Bara lítið eitt…

…því að það er erfitt að fylgja eftir flugeldasýningunni sem startaði vikunni – þið vitið sko: HILLURNAR!

En það eru ekki alltaf jólin þannig að núna í dag verður þetta bara lítið og létt, engir flugeldar, bara smá kósý og smá kertaljós…

minni01-2014-10-27-140726

…það er ótrúlega gott að hafa svona létt og leikandi stemmingu í eldhúsinu, svona áður en Jólin riðjast inn í öllu sínu veldi.

Þetta er bara kósý, smá snjór, greinar og fuglar…

minni02-2014-10-27-140751

…og smá litur kemur inn með kökudiskinum, vigtinni fallegu og rörunum sem að uglukrúttin geyma…

minni03-2014-10-27-140754

…ég prófaði líka að setja gluggann í gluggann og mér finnst það eitthvað voða skemmtilegt.  Það lokar aðeins en samt sést vel út…

minni04-2014-10-27-140800

…svo er náttúrulega yndislegt að koma með hlýju tónana með, litlu skógardýrin sem kúra í gluggasyllunni – og bambagreyjið er farin að bera grenigrein sem er þakin snjó…

minni05-2014-10-27-140805

…brrrrrrr, veturinn er kominn…

minni06-2014-10-27-140814

…og það er líka svo ljúft að koma inn með smá svona litatóna með þessum litlu hlutum sem er auðvelt að skipta út…

minni07-2014-10-27-140818

…og þar sem jólin eru alveg að detta í hús – þá eru lítil hreindýr að spretta upp um alla veggi/borð…

minni08-2014-10-27-140821

…og það er sem sé að verða fuglaþema í eldhúsinu…

minni14-2014-10-24-093438

…og mér finnst þessir æðislegir, svona módern útgáfa af gamalli hugmynd…

minni15-2014-10-24-093452

…nei sko, var ég búin að sýna ykkur fínu hillurnar inni í stofu – mikil ást á þeim sko – fáránlegt hvað þær breyttu mikið alrýminu…

minni09-2014-10-27-140827

…heyrðu og svo er íslendingar að flytja í massavís til Norge, en hvað geri ég?

Ég flyt inn norðdýr, eða sko hreindýr frá Norge – þessi bjuggu sko í Kremmerhuset, en eftir að einhver af Skreytum Hús skvísunum var í Noregi með gsm-símann og tók myndir og póstaði.  Þá hafði ég samband við vinkonu mína og fékk hana til þess að kaupa svona sett handa mér – húrra.

Eins gott því að ég átti nánast engin hreindýr fyrir…

minni12-2014-10-25-195256

…alveg hreint ótrúlega dásamleg – þó ég segi sjálf frá…

minni13-2014-10-25-195305

…síðan verð ég að deila með ykkur mómenti.

Eitt kvöldið var ég að labba úr stofunni inn á skrifstofu og leit inn í herbergi til litla mannsins og sá þessa sjón.  Þetta er ekkert uppstillt, og ekkert unnið í tölvu, þetta var bara svona…

minni1-2014-10-20-221905

…náttljósið lýsti svo fallega á andlitið hans að ég bara staðnæmdist til þess að taka þessa stund inn í minnisbankann og geyma hana þar.  Síðan ákvað ég að þetta væri of gott til þess að eiga ekki til frambúðar á mynd líka.

¸.•´ ♥ ☆ ♥ `•.¸ Hversu falleg er þessi sjón ¸.•´ ♥ ☆ ♥ `•.¸

minni2-2014-10-20-221949

…þetta er ein af þessum stundum sem geymast að eilífu í hjartanu ♥

minni3-2014-10-20-222102

5 comments for “Bara lítið eitt…

  1. Margrét Helga
    29.10.2014 at 08:12

    Æðisleg myndin af litla gorminum þínum 🙂 Svo friðsæll og fallegur!

    Og ég er alveg búin að komast að því að maður getur aldrei átt nóg af hreindýrum! Ef það er eitthvað sem maður hefur lært hjá þér, Soffía mín, þá er það það. 😉
    Hillurnar eru alltaf sama snilldin (ef eitthvað er þá vinna þær á). Sýndi manninum mínum þær í gær og hann tók undir snilldina…notaði reyndar ekki öll þessi lýsingarorð sem höfð hafa verið yfir þessar frábæru hillur, heldur sagði bara: “Já…þær eru flottar”. Ef ég túlka þetta yfir á mína mállýsku þá hljómar þetta svona: “Vá! Hrikalega flott og sniðugt!! Þurfum endilega að gera svona”. Hann er ekkert fyrir það að tapa sér í hrifningu, þessi elska, þannig að maður þarf stundum að túlka það sem hann segir 😉

  2. Ingunn
    30.10.2014 at 08:42

    Hvar fékkstu þetta æðislega næturljós?

  3. Helga Þórs
    29.01.2015 at 22:46

    Elska eldhúsið þitt og litinn á því. Hvað heitir liturinn og hvaðan er hann?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      29.01.2015 at 23:36

      Takk fyrir það – liturinn er alþekktur í Slippfélaginu og hér er númerið á honum og fleiri myndir:

      http://www.skreytumhus.is/?p=2569

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *