Smáferð…

…hljómar það ekki dásamlega?

05-2014-07-23-193315

Í sumar fórum við til Köben, litla famelían, og nutum okkar sko í botn.  Eins og alltaf nær þessi dásemdarborg að heilla mann upp úr skónum.  Ég hef nú aldrei átt erfitt með að versla og skemmta mér erlendis, eða hérlendis ef út í það er farið, en að vera þarna í sumar – þegar maður lifir og hrærist í þessum fagurkeraheimi.  Það var sko ekkert slor!

08-IMG_1333

Eins og þið kannski munið sem fylgdust með á Facebook og Instagram þá voru þetta: loppumarkaðir, dúllubúðir, hönnun og H&M.
Hver kvartar yfir svoleiðis?

11-IMG_1340

…í sumar kíktum við líka í dönsku “sveitina” á rómantíkina sem þar ríkti, og jeminn hvað allt var fallegt…

01-2014-07-23-192811

…við vorum alveg hreint um það bil flutt…

02-2014-07-23-193009

…því að þarna var allt eins og úr fegursta póstkorti…

03-2014-07-23-193113

…meira að segja heimagistingin sem við vorum í…

04-2014-07-23-193313

…og garðurinn sem húsið umlukti…

07-2014-07-23-193606

…og blómin – en þau verða ekki í desember…

06-2014-07-23-193334

…en fallegar búðir eru á hverju strái, stórar og smáar…

09-IMG_1336

…þannig að ekki er nú erfitt að finna eitthvað sem gleður augað…

12-IMG_1342

…þessar myndir voru reyndar teknar í lítilli blómabúð á Jótlandi, en gefa samt ágætismynd af þessari fegurð sem Danirnir kunna svo vel á…

13-IMG_1344

…svona ekta gammel bragur á þessari búð…

14-IMG_1345

…og þessi sveitarómantík sem að danirnir kunna svo vel að fanga…

15-IMG_1346

…ég átti líka einn einstaklega yndislegan laugardag með vinkonu minni út.
Börn og bóndi voru bara skilin eftir og látin sjá um sig sjálf.  En við vinkonurnar fórum í leiðangur…

16-IMG_1869

…kíktum m.a. á alveg ótrúlegan markað með alls konar gömlu dótérý-i…

17-IMG_1875

…þar sem að ég þurfti nánast að poppa róandi og minna mig á í öðru hverju skrefi að ég átti eftir að fara heim með flugvél…

18-IMG_1876

…því það veit sá sem allt veit að vandamálið var sko ekki að finna hluti til þess að langa í…

19-IMG_1877

…eigum við t.d. eitthvað að ræða þetta borð, og blómastjakann, og Maríuna (ok, hún fékk reyndar að koma með mér heim)…

21-IMG_1880

…gamlir stigar, speglar og prentarahillur…

22-IMG_1883

…og allar þessar gömlu töskur…

23-IMG_1884

…meira fallegt, veit samt ekki alveg hver þessi vinur Jesú á bílnum er…

24-IMG_1885

…þetta hérna eldgamla barnarúm heillaði líka á sinn hátt…

25-IMG_1886

…meira vesenið þetta með töskurnar…

26-IMG_1887

…kaupa bara fleiri töskur?

Nei, ég meina sko að þurfa að koma þessu heim í töskum…

27-IMG_1891

…þessi var æðislegur…

28-IMG_1893

…og blessaðar ljónaskálarnar heilla enn…

29-IMG_1894

…og nóg af alls kyns kruðerý-i…

31-IMG_1900

…og allar sortir af styttur, pínur og Bing & Gröndal, við hliðina á svínum sem gætu verið úr Ótrúlegu búðinni (munið þið eftir henni?)…

32-IMG_1901

…handfarangur?

34-IMG_1910

…eða fá sér bara stórt veski?

35-IMG_1912

…svona stelpudagar eru bara yndislegir.

Endalaust spjall,  hlátur og kósýheit…

37-IMG_1922

…og þessar eru víst búnar að vera vinkonur í 30 ár, samt bara rétt nýskriðnar yfir 25 😉

38-IMG_1926

….ahhhhh – þetta fannst mér snilld!

39-IMG_1928

…og fegurðin sem getur verið í þessum dönsku búðum…

40-IMG_1931

…hún er nú ekki lítil!

41-IMG_1933

Það er allt svo einstaklega fallegt og hyggeligt og dejligt í Köben, og þið fattið hvað ég meina 😉

1-823WGTMA

Þú gætir einnig haft áhuga á:

3 comments for “Smáferð…

  1. Margrét Helga
    05.11.2014 at 14:33

    Ef einhver kann að freista manns þá ert það þú, mín kæra 🙂 Er rosalega heit fyrir þessari ferð og dauðlangar!! Það er bara þetta með töskurnar…ertu búin að redda gámi fyrir þær konur sem koma með? Þ.e. á leiðinni heim, undir allt góssið 😀 Og er alveg viss um að þetta verður geggjuð ferð!!!

  2. Kolbrún
    05.11.2014 at 15:01

    Mikið rétt Köben er alltaf jafn dásamleg borg og gaman að koma til. Þar eru líka markaðirnir sem selja notað og mikið úr dánarbúum svo stórir. yndislegar myndir hjá þér og kveikir í langaranum. Mikið væri ég til í svona Jóla ferð ef ég hefði tök á því.

  3. Anonymous
    06.11.2014 at 00:36

    Ohh yndislegar myndir, þetta verður án efa geggjuð ferð, ….og þið þarna tvær – yndislegastar – knús, elsk og sakn (“,)

Leave a Reply to Margrét Helga Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *