Skrifstofa – hvað er hvaðan II?

…færum okkur yfir í skemmtilegheitin!
Rambling Renovators
Eftir að hafa séð innblástursmyndina, þá var ég alveg sjúr á því að nota Expedit-skápinn (2×4) góða frá Ikea ofan á borðið.  En ég var búin að leita mikið að einhverri skúffumublu til þess að hafa undir…
  Fann ekkert sem heillaði eeeeeeen, þá datt mér lille Expedit (2×2)  í hug – sérstaklega þar sem það er hægt að kaupa bæði skúffur og skápa í þær.  Fann síðan þessar æðislegu höldur í Söstrene Grenes, sem að mér fannst alveg smellpassa þarna inn í rýmið…
…alger snilld að fá skápa til þess að fela allt “ljóta” dótið innan í…
…eins og sést þarna, þá slepptum við að nota efstu bríkina ofan á Expedit, ef við hefðum sett hana þá hefði borðið orðið alltof hátt, þannig að okkur fannst þetta besta lausnin…
…skúffur og tvöföld borðbrún = gera gæfumuninn 😉
Körfurnar, 1, 2, 3 og 4 koma frá The land of Nod – eru alveg æðislegar.  Fyrst keyptar inn í herbergi litla mannsins, en voru að eignast alveg nýtt heimili, alveg óvart!  Hægt að kaupa alveg upp í 9.
…efri Expedit stendur alveg upp við vegginn, en sá neðri er dreginn aðeins fram, þannig að á bakvið hann er smá tómarúm – kjörið til þess að geyma stóru möppurnar með listaverkum krílanna t.d.
Þar sem að í Ikea fann ég flest alla þá hluti sem að mig vantaði, fyrir utan borðplötuna, þá ætla ég að link hérna á það sem var keypt fyrir borðið sjálft:
Siðan keypti ég náttúrulega líka hillurnar og hilluberana í Ikea, húrra Ikea 🙂 hillurnar voru háglans, sem kom með smá svona shine og bling, og járnin voru svört, sjá hér
HÅLL hilluberi D18cm. Svartur
…stafirnir: L – E – S – A
eru úr MDF og fást í Tiger um þessar mundir, kosta 600 kr minnir mig…
…en svo er það nú að maður þarf alltaf að finna sér innblástur, eitthvað sem að tala við mann og ýtir manni í vissa átt.  Það fann ég í Ikea þegar ég leit þessa augum:
…það var bara eitthvað dásamlegt við hana, hún er risastór 70×100 og hún er með alls konar fiðrildum, og hún er svona vintage-leg 🙂  Himnarnir opnuðust og engakór hóf upp raust sína: Hallelúja, hallelúja…
..mig langaði svo í svona girly-fíling, vera með fugla og fiðrildi, eins og mér finnst æði. En þó mátti þett ekki vera þannig að bóndanum þætti hann vera kominn í blúndukjól þegar að hann kom þarna inn…
…ég fór svo í Daz Gutez og þar sá ég þessa fugla mynd, og það var eitthvað skemmtilega gamaldags við hana.  Mér finnst hún eitthvað æði!  En skyldi hana eftir og fór, kom kannski viku seinna aftur og viti menn, þarna var hún enn.  Ég var búin að vera að hugsa um hana alltaf af og til, og því ákvað ég að hún skyldi heim með mér.  Þegar ég fór að skoða hana þá er þetta slæða eða í það minnsta efni, sem hefur verið rammað inn – bara gaman 🙂  Flotta klukkan er síðan úr vinnunni hjá mér.
…og þannig fæddist þetta horn og já, hvíti liturinn er marmarahvítur :)…
…stólarnir tveir fundust líka í Daz Gutez, fyrr í sumar.
Annar þeirra var aðeins brotinn en snillinn hann tengdapabbi kippti þessu í lagið fyrir mig, eins og honum er einum lagið.  Þarna sést hvar brotið var…
… hann límdi þetta saman, og boraði síðan langri skrúfu innan í til þess að mynda stuðning…
Síðan var það bara gamli góði spreybrúsinn…
…í svona fallega gráum tóni…
 og la voila tveir stólar sem að ég elska pínu mikið!
…þetta eru gamlir Ikea stólar, en það eru til svipaðir þar í dag, sem finnast hér.
Jæææææja þá, þetta er nú meiri maraþon-pósturinn 🙂
Þið munið kannski eftir þessum hér úr eldhúsinu mínu, hann er enn þar – ég spreyjaði hann ekki…
…hins vegar fékk ég mér albínóa frænda hans í Rúmfó og fannst vera kjörin lausn fyrir liti og annað stöff frá krökkunum…
…fallegi lampinn minn er úr IKEA, já ótrúlegt, ég á alveg einn eða tvo hluti þaðan 😉
…gardínurnar eru flekagardínur úr Europris, síðan fyrir löngu…
..og svona í keeping-it-real-fréttum er þetta helst:  er bara búin að festa þær tímabundið upp, ekki búin að klippa og sauma faldinn, og á bakvið þær stendur kassinn með öllu perlunum hennar dóttur minnar – aðallega svo að litli kallinn sé ekki með auðveldan aðgang að þeim…
…hver sér glitta í litinn minn?
…jújú, ég fékk mér líka um það bil fegurstu fötu í heimi, sem væri líka æði undir bangsa!
…spurt var um korktöfluna, það er eiginlega of einfalt dæmi.
Venjuleg korktafla, spreyjuð og hluti af flekagardínu úr Ikea klippt til og tilt ofan á, fest niður með teiknibólum, gæti ekki verið meira simple!
Fallegu litlu pennaföturnar eru síðan ódýrir blómapottar úr Ikea, sem er líka einfalt að skreyta á ýmsa vegu ef vilji er fyrir hendi 😉
Eitt af mínu uppáhalds í herberginu eru síðan Ribba-hillurnar sem að mynda barnabókasafnið…
…ég er í alvöru á því að þetta ætti að vera skylda á hverju heimili, eða í það minnsta í hverju barnaherbergi…
…þetta er bara snilld og ekki að ástæðulausu að maður sér þetta út um allt…
…bækur+Ribba= sönn ást…
…lítill kall á bókaveiðum…
…Þá held ég að þessi póstur sé loks að leiðarlokum kominn.
Ef þetta væri þakkarræða fyrir óskarsverðlaunin í að gera skrifstofur, þá yrði ég að þakka Ikea, mömmu, pabba og Guði!  Ég veit stundum ekki hvar ég væri ef ég hefði ekki gula og bláa húsið til þess að rápa í gegnum og redda mér og gefa mér innblástur – og auðvitað kjötbollur…..og svo passa þeir börnin fyrir mann á meðan maður rápar…. en maður leyfir þeim að koma með í kjötbollurnar….. það er meira að segja ókeypis fyrir krílin 😉
…en svona er “smásagan” af skrifstofunni, sem er ekki alveg reddí ennþá, á eftir að finna rétta stólinn og hugsanlega mottu á gólf – en þessi tvö eru kát með þetta allt saman…
…og ef það einhver, bara einhver, þarna úti sem er enn að lesa – þá megið þið gefa ykkur high five frá mér 🙂  Well done að nenna þessu!

21 comments for “Skrifstofa – hvað er hvaðan II?

  1. Anonymous
    13.09.2012 at 13:17

    Glæsilegt!
    Kveðja
    Kristín Sig.

  2. Anonymous
    13.09.2012 at 13:29

    Æðislegt! 🙂

    Ég gleymdi reyndar að spyrja þig að einu í gær bókaveggurinn, hvað varstu með ca lang á milli hillna 🙂 ég á margar svona hillur og nú komstu með svarið við því hvað ég á að gera við þær 🙂 sonur minn á skriljon bækur en sumar þurfa að vera nálægt rúminu hans 🙂 🙂 þetta er hugsanlega langbesta lausnin sem hefur dúkkað upp hjá mér 😀
    og já þúsund þakkir að deila þessu með okkur 🙂

    kv Anna Sigga

  3. Anonymous
    13.09.2012 at 13:41

    EEEEEEEEElllllska þetta herbergi!

  4. Anonymous
    13.09.2012 at 13:44

    Þetta svooo flott, litavalið, að nota þessar Ikea hillur og allt þetta smálega, gjörsamlega frábært. Hugmyndaauðgin hjá þér stelpuskott!
    Er búin að sýna karlinum mínum (sem er framkvæmdasmiðurinn á heimilinu) að ÉG VIL FÁ SVONA SKRIFSTOFU TAKK!

  5. Anonymous
    13.09.2012 at 13:59

    Ótrúlega flott og vel heppnað! Þú ert algjör snilingur.

    Kv.Hjördís

  6. Anonymous
    13.09.2012 at 14:24

    Jeminn eini hvað þetta er frábært, talandi um snillinga þá er þú einn af þeim.
    Kærar þakkir fyrir mig.
    kv Svava

  7. Anonymous
    13.09.2012 at 14:52

    hvar fékkstu litlu föturnar sem eru í hvíta 2ja hæða bakkanum?

  8. Anonymous
    13.09.2012 at 15:15

    Þarna toppaðir þú þig enn einu sinni snillingurinn minn. Geggjuð útkoma!!!

    lúv
    Dojtsje-Svandís

  9. Anonymous
    13.09.2012 at 16:01

    Nú veit ég loksins hvernig ég vil skipuleggja skrappherbergið mitt.

    P.s. Maðurinn minn hugsar þér þegjandi þörfina!!!!!!!!!!

    Knús.

    Svala, Skrapp og gaman

  10. Anonymous
    13.09.2012 at 16:52

    Mig langar að spyjra ut í stólana ?
    Spreyjar þú bara beint á þá ? þarftu ekkert að pússa eða græja neitt áður ? Hvar kaupir þú þetta sprey og hvað dugaði brúsin ca. á marga stóla ?

    Elska að skoða bloggið þitt 🙂

    Björg

  11. Anonymous
    13.09.2012 at 19:32

    Vá vá vá!!!! Ég elska þetta hjá þér 🙂 Finnst svo frábært að hafa barnahorn þarna líka og barnabókasafnið svooo geggjað 🙂 Sá sko litinn þinn alveg um leið, svakalega flottur. Þetta passar allt saman svo fallega saman og þú ert bara of sniðug í því að nýta gamalt og breyta og að sjálfsögðu fara í Ikea sem er svo gaman!
    Þú færð High five til baka frá mér!!
    Kveðja, Anna

  12. Anonymous
    13.09.2012 at 20:57

    óhh lord! er hægt að vera meiri snillingur?? þetta er gjörsamlega gordjöss svona eins og allt sem þú tekur þér fyrir hendur. Hef fylgst með þér í langan tíma og netrúnturinn byrjar hjá þér 😉

    takk fyrir að vera til og vera svona mikill innblástur fyrir okkur hin 😉
    G.

  13. 13.09.2012 at 21:32

    Bara eitt orð…..SNILLINGUR !!!

  14. Anonymous
    13.09.2012 at 22:09

    spyr alveg eins og bjorg, pussaru og grunnaru ekkert stolana adur en thu spreyjar tha? oooog hvar fekkstu thessa flottu fötu sem væri einmitt svo fin undir bangsana og svona 🙂

    bara flott hja ther

    -B

  15. Anonymous
    14.09.2012 at 09:36

    OMG hvað þetta er flott hjá þér!!!
    Gott skipulag og nýting í litlu rými.

    Kv. Óla sveppaeigandi 🙂

  16. Anonymous
    14.09.2012 at 23:29

    Nei, þetta er nú aaaðeins of flott Soffía! 🙂 Og holið mitt er enn óklárað síðan í sumar, búhú…smá öfund í gangi 😛

    Kv. Ólafía

  17. Anonymous
    22.09.2012 at 18:03

    Vááá´….elsk’etta:)

  18. Anonymous
    23.09.2012 at 11:41

    Þetta er snild!
    Fyndin saga – keypti svona tunnu (bara gula) um daginn í IKEA til að hafa undir bangsasafn dótturinnar – og hafði einmitt á orði að mér þætti þetta frekar “dossuleg” hugmynd 🙂
    – Sandra

  19. Andrea
    31.05.2014 at 14:32

    Allt æðislegt flott hjá þér, langar í svona skrifstofu! Á einn svona stól sem er niðri í geymslu að bíða eftir spreymeðferð 😉 Núna verður sko drifið í því að gera hann fallegan 😀
    Elska líka Ribba hillurnar, þær eru svo mikil snilld!

    Kv. Andrea

  20. Steinunn
    09.05.2015 at 09:51

    Þetta er æðislegt! 🙂 ekkert smá flott 🙂

    Ég er með eina spurningu, hvar fékkstu borðplöturnar?

Leave a Reply to Anonymous Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *