Breytingarblús…

…hrjáir mig þessa dagana!
  Húsið er í rúst, af því að litla konan er að færa litla manninn úr litla herberginu yfir í herbergið sem áður var skrifstofuherbergið.  Þannig að herbergi litla mannsins og skrifstofan eru sprungin hér yfir allt saman!  Geggjað stuð 🙂
Það er samt svo fyndið/skrítið hvað ég verð eitthvað aum yfir því að taka í sundur herbergi litla mannsins, og ég var eins þegar ég pakkaði niður herbergi dömunnar í fyrstu íbúðinni okkar.
Eitthvað við það að taka niður/breyta úr herberginu sem að þau áttu þegar maður kom með þau heim af spítalanum.  Þau voru bara pínu, ogguponsu peð þegar þau komu í rúmin sín í fyrsta sinn og núna er maður að taka þetta allt niður….*grát* sniff sniff….
…og herbergið breyttist á ýmsan hátt í gegnum þessi tvö ár…
…eftir því sem að litli maðurinn stækkaði og stækkaði…
…en svona er þetta víst, herbergin breytast eftir þörfum barnanna, og stundum þegar að ungir menn fá mótorhjól og fallegar gjafir – þá þarf að koma þesu góssi öllu fyrir…
(hverjar kannast við það um jól, að horfa á gjafahrúguna og hugsa:
“Hans í koti, hvar kem ég öll þessu dóterí-i fyrir?”)
…og þegar að litli kallinn stækkaði enn meira…
…þá var hillan lögð á hliðina og ruggustóllinn tekinn út.  Enda eru ruggustólar sérlega hættulegir fyrir litla putta, sérlega á skriðkrílum…
…og mottan bættist við, svo mýkra væri að sitja og leika á gólfinu – og mikið meira kósý…
…nóg af uglum…
…svo fann ég lampann…
…og svepparæktin fór á fullt skrið…
…en vonandi næ ég að sýna ykkur einhverjar skemmtilegar breytingar í næstu viku…
…eins og áður sagði, þá var ég eitthvað angurvær að taka niður herbergið þannig að ég fór að skoða gamlar myndir og ákvað að deila þeim með ykkur.
Hafið þið lent í þessu sama?
Verið að breyta og finnast það skemmtilegt, en verða samt pínu blú í leiðinni? 🙂
Vona að ykkur hafi ekki leiðst of mikið!
*knúsar*

Þú gætir einnig haft áhuga á:

10 comments for “Breytingarblús…

 1. Anonymous
  16.08.2012 at 08:39

  Alltaf gaman að kíkja hér inn 🙂 Mig langar svo að spyrja hvar þú fékkst þessa hillu?
  Brynja

 2. Anonymous
  16.08.2012 at 08:43

  Er einmitt að reyna gera herbergið guttans á heimilinu, er samt alveg lost hvernig ég vil hafa það 🙂

  en hvar fékkstu kommóðun/hillurnar undir allt dótið 🙂

 3. 16.08.2012 at 09:18

  skil þig svo vel… þetta er með fallegri barnaherbergjum sem maður hefur séð.
  Hlakka til að sjá nýja herbergið hans 🙂

 4. Anonymous
  16.08.2012 at 09:41

  Skil þig vel! Bíð spennt eftir að sjá nýja herbergið;)

  Kv.Hjördís

 5. Anonymous
  16.08.2012 at 14:45

  svo fallegt herbergi, hlakka til að sjá nýja gauraherbergið 🙂 En má ég spurja hvar fékkstu mjúka Vidda? 🙂
  kv.eva

 6. 16.08.2012 at 15:14

  Hillan og kommóðan eru úr Ikea.
  Mjúki Viddi er úr Disney-búð í USA 🙂

 7. Anonymous
  17.08.2012 at 20:06

  úr hvaða banka er sparibaukurinn? finnst hann svo flottur 🙂

  og körfurnar undir tuskudýrin?

 8. 17.08.2012 at 21:19

  úú bíð rosa spennt eftir að sjá nýja herbergið 😛

 9. Anonymous
  18.08.2012 at 08:56

  Elska breytingar 🙂 hlakka til að sjá þínar breytingar … btw ég er búin að breyta herb. sonarins en hann kom reyndar með ágætar hugmyndir sjálfur svo það gæti verið að við breytum aftur 😀 hahahaha En ég hlakka til hvernig þetta verður hjá ykkur 🙂

  kv Anna Sigga.

 10. Anonymous
  18.08.2012 at 13:54

  Hvernig ætti að vera hægt að láta sér leiðast við að skoða bloggið þitt???!! Bara elska að “kíkja” til þín þegar börnin sofa eða leika sér úti og mamman fær loksins næði. Takk kærlega fyrir mig:)Jóhanna

Leave a Reply

Your email address will not be published.