Með þökk…

…fyrir allt og allt!

54-2014-10-24-165738

Ég sé það að kona með slíkt bakland, sem þið eruð, á sko ekkert að vera að væla og barma sér.

Heldur bara að standa keik og þakka pent fyrir sig, og það geri ég nú!

Hjartans þakkir fyrir öll fallegu orðin ykkar, kommentin hér og á facebook og í einkaskilaboðum, þið eruð svo yndisleg!

43-2014-10-24-165155

Með þessu ætla ég líka að kynna fyrir ykkur næsta áfangann í sápuóperu SkreytumHúsKonunnar, en það er Litla Skreytum Hús búðin.

33-2014-10-23-142029

Svo ég segi ykkur aðeins frá þessu öllu, þá eru allar vörurnar sem ég valdi inn eitthvað sem að ég myndi svo gjarna vilja eiga heima hjá mér.  Sumt hefur held ég ekki verið til á landinu áður, og þetta er kannski ekki allra.  En ég vona að ykkur þyki þetta jafn fallegt og mér.

Um er að ræða punterí, fyrir eldhúsið, stofuna, svefnherbergið og barnaherbergið.  Sitt lítið af hverju – og takmarkað upplag til í augnablikinu.  Þetta er vintage-fílingur í þessu, Maríu stytturnar eru eins og þær séu 100 ára og þetta hefur allt sinn karakter.

Mér finnst þetta dásamlegt 🙂

38-2014-10-24-164735

Skyldi það klárast sem þið hafið hug á, þá tek ég niður á biðlista og gæti verið komin með vöruna aftur eftir um það bil tvær vikur.

Þið farið inn á búðina hérna á síðunni, og setjið í innkaupakörfu það sem er að heilla ykkur.  Síðan sendist tölvupóstur með þessum upplýsingum til mín og ég verð í sambandi við ykkur varðandi hvernig er gengið frá þessu. Nú getið þið bara smellt hér fyrir neðan:

❤ Velkomin í litlu búðina mína ❤

35-2014-10-23-142111

9 comments for “Með þökk…

 1. Þuríður Ágústa Gestsdóttir
  24.10.2014 at 20:08

  Innilegar þakkir fyrir allar hugmyndirnar semég hef fengið í gegnum síðuna þína.. Vegni þér ávallt sem best..:)

 2. Emilía Tómasdóttir
  24.10.2014 at 20:13

  Jiii ég er svo spennt að skoða litlu búðina þína. Ég ætla að gera það núna okbæ 🙂

 3. Svava
  24.10.2014 at 20:16

  til hamingju með þetta elsku SkreytumHúsKona 🙂 þetta er allt svo yndislega fallegt hjá þér eins og allt sem þú gerir …og gerir beint frá og með öllu þínu stóra hjarta <3

 4. Sigurbjörg
  24.10.2014 at 20:32

  Dàsemdin ein, hlakka til að versla fallegar vörur hjá þér, keypti skilti á sínum tíma sem vekur alltaf hrifningu þeirra sem skoða 🙂 innilega til hamingju með þennan áfanga

 5. Þorbjörg
  24.10.2014 at 21:48

  Til hamingju með litlu fallegu búðina þína, og fallegu hlutina sem eru í henni það virðist standa skreytum hús á þeim öllum
  Kveðja
  Þorbjörg

 6. Lína
  24.10.2014 at 22:29

  Innilegar hamingjuóskir með búðina og gangi þér allt í haginn. En það kemur ekki upp hjá mér verðið eða innkaupakarfan.

  • Soffia - Skreytum Hús...
   24.10.2014 at 22:54

   Sendu mér skilaboð á Facebook og ég skal reyna að leiða þig áfram 🙂

 7. Gulla
  24.10.2014 at 22:30

  Til lukku međ búðina!

 8. Hrefna
  25.10.2014 at 20:09

  Þetta eru frábært blogg hjá þér, hefur gefið mér flottar hugmyndir

Leave a Reply

Your email address will not be published.