Stelpuherbergi E – fyrir og eftir…

…er mætt í hús 🙂
Ekkert skrítið þó ég nái ekki að klára herbergi litla mannsins, ég er að gera allt annað!
E er yndisleg 3ja ára hnáta og mamma hennar fékk mig til þess að koma og hjálpa aðeins til í herberginu hennar.  Við fórum í sjálfu sér ekki í stórvægilegar breytingar.  Einn veggur málaður og annað var smálegt. Hér koma fyrir-myndirnar klassísku….
…og svo eftir 🙂
Einn veggurinn, sá stóri á móti hurðinni, var málaður í Hreindýrabrúnum, afsakið mig, skuggabrúnum.
Ofsalega fallegur og rólegur litur.   Daman átti fyrir rúmteppið úr Rúmfó sem að hún var sátt við, og við ákváðum að kaupa nýju Vivan-gardínurnar úr Ikea í fallega sæbláa litinum. Þið barasta verðið að fara í Ikea og skoða þennan flotta lit, því að myndirnar gera honum ekki næganleg skil..
…við hækkuðum gardínustöngina, sem að lét virka hærra til lofts.
Skiptum líka út gráu stönginni fyrir svarta og settum líka smá blómalengju á.
Það virkar svona eins og að lita augabrúnirnar (sem minnir mig á að panta tíma) –
allt úr IKEA, auðvitað…
…hvíta hillan var til fyrir hjá stóru systur, og var sett inn í staðin fyrir tvær minni sem fyrir voru.
Bæði gaf hún hæð inn í herbergið og rúmaði betur leikföngin hennar E…
…litlu sætu áldósirnar eru úr Tiger…
…og líka þessar fallegu körfur, alger snilld!
Við notuðum áfram Malm-kommóðuna sem til var…
…en við fengum þá hjá Signa til þess að skanna inn rönd af rúmteppinu, og fengum þannig fuglaveggrenninginn og renninga á kommóðuna…
…á vegginn hjá rúminu settum við fallega fánalengju úr Snúðum og Snældum…
….er þetta ekki bara fínt og sætt?
…litlar og einfaldar breytingar, sem að breyta samt stóru – það er svo gaman…
…ein svona mynd án þess að hafa kveikt á ljóinu…
…fékk þennan snilldarpoka í Tiger – er ætlaður fyrir óhreint tau –
en tók við þvílíku magni af böngsum…
…auðvitað gerðum við litla myndagrúbbu, notuðum bara ramma sem til voru fyrir…
…lítil snúlla bara frekar sátt við þetta allt saman 🙂
…kátust með litla ljósasveppinn sinn…
Keypt inn nýtt:
Gardínustangir
Gardínur
Blómalengja
2 x köflóttir kassar
Bangsapoki
Fánalengja
Uglustytta
og auðvitað vegglímmiðarnir úr Signa…
…fengum líka svona falleg fiðrildi í nokkrum stærðum, snilld…

…og hvað er uppáhalds?
Hjá mér eru það vegglímmiðarnir, kassarnir og pokinn, gardínurnar…
sem sé næstum bara allt 🙂
En hjá ykkur, hvað er uppáhalds?
Síðan að lokum, hinar klassísku fyrir- og eftir-myndir, svona til samanburðar 🙂

Þú gætir einnig haft áhuga á:

11 comments for “Stelpuherbergi E – fyrir og eftir…

 1. Anonymous
  23.08.2012 at 09:19

  Ótrúlega mikil breyting og herbergið verður líka mun “rólegra” ef að það er hægt að segja það;) Finnst sniðugt að nota óhreinatauskörfuna fyrir bangsana og eins er ég ótrúlega hrifin af fánalegunni.

  Kv.Hjördís

 2. Anonymous
  23.08.2012 at 09:19

  En flott herbergi 🙂
  Ekki er þetta hjá henni Evu Mjöll vinkonu minni ? 😉

  kv Anna

 3. Anonymous
  23.08.2012 at 11:39

  Gjörbreyting án mikils tilkostnaðar. Veifurnar eru bjútifúl skönnuðu lengjurnar og taukarfan langar í svoleiðis fyrir prjónadótið. Alltaf gaman að sjá svona breytingar maður fær nýjar hugmyndir og drífur sig kannski í að gera eitthvað sjálfur takk skreytisnillingur

  Kv. HJördís Inga

 4. Anonymous
  23.08.2012 at 12:43

  Ertu að taka í gegn hebergi fyrir ókunnuga? Ef svo er hvað kostar svoleiðis ráðgjöf. ER í vandræðum með stórt rými sem er ætlað sem leikrými

  kv Áslaug

 5. Anonymous
  23.08.2012 at 13:19

  Sæl, ótrúlega góð breyting á herberginu hjá þér:) En langaði að spyrja hvar maður fengi þennan hreindýrabrúna lit??

 6. Anonymous
  23.08.2012 at 19:06

  Mér finnst þetta allt svo flott að ég get ekki valið hvað er uppáhalds.Mig dauðlangar í svona bangsapoka og uglustyttuna í herbergið hjá stráknum mínum.Bíð með öndina í hálsinum eftir að sjá strákaherbergið hjá þér 🙂
  Elska bloggið þitt í drasl og fíla það í rusl :Þ
  Kv Sigga Dóra

 7. Anonymous
  23.08.2012 at 22:44

  Takk fyrir frábæra bloggsíðu!

  Ertu með einhverjar hugmyndir um liti á vegg hjá 8 ára gutta, öll húsgögnin í herberginu eru hvít og veggirnir hvítir líka (aðeins of mikið hvítt fyrir minn smekk), reyndar er líka innbyggður ljósbrúnn skápur í þessu herbergi og svartar gardínur. Allar hugmyndir eru vel þegnar, líka frá ykkur sem kommentið 🙂

  Jenný

 8. Anonymous
  24.08.2012 at 00:11

  hvaðan er uglustyttan ?

 9. Anonymous
  24.08.2012 at 11:11

  Mjög flott og mun rólegra yfir öllu! Mér finnst renningarnir á kommóðunni og veggnum alger snilld 🙂
  kv. Halla

 10. 27.08.2012 at 20:40

  Takk fyrir allar saman!

  Áslaug, sendu mér póst á soffiadogg@yahoo.com

  Jenný, í strákaherbergi finnst mér alltaf flott að nota gráann, eða brúnann.

  Hérna sérðu líka einn góðann:
  http://dossag.blogspot.com/2012/06/strakaherbergi-b-fyrir-og-eftir.html

  Liturinn sem að ég valdi er af Kópal litakortinu og er yndislegur, Myntugrár – hann er hlýr og notalegur, en alls ekkert yfirþyrmandi…

  síðan er hér meira:
  http://dossag.blogspot.com/2012/02/6-ara-strakur.html

  Gangi þér vel og þér líka velkomið að senda mér tölvupóst 🙂

 11. Silja Hanna Guðmundsdóttir
  27.09.2013 at 11:19

  Sæl!
  Mikið ofboðslega er þetta fallegt hjá þér! <3
  Ég er að spá í einu, veistu hvaðan loftljósið er??
  Finnst það svooo ótrúlega fallegt!
  Kær kv.
  Silja Hanna

Leave a Reply

Your email address will not be published.