Ástarljóð…

…og ástarlög – er það ekki yndislegt!

Ég get sko bara sagt ykkur það, svona alveg í kjaftakellingatrúnaði – milli mín og og þín, að ég eeeeeelska tónlist og að hlusta á tónlist, og sérstaklega að syngja hátt og mikið með tónlist.  Ef ég þarf að komast í réttan gír, þá er bara að kveikja á rétt laginu og frúin verður eins og Energizer-kanínan staðanna á milli.

Til að mynda: eigi að koma mér í heilmikinn jólagír – sendið inn Baggalútana! Þarf að ryksuga?  Queen, Greatest hits – ég er sko alveg eins og hann Freddie í vidjó-inu hérna í denn 🙂  Þannig að sem sé, tónlist spilar ótrúlega stóra rullu í mínu lífi, og ég kann næstum milljón texta – svona nokkurn vegin!

Í haust, þegar að Kahler-vasinn frægi, var á leið til landsins – þá var ég á ótal biðlistum eftir honum og var alveg að verða úrkula vonar um að finna hann nokkrun tíma.  Mikið drama og dæs yfir því.  Systir mín elskuleg var þá einmitt að hjálpa mér svo mikið að vinna hérna í garðinum og hlustaði á mig barma mér og stynja yfir þessum grimmi örlögum – grey Kahler-vasa-lausa litla systir hennar!  Á meðan öllu þessu stóð, þá sungum við líka mikið með Litlu Hryllingsbúðinni systurnar – þannig að þið getið rétt ímyndað ykkur hversu dramatískar þessar samræður voru…

…svo var það nokkrum dögum síðar að títtnefnd systir kom í heimsókn til mín og bar með sér gjöf.  Hún sagðist vera búin að reyna og reyna en hvergi væri afmælisvasann fræga að finna, en hins vegar hefði hún séð vasa sem minntu hana svo á mig…

kahler-love-song-gulv-vaser

…þeir eru sem sé líka frá Kahler og heita Love Song.  Það eru til fjórar stærðir, með fjórum mismunandi lögum:
“Love Me Tender” – “It Had To Be You” – “All You Need is Love” og “I Got You Babe”.

Síðan er það svo skemmtilegt að það er mismunandi litur sem hægt er að fá á glerunginum.  Sem sé bara hvítur, eða neutral eins og vasinn, eða fölbleikur, fölblár og fölgrár.  Textinn er síðan stimplaður í vasann að utanverðu, þannig að hann look-ar mjög einfaldur en er svoooooo fallegur…

kb00124-lw_kahler_kat_14_0059-01-rgb

…heppna sponsið hún ég, fékk All you need is love og I got you babe, svona er nú gott að vera örverpi og eiga góða að!…

01-2014-08-26-154016

…þegar systir mín keypti þá, voru bara til einlitir hvítir, en hún spurðist fyrir um hina litina, sem henni þóttu fallegri og þeir voru pantaðir…

02-2014-08-26-154131

…ég sem sé stillti þessum upp og tók myndir (aumingja blómið er vatnslaust og vitlaust) og svo fóru þeir ofan í kassa þar til “réttu” vasarnir komu í hús…

03-2014-08-26-154140

…en þeir eru svo fallegir þessir vasar…

04-2014-08-26-155531

…og ég syng lögin með sjálfri mér í hvert sinn sem ég sé þá…

05-2014-08-26-155545

…síðan var það nú að ég fékk blessaða randalínuna líka, þannig að þá var Kahler famelían mín sameinuð – húrra…

06-2014-08-30-111254

…þar til henni var sundrað á ný og ég sótti þá sem voru “litaðir” innan í, og þið sjáið þarna glitta í fölbláan innan í minni…

07-2014-09-29-190245

…sá stærri var síðan í gráum…

08-2014-10-01-090750

…rosalítill munur, en munar samt miklu – skemmtilegt…

09-2014-10-01-090800

…og fallegir eru þeir fyrir blóm og annað punt…

10-2014-10-01-173446

…ekki sammála?

11-2014-10-01-173455

…það fyndna er síðan að ég var að setja upp skilti, við hliðina á skápnum, núna um helgina sem minnti mig á, að ég var aldei búin að sýna vasana fallegu…

minni10-2014-10-27-141026

…fékk þetta hérna í Rúmfó, á tæpar 1500kr, á uppáhalds Korputorginu mínu, og mér finnst það æði!

Lagið á því, og auðvitað lagið á skiltinu – hóhóhó – orðagrín!

minni11-2014-10-27-141031

Nú svo ætla ég að biðjast afsökunnar á að vera hún ódannaða ég, sem í bloggpósti viðurkennir, án þess að skammast sín, að Rúmfó-skiltið minnti hana á Kahler-vasana hennar!

Haha…mér er ekki viðbjargandi! Sorry 🙂

12-2014-10-01-173457

Þú gætir einnig haft áhuga á:

2 comments for “Ástarljóð…

  1. Margrét Helga
    30.10.2014 at 11:15

    Tjah…þetta er nú efni fyrir sérstakan saksóknara, að Rúmfó skilti minni þig á hönnunarvöru! :p
    Nei, veistu, svona í fullri alvöru þá er þetta eitt af því sem gerir þig svo frábæra og gegnheila manneskju. Það skiptir þig engu máli hvort hlutir eru eitthvað rosalegt “design” eða bara RL-design (sem gæti náttúrulega verið skammstöfun fyrir RosaLegt design), allir hlutir eru jafn merkilegir í þínum augum! En já…þyrfti að prófa þetta með tónlistina…er allt of löt við að hlusta á svoleiðis nema það sem maður er mataður á í útvarpinu. Prófa að blasta jólamússíkinni þegar ég fer að þrífa 😀

Leave a Reply

Your email address will not be published.