Stofubreyting – DIY…

Click here for an ENGLISH TUTORIAL

…stundum þarf ekki mikið til þess að breyta miklu!

Stundum þarf bara að ýta boltanum af stað og láta hann rúlla.

Þegar að við keyptum húsið okkar þá leit stofan svona út…

…og eftir að við vorum nýflutt inn þá varð þetta svona…

…og stofan er eitt af þessum herbergjum sem er stöðugt að breytast smávegis.

Bara svona smávægilegar breytingar því eins og þið sjáið þá er enn sama sófasettið, skemillinn, stofuborðið (sem var málað – sjá hér), sjónvarpsskenkurinn hillan.  Meira að segja málverkið hefur ekkert breytt um stað síðan það var sett upp og myndirnar sem voru settar fyrir ofan sjónvarpið eru þar enn og það er bara búið að bæta við og láta grúbbuna stækka.

Þannig að þær breytingar sem hafa orðið eru mestmegnis litlar breytingar:
* sett upp gardínustangir og síðar gardínur
* arininn flutti inn (húrra) og svo eru það bara uppraðanir á smáhlutum.

En ég er búin að vera með draum í maganum síðan við fluttum hingað inn 2008 um að gera dulítið skemmtilegt við endavegginn.
Alrýmið er nefnilega stórt, og ég hef verið með hugmyndir um að “draga það saman” ef svo mætti segja.

Ég vildi hillur.

Ég elska svona stórar hillur sem hægt er að fylla af bókum, myndum og alls konar góssi – hillur sem segja þér sögu um fólkið sem í húsinu býr.  Ég nýt þess að hafa hluti í kringum mig sem mér finnast fallegir, og ég sæki ákveðna næringu í þá – og því var það draumur að geta stillt þessu öllu upp!

Þetta var stíllinn sem ég hafi í huga, svona Restoration Hardware/Potterybarn-ish stíll.
Iðnaðarfílingur og dulítið gróft.

02-Fullscreen capture 6.10.2014 210618

…og hvað er þá til ráða.  Að vanda, rétt eins og svo oft þegar ég fer í herbergisbreytingar, þá hófst verkefni á stefnumóti við sænska kærastann minn.  Hann er bara svo sniðugur þessi elska, svo skrambe fjölhæfur og býr yfir mörgum hæfileikum.

En í Ikea fann ég þessar hérna – Hyllis:

01-Fullscreen capture 6.10.2014 224236

…þetta eru nú ekki flottustu Ikea hillurnar, ef svo má að orði komast.  En fyrir verkið sem ég var með í huga, þá voru þær kjörnar.  Því tók ég nokkrar með mér heim og ákveð að kynna húsbandið fyrir hillum kærastans – já þetta er svona flókið 🙂

06-2014-10-19-144838

…ég geri ráð fyrir að svipurinn á ykkur sé svipaður og hjá eiginmannum á þessum tímapunkti, um það bil svona…

download (1)

…en þar sem þessi elska er öllu vanur, þá var þrammað áfram með verkið.
Hillunni var snúið eins og best hentaði (sem var reyndar á hvolf) og svo var sagað af henni…

10-2014-10-19-153637

…næsta skref var þá auðvitað að spreyja, off kors.
Fyrsta spreylag, grunnur…

11-2014-10-19-153958

…fenginn eftir ráðleggingar hjá Dr. Sprey, eða Garðari í Slippfélaginu eins og sumir þekkja hann kannski 😉

12-2014-10-19-155048

…og svo var það matt svart sprey…

13-2014-10-19-155056

…og konan spreyjaði og spreyjaði og spreyjaði…

14-2014-10-19-224546

…síðan var ein umferð með glæru spreyji, og svo farið var inn og mátað…

15-2014-10-20-185146

…veggurinn er 4 metrar á lengd, þannig að við fórum í Bauhaus og keyptum bara ódýrar furuspýtur þar.  Þær þurfti svo að sníða til, til þess að þær pössuðu í bilið á milli járnanna, sem er tæpir 27cm…

16-2014-10-20-204002

…síðan þurfti að merkja við hvar járnin komu, og húsbandið var sent út í skúr til þess að gera svona “skarð” í fyrir járnin…

17-2014-10-20-204112

…ég fékk líka sprittbæs hjá Dr. Sprey (Slippfélaginu í Borgartúni), og blandaði saman Antík Eik og dass af kirsuberja, til þess að gera svona rustic look með smá hlýju í…

10799298_10204554075025190_1052738278_n

18-2014-10-25-120330

…við höfðum efstu spýturnar aðeins breiðari og að lokum lookaði þetta svona…

19-2014-10-25-121007

…og ég verð að segja að ég var sko sátt…

20-2014-10-25-121022

…það var smá maus að troða öllum spýtunum inn þannig að vel færi og bera þetta síðan á öxlunum inn eins og Egypskir verkamenn, þannig að grey járnin fengu aðeins að finna fyrir því…

21-2014-10-25-133256

…ég tók þá bara lítið plastbox og spreyjaði svarta litinum ofan í og blettaði með honum…

22-2014-10-25-133358

…og það reddaði málunum alveg…

23-2014-10-25-133408

…og eins og þið sjáið þá smellpassaði þetta svo vel að við hittum einmitt beint á milli innstunganna, þannig að við héldum þeim öllum…

24-2014-10-25-133409

…og svo var það það skemmtilegasta – að raða…

25-2014-10-25-140807

…og raða meira – á bakvið sófann fóru tímarit og annan sem er ekki í notkun nema endrum og sinnum…

27-2014-10-25-140817

…og lokaútkoman var þessi hérna:

48-2014-10-26-153114

…og ég verð að segja að ég ELSKA þetta með stóru ELSKI.

Þvílíka snilldin og 12 metrar af hilluplássi, 12 METRAR!  Vúúhúúúú….

28-2014-10-25-140831

…ekki bara mamman sem var kát með verklokin og útkomuna…

42-2014-10-25-180316

…eigum við eitthvað að ræða þessi krútt??

43-2014-10-25-180433

…en ég verð að segja að þetta var einmitt look-ið sem ég sóttist eftir…

47-2014-10-26-153027

…og mér finnst æðislegt hversu mikið þetta breytir stofunni allri…

49-2014-10-26-153117

…hún er léttari, en samt fyllri!

54-2014-10-26-153157

…og þetta var líka ástæðan fyrir ljósari gluggatjöldum, ég var náttúrulega löngu búin að plana þetta allt saman inni í hausnum á mér.

Ætla að setja inn rökkurmyndir af þessu og meiri detail-myndir, vonandi síðar í dag.

En í bili, hverjir elska þetta jafn mikið og ég??

56-2014-10-26-153219

Heildarkostnaður við þetta var um kr. 18.200, og svo spritt og bæs!

Elsk´etta  ❤

30-2014-10-25-174245

Aha!

1-Starred Photos22

102 comments for “Stofubreyting – DIY…

  1. Erna
    27.10.2014 at 12:42

    Flott hjá þér 🙂

  2. Rannveig Ása
    27.10.2014 at 12:42

    Þú ert auðvitað alveg einstakur snillingur. Þetta kemur alveg svakalega vel út!!

    Vá, hvað ég vildi að ég hefði meira pláss í stofunni minni undir svona fallega hluti 🙂

  3. Ásta Júlía Aðalsteinsdóttir
    27.10.2014 at 12:45

    VÁ!!! þvílík snilld þetta er æðislegt!

  4. Kata
    27.10.2014 at 12:51

    Þetta er náttúrulega bara TÆR SNILLD! Vá hvað þetta er flott.

  5. Dóra
    27.10.2014 at 12:52

    þú ert alveg með’etta Dossa…ótrúlega fallegt !

  6. Guðbjörg Valdís
    27.10.2014 at 12:57

    Æðislegt!!!
    Væri sko til í að gera svona þegar við förum í breytingar á stofunni okkar 😉

  7. kristín
    27.10.2014 at 12:58

    Þetta er æðislegt dj,ertu sniðug

  8. Þorbjörg
    27.10.2014 at 13:03

    þú ert náttúrulega bara snillingur en þetta getur verið að ég steli hugmyndinni vantar mikið hillupláss

  9. Guðríður Guðnadóttir
    27.10.2014 at 13:04

    jiii hvað þú ert alltaf hugmyndarík og dugleg að framkvæma. Ég dáist líka að húsbandinu þínu hvað hann er viljugur að henda sér í hlutina 😉
    þetta er geggggjað hjá ykkur!

  10. Lotta
    27.10.2014 at 13:04

    Þetta er bara eitthvað það flottasta sem ég hef séð .þú er algjör snillingur 🙂

  11. Guðrún Björg
    27.10.2014 at 13:09

    Ertu ekki að grínast, það sem þér dettur í hug! Vá hvað þetta er flott með stóru F-i

  12. Margrét Helga
    27.10.2014 at 13:11

    Vá…ekkert smá flott hjá þér/ykkur! Bara snilld!! Þarf einmitt einhverjar svona hillur, þurfa ekkert að vera svona flottar en þurfa samt að vera hillur 😉 Þeink jú mæ dér 🙂

  13. Sigurborg
    27.10.2014 at 13:17

    SJÚKT !

  14. Jóna Margrét
    27.10.2014 at 13:22

    Vá ofboðslega flott !!

  15. Marta
    27.10.2014 at 13:23

    Vá en æðislegt! það sem þú ert hugmyndarík. Þetta fer klárlega inná topplistann yfir mínar uppáhaldsfærslur frá þér!

  16. Gurrý
    27.10.2014 at 13:26

    Vaaaááá – ertu ekki að grínast…þetta er æðis…!

  17. Þuríður
    27.10.2014 at 13:29

    Þetta kemur mjög vel út, virkilega flott

  18. Dóra Dís
    27.10.2014 at 13:37

    GJEGGGJAÐ !

  19. 27.10.2014 at 13:46

    Vá hvað þetta er sjúklega flott hjá þér!! Þú ert nú meiri snillngurinn***

  20. Erla
    27.10.2014 at 13:53

    vá nú fórstu alveg yfir strikið!! In a GOOD way!
    geggjað flott!!!!

  21. Bryndís
    27.10.2014 at 13:54

    Þetta er truflað 🙂 endalausir skreytimöguleikar 😉

  22. Sigga
    27.10.2014 at 13:57

    Snilld! Þessar hillur eru dásemd, ég nældi mér í svona í sumar, mas á útsölu 745 kr. hillan og ég fékk hana samsetta, hún er nú í herbergi dótturinnar. Fíla þetta í botn!
    Takk fyrir að deila snilli þinni með okkur.
    Kv. Sigga

  23. Matthildur
    27.10.2014 at 14:00

    Váááááá!!!!!!
    Þetta er crazy crazy crazy FLOTT !!!!! Snillingar .is frúttan og húsbandið 😀

    Algjörlega í mínum anda <3

  24. Anna Sigga
    27.10.2014 at 14:02

    jáhááaa nú slóstu mig alveg út af laginu … ég er alveg orðlaus… nei ekki alveg.

    FRÁBÆRT ! 🙂

  25. Hjördís Inga
    27.10.2014 at 14:04

    Búin að sjá mörg sniðug IKEA “hökk”, þetta er það allra flottasta. Hlakka svo sannarlega til þegar þú verður búin að setja alla 12 metrana í jólabúning`.

  26. Jennÿ
    27.10.2014 at 14:04

    Hugmyndaríkur snillingur

  27. Magga Einars
    27.10.2014 at 14:06

    Sjúklega flott hjá þér 😉

  28. Ragnhildur Skula
    27.10.2014 at 14:07

    Þú klikkar ekkert frekar en fyrri daginn….geggjað !!!!!!

  29. Lilja
    27.10.2014 at 14:18

    Mikið ofsalega er þetta fallegt!!! þetta kemur rosalega vel út 🙂

  30. Kristín Vald
    27.10.2014 at 14:19

    Jahérnahér……hvað næst vinkona ??? 🙂

    Þetta er nú bara algjörlega geggjað !!

  31. Guðrún
    27.10.2014 at 14:34

    Toppurinn 🙂 Ekkert meira hægt að segja um þetta. Ef ég bara hefði svo sem eins og 1% af hugmyndunum þínum væri ég örugglega ánægð 😉

  32. 27.10.2014 at 14:34

    NEI HÆTTU NÚ ALVEG!!! Jeremías, hvað þetta er sniðugt og FALLEGT! Ég er afar ánægð með hillurnar í stofunni minni en núna er ég ekki lengur svo viss! Glæsilegt, til hamingju með þessa SNILLD!

  33. Margrét Helga
    27.10.2014 at 14:37

    Einhvernveginn finnst mér að þetta DIY hafi slegið í gegn og rúmlega það 😉 Ikea á eftir að klóra sér í hausnum yfir ástæðunni af hverju í ósköpunum þessar hillur seljast upp á núll einni! Nema þeir merki við hvað þú kaupir þegar þú kemur í heimsókn og panti extra mikið af viðkomandi vöru! 😀

  34. Telma
    27.10.2014 at 15:14

    Hrikalega kemur þetta vel út

  35. Natacha
    27.10.2014 at 15:15

    Vá, Vá, Váááá… hvað þetta er flott hjá þér. Þú ert svo hugmyndarík Soffía – takk fyrir að deila.

  36. Kristín Sigur.
    27.10.2014 at 15:27

    Klikkað flott og ofursnjallt!

  37. Rannveig
    27.10.2014 at 15:41

    Glæsilegt hjá þér Soffía.

  38. Jenný
    27.10.2014 at 15:49

    Þú ert SNILLINGUR 😉

  39. Edda Björk
    27.10.2014 at 16:20

    TÆR SNILLD – ÆÐIS – LOVE IT – SJÚKLEGA FLOTT – VILDIAÐÉGÆTTISVONA – VILDIAÐÉGHEFÐIPLÁSS – SNILLINGURINN ÞÚ – HÚRRA HÚRRA HÚRRA 🙂
    knúz …. er í Maríuvímunni minni 😉

  40. Hulda
    27.10.2014 at 16:24

    Þú ert svo mikill snillingur. ÞETTA ER GEÐVEIKT!!!!!

  41. Guðný Ruth
    27.10.2014 at 16:36

    Vá vá vá! Þú ert nú meiri snillingurinn (og húsbandið líka) 🙂 Það er verst að ég hef ekkert pláss fyrir svona fínerí – ég hugsa að ég þurfi bara að flytja á endanum til að geta gert margt af þessu sem ég sé á netinu þessa daga! Reyndar myndi mitt húsband líklega flytja að heiman ef ég færi að draga hann í svona framkvæmdir, þannig að það er kannski ágætt að ég hafi ekki pláss!

    ÆÐI ÆÐI – ALVEG GEGGJAÐ!

  42. Sigga Kristín
    27.10.2014 at 16:56

    Elsk… vildi óska að minn maður væri mrð smá DIY í sér:)

  43. Harpa Hannibals
    27.10.2014 at 17:40

    JUST LOVE LOVE LOVE………. Þetta er bara tær snilld…. Snilldar útkoma 🙂

  44. Sigrún Alda
    27.10.2014 at 19:39

    Æðislegt!

  45. Baddy
    27.10.2014 at 20:09

    Vá…ég á ekki til orð ! Þvílíkur snillingur sem þú ert 🙂

  46. Ásta Srún
    27.10.2014 at 20:41

    Þetta er alveg dásamlega geggjað !!

  47. Þorbjörg Gunnarsdóttir
    27.10.2014 at 22:29

    Ótrúlega flott!

  48. Berglind
    27.10.2014 at 22:48

    Ekkert nema snilldin ein…nú vantar mig bara tólf metra langan vegg í stofuna mína og kannski fá húsbandið þitt lánað 😉

  49. 27.10.2014 at 23:21

    Virkilega fallegt!

  50. Þórný
    28.10.2014 at 00:35

    Verð nú að setja inn fimmtugasta ,,commentið”. Algjörlega frábær hugmynd og útfærsla. Er sjálf sjúk i Pottery Barn og Restoration Hardware, finnst alltaf verst að vera ekki með gám þegar ég er í USA 😉 Takk fyrir meiriháttar flott og skemmtilegt blogg 😀

  51. Kolla
    28.10.2014 at 04:56

    vá hvað þetta er flott 🙂

  52. Kolbrún
    28.10.2014 at 08:32

    VÁ VÁ VÁ þú toppar þig endalaust hvar endar þetta gjörsamlega geðveikt hvílik snilld og ég bara gæti endalust haldið áfram með hrifningar setningar.

  53. Ása
    28.10.2014 at 08:35

    Rosa flott hjá ykkur!

  54. Anna J. Júl.
    28.10.2014 at 08:41

    Glæsilegt, það er sko greinilega gaman hjá ykkur. Þetta er bara flott, til lukku með nýju hillurnar, hvort annað og lífið. Alltaf jafn gaman að fylgjast með þér. Takk fyrir að vera þú og leyfa okkur öllum að fylgjast með. Þú gefur lífinu lit… Takk takk og netknús…

  55. Anonymous
    28.10.2014 at 08:49

    Algjörlega gjöööðveikt mín kæra, hugmyndin og útfærslan – ættir að vera á prósentum hjá sænska kærastanum, knús og kreist (“,)

  56. Greta
    28.10.2014 at 11:07

    Jeminn…
    Þetta kemur sjúklega vel út!

  57. Petrea
    28.10.2014 at 11:16

    Þú ert snillingur, segi bara ekki meira þetta vakti mikla athygli hjá mínum vinkonum.

  58. Heiða
    28.10.2014 at 12:34

    Þetta er rosalega flott hjá þér. Ég sé á Ikea vefnum að þær eru bara til 140 á hæð. Tókstu neðan af þínum? mBk. Heiða

    • Soffia - Skreytum Hús...
      29.10.2014 at 02:21

      Við snerum þeim á hvolf, settum í það sem var næst efsta gatið og þær pössuðu best þannig! 🙂

      • Heiða
        29.10.2014 at 09:29

        Aaaaa einmitt, þú segir það hérna að ofan að þið hafið snúið henni á hvolf og stytt hana. Hef ekki séð það í gær. Þetta er rosalega flott hjá ykkur og fallegt heimilið ykkar 🙂 Bestu kveðjur, Heiða

  59. 28.10.2014 at 15:56

    Vá vá vá vá vá hvað þetta er geggjað…!!!! alveg ein mesta snilld sem ég hef séð 🙂

  60. Snjólaug
    28.10.2014 at 22:43

    vá þetta er geðveikt flott

  61. Margrét Káradóttir
    29.10.2014 at 10:45

    Eitt það flottasta DIY sem ég hef séð, og einfaldasta… þetta er jafnvel eitthvað sem maður ræður við 😉

  62. Hófí
    31.10.2014 at 10:21

    Ótrúlega flott 🙂

  63. Heida
    31.10.2014 at 22:52

    Ikea hack ársins! Snilld!

  64. Tinna
    02.11.2014 at 22:33

    Þetta er æðislega flott og frábær hugmynd <3 Mig langar líka í svona hillu! 🙂 Svo gaman að lesa bloggið þitt.

    • Soffia - Skreytum Hús...
      02.11.2014 at 23:27

      Takk fyrir og velkomin!

  65. Guðrún
    04.11.2014 at 14:56

    glæsilegt, en hver er dr. Sprey ? hvaðan er bæsið ?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      04.11.2014 at 15:35

      Bæsið og spreyjið kemur frá Slippfélaginu í Borgartúni, og hann Garðar þar er Dr. Sprey – veit allt um allt!

  66. Sigríður Ingunn
    04.11.2014 at 19:15

    Mergjað!

  67. Jeanette
    06.11.2014 at 23:35

    So impressed with your made-to-measure remake and restyle. I’ve been trying to find exactly this type of storage/display! Thank you for sharing.

    • Soffia - Skreytum Hús...
      07.11.2014 at 02:46

      Thanks Jeanette – I have to say we love it! Its also very sturdy and an amazing storage 🙂

  68. Sofia M
    07.11.2014 at 07:21

    I’m here via Apartment Therapy. This will stay forever in my book of inexpensive but amazing DIY. I hope someday I’ll have a big empty wall to make it. Bravo!

  69. 05.01.2015 at 20:17

    I’m sure I probably missed this detail (since I can’t read Icelandic), but can you share how you cut the legs? What tool did you use? Thanks!

  70. Mæja
    12.01.2015 at 08:55

    Soffía….mannstu nokkuð hvað furuspýturnar voru breiðar hjá þér? Mér sýnist þú vera með tvær misbreiðar í hillunum og svo tvær jafn breiðar efst….er það rétt?
    Saga þeir þetta til fyrir þig í Bauhaus eða voru þið Valdimar bara vopnuð söginni í skúrnum?
    Ég er búin að spreyja og er að fara að sníða spýturnar í….er að kafna úr spenning að sjá hvernig þetta kemur út hjá mér ( er bara með tvær hillur)

    kv
    Mæja ( Ólivers mamma:))

    • Soffia - Skreytum Hús...
      13.01.2015 at 22:56

      Hæhæ – loks kemst ég í að svara þér varðandi hilluna:
      Efstu spýturnar eru 17cm hvor
      Neðri eru 14cm, sú sem er framar, og 11cm sú sem er innar. Valdi sagaði af þeim sjálfur!

  71. Magga
    04.02.2015 at 12:22

    Ég er búin að dást að þessum hillum í langan tíma! En mig langar að vita eitt, kannski stendur það þarna en í fljótu bragði sá ég það ekki

    En hversu háar eru þessar hillur?

  72. Ellen
    05.08.2015 at 19:27

    Sæl Soffía og takk fyrir þetta snilldarhakk! Nú ætla ég að fara að föndra og er með eina spurningu (vonast í bjartsýni eftir að fá svar þó þetta sé gamall póstur ☺️), festuð þið efstu tvær spýturnar?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      05.08.2015 at 23:10

      Sæl Ellen og takk fyrir hrósið 🙂

      Við ætluðum að bora spýturnar niður í hillurnar, eða fest beint við vegginn, en að lokum voru þær svo þétt við veggina að þess varð ekki þörf. Við notuðum svona járnstykki til þess að festa spíturnar tvær saman – en þær eru ekki festar við veggi. Eru hins vegar mjög stöðugar og traustar!

  73. Lára
    08.02.2016 at 00:20

    Ég fékk bara íllt að sjá hilluna – mig langar svo í svona. Mig vantar reyndar líka eitt stk handlaginn eiginmann en hann kemur vonandi einhverntíman 😅 æðislegt heimili – engin smá hönnunar/ útsjónar / smekks hæfileiki hjá þér 🙂

  74. Jóhanna Gunnarsdóttir
    21.08.2016 at 21:54

    hæ Soffía mín, langaði svo að ath, myndiru nota sama við í hyllis hillurnar í dag eða límtréshillur ?
    og manstu ca hvað þú blandaðir miklu á móti hverju þegar þú fékkst þennan lit ?

    kveðja ein sem er að láta drauminn rætast og gera þetta 😀

    • Soffia - Skreytum Hús...
      22.08.2016 at 08:39

      Myndi nota það sama í þessar – finnst þær hafa “elst” vel. Blöndunin var bara svona smá ca 50/50, mjög ónákvæm vísindi og á ekki að vera flókið í framkvæmd 🙂

  75. Vala Arnadottir
    17.11.2020 at 16:30

    Sæl Soffía, nú er ég í þessum hugleiðingum og er að velta fyrir mér stærðinni á fjölunum. Þú talar um hér að ofan að þú sért með í neðri hillunum 14cm og 11cm og það eru þá 25cm en hillurnar eru 27cm. Er einhver ástæða fyrir því að þú tekur ekki alveg hillubreiddina? 😀

    • Soffia - Skreytum Hús...
      18.11.2020 at 23:32

      Sæl, þetta var hreinlega smekksatriði – við vildum sjá aðeins í járnið/grindina! 🙂

Leave a Reply to Kata Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *