í nokkrum litum).  
Í alvöru, er verið að gera mig óða?
Þessi varð að vera sérvalin fyrir morgundaginn

16-2014-11-05-171730

…mér fannst hún bara of ég-leg til þess að skilja hana útundan!

17-2014-11-05-171746

…elsku krúttið á henni!

18-2014-11-05-171755

…og svo er endalaust hægt að leika sér með að raða ofan á hana.
Allt eftir hvaða stemmingu þú vilt ná í…

19-2014-11-05-171907

…en mér finnst hún náttúrulega einstaklega rómó og falleg svona…

20-2014-11-05-171912

…svo getur allt orðið að kertastjaka, eða svo gott sem…

22-2014-11-05-171920

…svo er um að gera að leika sér, hér er C-ið…

23-2014-11-05-171946

…A-ið bætist við…

24-2014-11-05-172041

…og svo B-ið líka…

29-2014-11-05-172146

…og það eru alltaf litlu smáatriðin sem gera heildarmyndina…

25-2014-11-05-172101

…þessir verða í Rúmfó á morgun…

28-2014-11-05-172111

…en er ekki bara gaman að klukkubakkanum, og ég sé bara fyrir mér að leika mér með þessa stóru skífu í framhaldinu…

30-2014-11-05-172206

…en það er í það minnsta ýmislegt farið að minna á árstímann sem framundan er!

Hlakka til að sjá ykkur í Rúmfó á Korputorgi annað kvöld, fimmtudagskvöldið 6.nóvember á milli 20-22.

Í boði fyrir ykkur er:

• Afsláttur af ýmsum vörum:
20% af öllum kertum,luktum,kertastjökum og jòlatextìl
• Sérmerktar og valdar SkreytumHus vörur á frábærum kjörum
• Léttar veitingar
• Gleði og glaumur
* Happdrætti með 25.000kr inneign í Rúmfatalagerinum

Endilega merkið við að þið ætlið að mæta með því að smella hérna, og jafnvel hérna líka! 🙂

ps. þið úti-á-landi-dúllurnar eigið líka kost á að versla sérmerktar og valdar SkreytumHus-vörurnar, ég mynda þær og set inn á hópinn eða í póst hérna og á föstudag getið þið hringt inn og keypt í gegnum símann!!

34-2014-11-05-172742

Svo langar mig að lokum að biðla smá til ykkar, sem hér lesið og eruð inni á grúbbunni.
Það eru svo margir inni í hópnum að færri fara inn á Skreytum Hús-síðuna á Facebook, en mig langar að biðja ykkur að endilega henda like á myndir þar inni, og sömuleiðis á bloggfærslurnar hér – því að það hjálpar mér að sýna virkni síðunnar og að sýna fyrirtækjum hversu sterkur hópur þetta er.

Þá fæ ég tækifæri til þess að halda svona kvöld, eins t.d. í Ikea, Föndru og núna í Rúmfó!

Hjartans þakkir…

Soffia ❤

32-2014-11-05-172528

Þú gætir einnig haft áhuga á:

22 comments for “Tíminn…

 1. Friða
  05.11.2014 at 19:43

  Þessi bakki er algjör snilld, allgjör dásemd.. VÁ!!! er bara heilluð… ef ég ætti bara smááá pláss fyrir svona dúllerý… 🙂

 2. Jenný
  05.11.2014 at 19:48

  Þú ert náttúrlega bara hugmyndasnillingur Soffía mín.
  Sjáumst annað kvöld 🙂

 3. Kristin Gunnarsdottir
  05.11.2014 at 19:55

  Langar svo í klukkuviktina, geggjuð 🙂 en ég kemst ekki annað kvöld, er bíllaus 🙁

 4. Sigga
  05.11.2014 at 20:07

  Æðisleg hugmynd með klukkuna, takk fyrir. Hvar fékkstu litla jólatréð, er þetta gerfi tré úr Ikea kannski? Mig langar svo í svona lítið lifandi tré 🙂
  kv
  Sigga

  • Soffia - Skreytum Hús...
   05.11.2014 at 20:38

   Þetta er krúttið úr Ikea 🙂

 5. Halla Dröfn
  05.11.2014 at 20:32

  Spennandi tímar og BIG like á dílinn fyrir Úti-à-landi-píurnar 🙂

 6. Arndís Hrund
  05.11.2014 at 20:36

  Þetta er frábær hugmynd hjá þér með klukkuna 🙂 Vildi að ég kæmist á morgun 🙁 Vonandi verða fleiri svona kvöld 🙂

 7. Anna Sigga
  05.11.2014 at 20:57

  Þ) þetta er æðislegt! klukkan stóra er flott sem bakki 🙂 og stafirnir æði …

  góða skemmtun á morgun 😉

 8. Guðrún H
  05.11.2014 at 20:59

  Þetta er æði, klukkan á kertinu skreytingin væri toppurinn á gamlárskvöld sem borðskreyting. Hlakka til að koma á morgun.

 9. Margrét Helga
  05.11.2014 at 21:11

  Hrikalega flott hjá þér eins og alltaf! Ég tók hins vegar eftir einu sem ég ætla sko að versla mér í Reykjavíkinni á morgun! Mandarínur!!! 😀
  Hlakka til að sjá dásemdina sem þú býður upp á í RL-design á morgun!!

 10. Erla
  05.11.2014 at 21:42

  “Tíminn flýgur áfram og hann teymir mig á eftir sér……………..” Sætt hjá þér eins og alltaf.

 11. Marta
  05.11.2014 at 22:31

  Æðislegt 🙂 veistu hvað stafirnir kosta ? Á einn Adam Bjarka og þeir væru fullkomnir inní herbergið hans!

  • Soffia - Skreytum Hús...
   05.11.2014 at 22:39

   Marta, stafirnir voru á 1990 og verða svo á sérstökum afslætti á morgun!

 12. Anna
  05.11.2014 at 22:42

  Æðislegur bakki! Ætla að fjárfesta í svona jólatré í Ikea og svo langar mig gasalega mikið í þennan hjört, er hann sérpantaður frá Noregi?

  • Soffia - Skreytum Hús...
   05.11.2014 at 22:46

   Hann og litlu krílin koma frá Kremmerhuset í Norge, en það er líka til falleg hreindýrahjón í Rúmfó núna 🙂

 13. Steinunn Hjartardóttir
  05.11.2014 at 22:53

  Glæsilegt hjá þér hlakka til að koma á morgun

 14. Kolbrún
  06.11.2014 at 08:48

  Geðveik hugmynd með klukku bakkann meður hendir venjulega klukkum sem hætta að virka en nú kemur þú með enn eina hugmyndina af endurvinnslu. Þú ættir nú bara að fara að taka að þér vinnu í geymslum hjá fólki og sýna hvað hægt er að nota margt aftur því t.d. ég kem ekki auga á svona möguleika eins og þú gerir TAKK enn og aftur þú ert frábær,hlakka til kvöldsins.

 15. Kristín
  06.11.2014 at 10:11

  Æðisleg hugmynd með klukkuna.
  Finnst svo leiðinlegt að komast ekki í rúmfó hittinginn….bý í eyjum og öfunda ykkur að komast. En er glöð með að fylgjast með úr fjarska 🙂 og hlakka til að kíkja í rúmfó í næstu borgarferð 😉

 16. Magga Einarsdóttir
  06.11.2014 at 10:57

  Flott hjá þér.
  Bíð spennt eftir Rúmfó heimsókn í kvöld ; )
  Sjáumst þar.

 17. Gurrý Kristjáns
  06.11.2014 at 12:15

  Algjör snilld eins og alltaf . vildi svo að ég kæmist í rúmfó í kvöld en er búsett aðeins of langt frá en góða skemmtun hjá ykkur 🙂

 18. þórdís
  08.11.2014 at 22:21

  Hæ, mig langar rosalega í svona pínulítið jólatré en ég finn það ekki á síðunni hjá Ikea, manstu nokkuð hvað það heitir?

  Takk fyrir mig, frábærar hugmyndir! 🙂

  • Soffia - Skreytum Hús...
   09.11.2014 at 23:37

   Ég sé það því miður ekki heldur, en það spurning um að hringja og kanna bara hjá þeim. Þau kostuðu um 2900kr 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published.