Að gefnu tilefni…

…þá langar mig að koma út úr skápnum, ef svo má að orði komast!

2013-04-25-182047 - Copy

Ég heiti Soffia og ég er SkreytumHúsKonan 🙂

Ég er búin að vera að skrifa þetta blogg núna í 4 ár, í 4 ár nánast 5 daga vikunnar.  Oftast nærri með myndum sem ég hef sjálf tekið, örsjaldan með myndum teknum af netinu.  Birtir póstar er 1.191 talsins – það er bara slatti í poka.

Ég hef aldrei, aldrei, fengið greitt fyrir einn einasta póst.

Ég er með auglýsendur inni á síðunni, sem þið sjáið til hliðanna, ekkert leyndarmál þar.  Mín sambönd við þau fyrirtæki hafa þó sprottið upp frá því að ég hef notað vörur frá þeim, áður en þau fóru að auglýsa hjá mér, og þau hafa séð að það sem ég hef mælt með hefur selst.  Þetta gerir mér verkið léttara því að ég hef auðveldlega getað mælt með þeim því að ég hef verslað við þessa aðila frá því áður en ég varð SkreytumHúsKonan.

Ég hef lesið um konu sem lá við uppköstum þar sem ég væri svo mikið að auglýsa hina og þessa aðila, og tók hún sem dæmi þegar að ég fékk Kartel-lampann, endur fyrir löngu.  Eins og ég sagði þá – þegar ég fékk þennan lampa – þá var þetta gjöf til mín frá fjölskyldumeðlim.  EKKI frá neinu fyrirtæki – enda held ég að þið sem lesið bloggið/og “þekkið” mig í gegnum bloggið, að þá er ég ekki mikið að teygja mig og tosa á eftir svokölluðum “design”-vörum.

Þegar ég hef kynnt línur, t.d. frá Ikea, þá er ég bara að gera það af því að mér fannst eitthvað flott sem ég sá.  Ég hef aldrei fengið greiðslu frá Ikea, eða öðrum, fyrir neinum pósti.  Ítreka, aldrei!  Ég mun aldrei mæla með einhverju sem mér finnst ekki fallegt, eða höfðar ekki til mín.

Ég skal lofa ykkur að ef ég kemst einhvern tímann á það stig að fara að fá greitt fyrir einstaka pósta – þá skal ég bara taka það fram að “þessi póstur er í boði XXX” – og væri það ekki næs 🙂

Það eru aðilar sem að halda að ég sé að moka inn einhverju á þessu bloggi, og fór greinilega fyrir brjóstið á þeim að ég skyldi segja frá inni á Skreytum Hús-hópnum að ég væri að prufa mig áfram með litla pop-up verslun, en svo er því miður ekki.

Ég vona og óska að ég geti gert þetta að atvinnu minni!

Ég elska þetta blogg.

Ég elska félagsskapinn sem hefur myndast í kringum það, ykkur allar og að finna svona skemmtilega og yndislega samkennd kvenna á milli.

Ósk mín er að geta opnað einhverskonar vinnustofu/studíó/míni verslun þar sem ég get fengið til mín hópa og gert skemmtilega hluti saman.

Hana nú, ég sagði það upphátt!

Ég er ótrúlega spennt, og skíthrædd, við litla verkefnið mitt sem fer af stað á morgun.  Ég er ekki mikið fyrir að taka fjárhagslegar áhættur, en hins vegar langaði mig að láta á það reyna að panta eitthvað sem væri “ekta ég”.

Eitthvað sem er ekki til annars staðar.  Eitthvað fyrir mig og ykkur!

Núna er þetta komið á hreint, þið vitið hvar ég stend og hvernig ég tækla “fjárhagslegu” hliðina á þessu bloggi.

2013-07-07-222906 - Copy

Á morgun, þá byrjar vonandi nýr og spennandi kafli og ég hlakka til að sýna ykkur!

❤ knúsar  ❤

Soffia

 

62 comments for “Að gefnu tilefni…

  1. Anna Kristín Gunnlaugsdóttir
    23.10.2014 at 22:33

    Heldur betur fallegur lampi Soffía Dögg , það er smá Laura Ashley fýlingur í honum 🙂 hvar fékkstu hann? Ótrúlega smekklegur !!!

    • Birna Sigurðardóttir
      23.10.2014 at 22:46

      Takk fyrir mig Soffía og allar hugmyndirnar sem þú hefur gefið mér <3

      Kær kveðja Birna

    • Rósa
      24.10.2014 at 11:50

      Þú ert æðisleg með flottar hugmyndir. Ef einhver aum sál þarf að búa til óveður úr því – …… er lítið við því að segja annað en við liggjum eins og við búum um okkur. Haltu áfram, ég elska bloggið þitt. Algerlega ómissandi talandi nú ekki um yfir vetrarmánuðina. Go girl.

  2. Bára
    23.10.2014 at 22:34

    Issssss…ullum á leiðindaskjóðurnar, þitt blogg og þinn hópur þarft ekki að afsaka neitt,,,, Spennandi að henda sér í djúpu laugina og verður gaman að sjá . Gangi þér sem allra best í þínum ævintýrum og takk fyrir alla póstana 🙂 Bára Akureyri

  3. anna Sigga
    23.10.2014 at 22:34

    Aww elsku Soffía þú átt sko eftir að tækla þetta verkefni á morgun… flottur draumur sem þú ert að láta rætast 🙂

    Gangi þér súper vel með krúttbúðina 🙂

    norðan kveðjur Anna Sigga

  4. 23.10.2014 at 22:35

    Mikið yrði ég glöð fyrir þína hönd ef að þú gætir gert styrkta pósta, svona eins og matarbloggarar og snyrtivörubloggarar virðast fá frekar auðveldlega! Áfram þú!

  5. Anna Kristín
    23.10.2014 at 22:36

    hæ elsku Soffía, það er alltaf gaman að kíkja inn á bloggið þitt, dásamlegt að fylgjast líka með á fb og instagram 🙂 haltu áfram þú ert frábær. Hlakka til að sjá hvað þú verður með sniðugt í pop up búðinni 🙂 Og omg 1191 póstar þú ert rosalega dugleg.
    knús á þig elskuleg
    Anna Kristín

  6. Arna
    23.10.2014 at 22:37

    Áfram Soffía !

  7. íris
    23.10.2014 at 22:40

    Nú er þetta ekki í fyrsta skiptið sem þú kemur með litlu búðina og hun hefur alltaf gengið vel hjá þér er það ekki, svo þú þarft ekki að hafa áhyggjur 🙂

    þú ert trendsetter og búin að starta ákveðnu culti, þú hefur haft mikil áhrif á marga og mátt sko aldeilis vera astolt af því

    En hef orðið vör við þessa umræðu gegn bloggurum, henni er ekki beint beint að þér heldur öllum sem eru að blogga og eru að fá gefins hluti til að blogga um þá – þó þú fáir ekki greitt í peningum frá verslunum hefur þú þá ekki fengið gefins hluti og aukinn afslátt?

    Fólk sér ofsjónum yfir því sem mér finnst fáránlegt, það er ekkert að því að verslanir gefi hluti til þess að fjallað sér um þá – ódýr og skilvirk auglýsing

    haltu áfram þínu striki og ég vona að þú getir látið draum þinn rætast, ég væri alla vega til í að koma með hóp til þín 🙂

    ps. sá þessa umræðu á barnalandi og my god hvað þær geta stundum verið miklar tussur, en ég þakka líka fyrir þær því fyrir 4 árum rakst ég á bloggið þitt á barnalandi 🙂

  8. Þórunn Sigurðardóttir
    23.10.2014 at 22:41

    Sælar. Þetta er stórgott hjá þer og kíki ég hingað inn á hverjum degi og mæli með síðunni við viðskiptavini mína sem eru margskonar og ávallt í einhverjum húsnæðispælingum og hvernig má bæta og gera betra 🙂
    Svo haltu áfram ótrauð og hikaðu ekki við að biðja um aðstoð ! ´
    Skal lofa þér því að það mun ekki standa á neinum að rétta fram hjálparhönd

    Hlakka til að fylgjast með verkefninu þínu 🙂

    Gangi þér vel
    Þórunn Sigurðardóttir

  9. Margrét J.
    23.10.2014 at 22:43

    Ég veit þetta á eftir að ganga ofsalega vel og vera rosalega gaman fyrir þig og okkur allar hinar! Þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur. 🙂 Einn daginn muntu geta sameinað áhugamál og atvinnu algjörlega. Go team Skreytum Hús!
    Bestu kveðjur að norðan

  10. Sigurborg
    23.10.2014 at 22:48

    Jeminn, þetta er nú meiri vitleysan. Ég held að allir sem hafa lesið bloggið þitt í einhvern tíma átti sig á því hvað það er persónulegt og að þú ert ekki að auglýsa búðir/vörur nema einungis einmitt vegna þess að þú fílar þær.
    Ekki láta svona neikvæðnisraddir hafa áhrif á þig og haltu áfram að vera þú 🙂

  11. Sæunn
    23.10.2014 at 22:53

    Spennandi svo gangi þér rosalega vel.

    Ekki láta þetta á þig fá. Ég hef ekkert á móti því að bloggarar séu sponsaðir komi það fram og hafi það ekki ,,of áberandi” áhrif á umfjöllun þeirra. Ég hef aldrei séð þig í þeim flokki.

  12. Gurrý
    23.10.2014 at 22:54

    Mín kæra….haltu þínu striki no matter what. Leyfðu þessu smáborgaraliði að smjatta eins og það vill því þú veist betur. Ég hlakka til að kíkja í búðina þína. Takk takk fyrir þann innblástur sem þú veitir mér. Knús og kremjur á þig og rock on <3

  13. 23.10.2014 at 22:55

    Elskulegust vertu ekki að hlusta á neikvæðnisraddir einhversstaðar utan úr bæ….það er nú bara þannig að þeir sem láta svona útúr sér eiga í einhverjum vandræðum með sig sjálfa og einhverskonar afbrýðis eða öfundsýki í gangi.

    Keep it up! elska þetta blogg líka og allt hitt sem þú gerir. Kalla mig lánsama að hafa fengið að kynnast þér og það hefði jú aldrei gerst ef það væri ekki fyrir þetta blogg þitt 🙂

    Vona það svo sannarlega fyrir þína hönd að þetta verði atvinnan þín því þú átt það svo fyllilega skilið.
    Hlakka til að sjá það sem framundan er.
    og blessuð vertu sönglaðu bara með henni Miley “forget the haters cause somebody loves ya” 🙂

  14. Hulda
    23.10.2014 at 23:00

    Gleymi ekki þeirri stund þegar ég uppgötvaði dásamlega bloggið þitt. Googlaði “hliðarborð” og þitt kom upp 🙂 Hef “komið við” nánast daglega síðan. Þú ert algjör snillingur. Áfram Dossa 🙂

  15. Sigríður Ingunn
    23.10.2014 at 23:00

    Bloggið þitt er einfaldlega best. Mér finnst svo flott hvað þú ert ekkert að snobba fyrir einhverju design dóti, tekur frekar hlut sem einhver hefur losað sig við og gerir hann að einhverju fallegu. Þú ert innblástur fyrir svo marga, það fer ekkert á milli mála. Það er kominn kertaarinn eða Paul eða jafnvel hvoru tveggja inn á annað hvert heimili 😉 Við flykkjumst í RL búðina, Góða, Söstrene ofl. og finnum eitthvað æðislegt sem kostar ekki morð og milljón. Ef þú getur á einhvern hátt haft tekjur af þessu þá ertu svo sannarlega vel að þeim komin. Við blásum bara á tuðandi öfundarmenn eða konur.

  16. María
    23.10.2014 at 23:04

    Þú stendur þig vel og ég væri alveg til í að fyrirtæki myndu styrkja þig. Þá heldur þú vonandi áfram og hættir ekki eins og YHL.

  17. Margrét Milla
    23.10.2014 at 23:07

    Eina sem ég vil vita og mér finnst þú verða að gefa okkur svar við ………………………………………………………………..tekurðu visa rað?

  18. corason@isl.is
    23.10.2014 at 23:23

    Jahá. Vel skrifað hjá þér góða mín. Ég hef lesið bloggið þitt, held ég bara, allt frá byrjun og þú ert einfaldlega með besta bloggið. Hlakka til að fylgjast með nýjum verkefnum.
    Takk fyrir mig.
    Kv.
    Sigga Maja

  19. Helga Hreins
    23.10.2014 at 23:24

    Baráttukveðjur úr Hafnarfirðinum

  20. Svala
    23.10.2014 at 23:26

    elskan mín, èg dásama þann dag sem ég rakst á bloggið þitt. Èg veit nákvàmlega hvað þú stendur fyrir, smekkvísi, smartheit, sniðugheit, skemmtilegheit og almenn yndislegheit. Rock on flotta kona og láttu ekki einhverjar öfundsjúkar smæsælir segja þèr neitt annað

  21. Natacha
    23.10.2014 at 23:39

    Jiii minn eini. Eins og fólk hefur ekki eitthvað betra að gera en að slúðra! Ég elska bloggið þitt og kíkja örugglega fimm sinnum á dag á FB síðuna. Gangi þér vel, þú er LANG flottust Soffía og takk kærlega fyrir mig. <3

  22. Árdís
    23.10.2014 at 23:45

    Komdu sæl ég hef held ég aldrei skrifað neitt hér hjá þér en má til núna.
    Mér finst þú frábær og það væri bara allt í fína lagi þó þú fengir peninga fyrir þetta mér finst frábært að fá að fylgjast með hérna hjá þér , veit vart annað skemmtilegra 🙂
    Gangi þér vel í því sem þú tekur þér fyrir hendur og ætla nú bara rétt að vona að þú haldir áfram svo að ég geti haldið áfram að hafa gaman 😉 Þetta er frábært hjá þér var ég kanski búin að segja það nú jæja góð vísa er aldrei of oft kveðin 🙂

  23. Anna Braga
    23.10.2014 at 23:52

    “Lá við uppköstum” !!! Ojj henni !

    Mér finnst þú vera að gera frábæra hluti!
    Elska þetta blogg!!
    Elska að sjá alla fallegu hlutina og fallegu hugmyndirnar þínar!

    Ég vona að þú látir ekki “ljótt” fólk hafa áhrif á þig
    Hrldur bara okkur “fallega” fólkið

  24. Anna
    24.10.2014 at 00:09

    Elsku Soffía mín
    Þú hefur glatt mig mikið með blogginu þínu og hópurinn á feisbúkk er bara snilld.
    Það hjálpar manni mikið einmitt að þú skulir taka fram hvar hitt og þetta fæst. Í Guðanna bænum ekki láta þetta hafa áhrif á þig mín kæra því við erum svo margar/mörg sem elskum þig í botn og þú hjálpar manni til að sjá fegurðina út um allt og í nánast öllu.
    Knús á þig mín kæra

  25. Birgitta
    24.10.2014 at 00:09

    Takk, takk fyrir alla yndælu póstana þína…..og alla vinnuna sem þú leggur í síðuna þína, til að gleðja okkur sem komum í heimsókn. Hlakka mikið til að kíkja til þín á morgun og í framtíðinni…;

  26. Harpa Hannibals
    24.10.2014 at 00:31

    Takk fyrir flotta bloggið þitt og skreytum hús síðuna á facebook. Ég get alveg gleymt mér þegar ég dett inná þessar síður og hlakka mikið til að sjá nýjasta verkefnið þitt. Innilegar hamingjuóskir með það. Svo finnst mér frábært þegar þú ert að benda á ódýrari lausnir…. það eru nefnilega ekki allir sem eru með vasana fulla af seðlum. Gangi þér sem allra best og ekki láta aðra draga úr verkum þínum…. Knús í hús á þig fyrir að vera þú 🙂

  27. Vilborg
    24.10.2014 at 00:44

    Ég verð nú bara að segja að ég sæi engum ofsjónum yfir því þótt þú fengir fúlgur fjár fyrir skrifin þín á blogginu. Verst að svo er ekki!! Það er alltaf jafn gaman að kíkja í heimsókn, gangi þér vel með verkefnin þín 🙂

  28. Ása Guðmundsdóttir
    24.10.2014 at 00:54

    Takk takk fyrir skemmtilegt blogg, ég elska að skoða fb síðuna þína og sjá alla fallegu myndirnar þínar. Ég held að þú gleðjir ansin margar konur dag hvern og vona ég að þú haldir áfram með þessa yndislegu síðu þína. Takk kærlega fyrir allt og allt 🙂

  29. Guðbjörg Valdís
    24.10.2014 at 07:11

    Elsku besta Soffía, mikið er það ömurlegt að svona fólk, fólk sem alltaf hefur eitthvað neikvætt að segja og vilja alltaf misskilja allt, skuli ekki getað bara haft sitt álit útaf fyrir sig. Nei það er því miður alltof mikið af þessu fólki og það er eins og þeim líði betur að niðurlægja, benda og setja út á aðra, bara af því bara. ARG!!!

    Við verðum bara að muna eitt og þetta sagði ein góð kona mér og ég minni mig REGLULEGA Á: að það er gott að kynnast erfiðu fólki, því þá getum við sagt, já svona vil ég ekki vera!!!! og þetta er svo rétt.

    Þú ert að gera frábæra hluti, sérð það bara á öllum fylgendum þínum á bæði blogginu og í hópnum á fb. Þú ert alveg dásamlega yndisleg manneskja, haltu þínu striki áfram og ég get ekki beðið eftir nýja verkefninu þínu!!!

    Gangi þér vel í öllu því sem að þú tekur þér fyrir hendur 🙂
    Knúskveðjur, Guðbjörg

  30. Kristín Guðmundsdóttir
    24.10.2014 at 07:33

    Mér finnst þetta flott hjá þér, les bloggið þitt oft og hef fengið margar fallegar hugmyndir þar og líka á Facebook síðunni. Flott hjá þér að láta drauma þína rætast, ef maður vinnur ekki í því sjálfur hver á þá að gera það? Gangi þér vel með áframhaldið og ég hlakka til að fylgjast með.

  31. Heiðrún B.
    24.10.2014 at 08:11

    Mér þætti það fáránlegt ef að þu fengir ekki borgað frá þessum fyrirtækjum fyrir að kaupa eitthvað frá þeim og skrifa um það. Það er fáránlegt að þú þurfir að afsaka nokkurn skapað hlut. Ef að þú værir að skrifa þetta blogg á ensku þá væriru að fá fullt af pening fyrir þetta blogg bara með því að vera með t.d. google auglýsingar á síðunni. Blogg eru fyrirtæki. Ég vona að fyrirtækin fari að borga þér fyrir allar þessar fríu auglýsingar sem þú hefur gefið þeim.

  32. Kolbrún
    24.10.2014 at 08:24

    Sæl Soffía ég get nú bara sagt að þessar búðir sem þú hefur bent á ættu að sponsera síðuna þína þvi ég hef sjálf lent í því að fara í þessar búðir eftir að hafa séð eithvað á þínu bloggi og það er hreinlega uppselt því það hafa komið svo margir sem lesa bloggið þitt og keypt hlutina, einu sinni var ég í Bauhaus og þar heyrði ég á tal hjá 2 settum af fólki sem var að leita að vörunum af síðunni þinni. En haltu bara þínu striki þú ert komfektmolinn með morgunkaffinu það er ekki blaðið það er bloggið.
    Kv Kolbrún

  33. Guðrún
    24.10.2014 at 08:29

    Hvurs lags bull er í svona kellum. Ekki hlusta ég á þær og hef aldrei dottið svona vitleysa í hug, vegna þess að það er auðséð á blogginu þínu, að þú ert ekki að þiggja neitt. Mér finnst einmitt svo frábært hvað þú ert hagsýn og reyni endalaust að herma eftir þér. Barast mitt “idol”. Þú ert frábær Soffia – carry on og knús.

  34. Jenný
    24.10.2014 at 08:47

    Það eru ekki margir mánuðir síðan ég fann þig en þú hefur svo sannarlega auðgað líf mitt síðan. Haltu áfram að gera það sem ÞIG langar þess vegna er bloggið þitt svona vinsælt. Þú ert bæði einlæg og ótrúlega skemmtilegur penni með húmor fyrir sjálri þér. Gangi þér rosalega vel með litla verkefnið þitt. Hlakka til kvöldsins.

  35. Ína Björk
    24.10.2014 at 08:52

    Mér finnst þetta bara mjög skemmtilegt blogg og þú skemmtilegur penni. Fullt af gagnlegu og áhugaverðu. Les alla pósta og hef gert frá upphafi, þó ekki verið dugleg að kommenta :/. Ég hef alltaf haft á tilfinningunni að þú sért heiðarleg kona, og mér finnst ekkert óeðlilegt þótt þú myndir fjármagna þessa vinnu á einhvern hátt… áfram þú Soffía 🙂

  36. Magga Einars
    24.10.2014 at 08:53

    Go Dossa skreytingasystir mín 😉
    Bloggið þitt er yndislegt, mjög persónulegt og þegar maður kíkir í bloggheimsókn tekur maður eftir því hvað þér finnst fallegt hvort það sé nýtt eða notað, design vara eða vara sem er einfaldlega falleg. Það er einmitt þetta sem gerir bloggið svo skemmtilegt.
    Bíð spennt eftir litla verkefninu þínu sem fer af stað í kvöld 🙂

  37. Hjördís
    24.10.2014 at 08:55

    Það er alveg ótrúlega merkilegt hvað það fer í taugarnar á fólki sá möguleiki að einhver geti grætt á einhverju! Og hvað með það þó þú setjir upp verslun og mögulega getir gert áhugamálið að atvinnu þinni? Get svarið það sko… þetta er öfundsýki, ekkert annað. Ég vona að þér gangi sem allra best og hlakka til að sjá hvað verður í boði í pop-up búðinni =o)

  38. Ólöf Edda
    24.10.2014 at 08:59

    Haltu áfram að gera svona frábæra hluti og að leyfa okkur að njóta þinna frábæru hugmynda flotta kona …..húrra húrra !!

  39. Hrafndís
    24.10.2014 at 09:07

    Soffía þú er æði !
    Ég bendi öllum á bloggið þitt og fb síðuna þína (okkar allra) og þó þú fengir greitt fyrir auglýsingar eða hvað það á að vera myndi það ekki hafa áhrif á mig að ég muni hætta að fylgjast með þér <3

    Ást og Friður !

  40. Margrét Helga
    24.10.2014 at 09:14

    Vá…ég er orðlaus. Hefur fólk virkilega ekki neitt betra að gera en að gagnrýna fólk sem er að gera frábæra hluti og gengur vel! Veistu…ég vona svo innilega að þú getir haft þetta að atvinnu þinni og fyrirtæki sjái sóma sinn í því að styrkja þig og bloggið vegna þess að þetta er heilmikil vinna og frábær auglýsing fyrir viðkomandi fyrirtæki! Þú verð ómældum tíma í þetta og átt sko alveg skilið að fá borgað fyrir þetta. Og ég myndi sko koma á námskeið eða hvað sem þú planar seinna meir fyrir hópa, til þín og þú myndir þurfa úrskurð sýslumanns til að láta bera mig út!

    Sá einmitt umræðuna í gær á Facebook en kommentaði ekki þar sem það var búið að segja það sem ég hefði sagt, en Jesús Pétur, að þetta skuli verða hitamál á Barnalandi finnst mér fyrir neðan allt. Í mínum huga (tek það fram að ég hef reyndar ekki lesið umræðuna) sannar það bara að þetta er eintóm öfund og ekkert annað!
    Bottomlænið (svo ég noti nú góða íslensku) er að þú ert að gera frábæra hluti, þú ert yndisleg manneskja og sköpunargáfan og hugmyndaflugið hjá þér er girnilega súkkulaðikaramellusósan á ísinn/kökuna með jarðarberjum á sem toppar allt! (Afsakið á eftir að borða morgunmat og er svöng…ætla samt ekki að fá mér köku eða ís…).
    Mundu þetta bara…þú ert frábær, yndisleg manneskja sem ert að gefa svoooooooo mikið af þér og gleður svo ótrúlega marga hérna á okkar litla landi. Það, að einhverjir verði að rífa það niður með ómaklegum kommentum er því miður eitthvað sem fylgir svona mikilli athygli en þá er bara að leiða það hjá sér. Veit að það er erfitt því maður tekur neikvæðu raddirnar svo miklu meira inn á sig en þær jákvæðu (geri það sjálf).
    Mig langar til að segja svooo mikið í viðbót, kann bara ekki að koma orðum að því. Mest af öllu langar mig bara til að gefa þér eitt stórt knús…sendi það bara rafrænt þangað til við hittumst aftur!

    Svona í lokin þá langar mig líka til að fá svar við spurningu Margrétar Millu…þetta með visa rað :p

  41. Guðrún
    24.10.2014 at 09:19

    Þú ert flottust eins og þú ert og hefur verið og verður vonandi áfram endalaust. Þúsund þakkir fyrir að gefa okkur hlutdeild í öllu því glæsilega sem þú gerir, það kemst enginn með tærnar þar sem þú hefur hælana. Og gangi þér svo sem allra, allra best 🙂

  42. Kristin Gunnarsdottir
    24.10.2014 at 09:24

    Ég seigi bara takk fyrir að vera þú og hafa opnað þessa frábæru síðu og leifa okkur að dást af og slefa yfir öllum fallegu hlutunum þínum 🙂

  43. Gerður
    24.10.2014 at 09:32

    Yndisleg blogg síða 🙂 kíki hér inn á hverjum einasta degi –
    …you go girl 😉

  44. Þorbjörg
    24.10.2014 at 10:04

    yndislega þú Soffía sem veitir okkur hinum ómældar ánægjustundir að horfa á myndirnar af hlutunum þínum:)

    Ég segi bara hún Gróa á leiti þarf alltaf að smjatta leyfum henni það því hún þagnar ekki þó svo að við byðjum hana um það 🙂 Hún er rætin og ljót en þú ert eins og hvítur stormsveipur í lífið okkar sem langar að föndra 🙂

    Kærar þakkir fyrir þig að gera lífið skemmtilegra

    Kveðja þorbjörg 😀

  45. Greta
    24.10.2014 at 10:15

    Hlakka mikið til að sjá næsta skref hjá þér!
    Það getur öruggelga verið erfitt að hlusta ekki á fúla fólkið sem hefur hátt, en reyndu að hlusta sem mest á okkur hin sem elskum hugmyndirnar þínar og síðuna þína.
    Haltu áfram þínu striki þú ert að gera frábæra hluti (sem við hin njótum góðs af).

  46. Helena
    24.10.2014 at 10:17

    Elsku Soffía mín. Ekki leyfa einhverjum smásálum að hafa áhrif á þig. Sumir þrífast á öfund og almennum ömurlegheitum, verst fyrir þá!
    Þú ert algjörlega frábær í því sem þú ert að gera, krossa putta og vona innilega að þú finnir leið til að gera þetta að atvinnu þinni.
    Áfram þú!!
    knúskveðjur úr Mosó,
    Helena

  47. Gunnhildur
    24.10.2014 at 10:23

    ég hef svo oft kíkt inn til þín að mér finnst ég þekkja þig. Takk fyrir allan innblásturinn og það kom skýrt fram þegar Sindri kom í heimsókn að lampann góða fékkstu í gjöf 😉
    Takk fyrir að gera lífið skemmtilegra 😀 og haltu áfram að gefa okkur hugmyndir

  48. Hulda
    24.10.2014 at 11:00

    Hæ my dear! Ég hafði ekki einu sinni fattað að reyna að velta mér upp úr því hvort þú fengir sponsur út á bloggið 🙂 og er ég samt mega-PMS dæmi og Mrs. Grumpy stundum !! Djö…. væri það ekki æði ef þú fengir sponsera og þannig afsláttaklúbb fyrir okkur stalkerana þína 😀 Vonandi færðu sponsera vinstri hægri og mér finnst alltaf jafngott að kíkja til þín 😉

  49. Guðrún H.
    24.10.2014 at 12:07

    Haltu endilega áfram að gera hlutina eftir þínu höfði og ekki hlusta á eitthvað niðurrif, það verður alltaf einhver sem setur út á þig, þannig eru bara sumir. Síðan þín er flott og ég skoða hana á hverjum degi, það er líka frábært að vera í grúppunni á FB og sjá allar hugmyndirnar og ráðin sem koma fram þar.

    Mér finnst alltaf svo sérstakt þegar verið er að setja út á kostun á vinnu fólks hvernig svo sem hún fer fram. Ég fær borgað fyrir að vera í minni vinnu og mæla með okkar vöru, ég get ekki séð af hverju þeir sem leggja fram ómælda vinnu og tíma í blogg ættu ekkert að hafa út úr því og ég treysti því að þeir segi sínar skoðanir á vörunni og svo verð ég auðvitað að meta út frá sjálfri mér hvað mér finnst um vöruna.
    Vona að þetta skiljist hjá mér 🙂

  50. Betsý
    24.10.2014 at 13:22

    Ég skoða þessa síðu þína oft í viku og finnst hún alveg frábær, finnst ég þekkja þig í gegnum þetta því þú skrifar svo skemmtilega, svona eins og maður sé að lesa bréf frá vinkonu ;o) Áfram þú, og þínar auglýsingar, þú átt hrós skilið fyrir þessa síðu, alveg sama hvort þú mælir með fyrirtæki eða ekki, þetta hefur allavega hjálpað mér mikið ;o)

  51. eva
    24.10.2014 at 15:07

    sæl, það vildi ég óska að þú mokaðir inn aurunum af þessari síðu, þvílíkt og annað eins af gleði og hamingu sem hún veitir okkur “glápurunum” 🙂 bestu óskir með litla projectið þitt og óskir um áframhaldandi frábært blogg (þótt það væri spons hægri vinsti, þá væri mér sama ef það væri gott fyrir þig). kv Eva

  52. ellan
    24.10.2014 at 15:15

    Iss.
    Þú ÆTTIR að fá greitt fyrir þessa vinnu. Ættir og att!
    Endalaust af vinnu, tima, peningum og Dossu liggur i þessu bloggi og einlægnin og ahuginn skyn i gegn. Svei a ykkur sem eigið það skilið.
    Ert alltaf bestust.

  53. Hrafnhildur
    24.10.2014 at 16:23

    haltu áfram á sömu braut það er æðislega gaman að fylgjast með öllum þessum hugmyndum sem þú færð góða helgi

  54. Svava J
    24.10.2014 at 16:34

    Takk fyrir allar flottar hugmyndir hérna á blogginu og á Facebook 🙂 Keep up the good work 😉

  55. Sigríður Þórhallsdóttir
    24.10.2014 at 16:49

    Segi bara að þú hefur svo sannarlega AUÐGAÐ líf mitt með þínu bloggi (er ekki að öskra bara að leggja áherslu á auðgað hehe) bloggið er svo sannarlega að gera sig. Ef þú fengir borgað fyrir vinnuna sem liggur að baki bloggsins þá væri það mjög sanngjarnt og mér finnst að þú ættir að fá borgað fyrir þessi skrif og það hreinlega MIKIÐ . Ef einhver er að rugla og bulla um það að þú sért að græða eitthvað efnislega þá sýnir það einfaldlega að það fólk er afbrýðsamt og líður eitthvað illa yfir þinni velgengni í bloggskrifunum, hugmyndaauðgi og almennum frábærleika.
    Það verða alltaf einhverjir sem eru tilbúnir að rakka annað fólk niður og í langflestum tilfellum er það mjög óverðskuldað. Segi bara haltu áfram eins og ég ætla að gera vegna þess að þótt ég sé ósköp venjuleg manneskja eða það held ég allavega hehe þ.e.a.s hvorki betri né verri en annar þá hef ég orðið fyrir svipuðu í gegnum mína vinnu/vinnur svo ég veit svo sannarlega hvað þú ert að tala um, en segi bara enn og aftur hausinn fram og áfram gakk og skít með hina afbrýðsömu.

    Að lokum takk kærlega fyrir yndislega frábært blogg með meiru.
    Bestu kveðjur S.Þ 🙂

  56. Steinunn Friðriksd
    24.10.2014 at 17:20

    Mér finnst ekkert að því að þú hagnist á þeirri gifurlegu vinnu sem bara hlýtur að liggja að baki svona síðu þar sem þú póstar mörgum sinnum í viku. Ef fólki líkar ekki póstarnir er enginn sem neyðir neinn til að lesa þá. Haltu bara áfram á sömu braut þetta er virkilega gott blogg sérstaklega vegna þess hversu lítið merkjasnobb er i því.
    Ég þakka fyrir mig og þá ánægju sem ég hef fengið á þessari síðu og ég ætla að halda áfram að fylgjast með því sem þú ert að gera

  57. Sigríður Þórhallsdóttir
    24.10.2014 at 17:32

    Smá viðbót!
    Gangi þér svakalega vel með pop-up búðina þína. 🙂

  58. Hrefna Jóhannsdóttir
    24.10.2014 at 18:03

    Hef fylgst með þér frá byrjun. Þú ert bara flottust og ekki taka mark á hvað aðrir segja, þetta er bara öfund….

  59. Alma
    25.10.2014 at 10:49

    Æ hvað fólk þarf alltaf að vera að öfundast. Þú átt alls ekki að hlusta á þetta – það eru alltaf gagnrýnisraddir í samfélaginu út í alla alveg sama hvað þeir gera. Þetta er bara flott hjá þér, og þó þú værir að fá greitt fyrir einhverja pósta þá bara kemur það engum við. Og það kemur engum við hvernig fjármálin/innkoman er á bakvið þessa síðu og ég vona svo innilega að þú getir gert þér atvinnu úr þessu – því þetta er virkilega flott sem þú ert að gera og átt alveg að geta gert þetta að þínu lifibrauði:) Það er líka hellings vinna á bakvið svona blogg og þú átt ekkert að vera að standa í því fyrir ekki neitt. Mér líst vel á hugmyndina þína um svona hópa í einhverskonar námskeið 🙂 Svo EKKI láta neitt svona draga úr þér. Ég hef fylgst með blogginu þínu frá því þú byrjaðir og kíki alltaf reglulega inn. Málið er einfalt – ef það fer fyrir brjóstið á einhverjum – þá bara eiga þeir ekkert að vera að lesa 🙂
    Knús og kveðja, Alma.

  60. Guðrún Garðarsdóttir
    25.10.2014 at 11:37

    Sæl vertu systir mín góð…
    Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem ég skrifa innlegg hjá þér:)
    Eftir að hafa lesið það sem þú skrifaðir verð ég að leggja orð í belg. Fyrst til þín; þú ert heiðarleg og blátt áfram, snillingur í því sem þú ert að gera fyrir utan að vera með hjartað og sálina með í för-og það skilar sér alltaf. Fólk er fljótt að spotta slíka hluti.
    Til ykkar, sem hafa fylgst með blogginu hennar systur minnar og líkað vel; þið hafið greinilega komið auga á það sem ég var að segja hérna að ofan.
    Til hinna, sem fá krampa og ímynda sér að Soffía sé að “plögga”fyrir borgun-endilega bara gubba yfir tölvuna sína og hárreyta sig. Þið hafið enga hugmynd um hana systur mína; þið þekkið hana ekki og hana nú!
    Öfundin er vondur félagi og þeir sem velja sér hana að vini eru frekar sorglegir persónuleikar.
    Smá athugasemd í lokin til konu þeirrar, sem fékk uppköst vegna Kartel lampans-
    þér er velkomið að koma og gubba á mig-ég er “design”idjótið sem gerðist svo ósvífin að gefa systur minni svona hroðalega snobbaða gjöf:Þ
    Elsku klára góða litla systir mín-ég veit að það sem þú ert að gera er þitt hjartans mál og þú ert með allt þitt á hreinu.
    Lifi pop-up búðin-húrrax3!!!!
    Guðrún systir.

Leave a Reply to anna Sigga Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *