Ryssby…

…ég held að ég sé búin að fatta þetta.  Sá sænski, hann er svo góður kærasti af því að hann nær svo oft að koma mér á óvart.

Ég átti erindi þangað um helgina og rak augun í nýja línu hjá þeim og tók alveg andann á lofti – fór skyndilega í miklar pælingar í hvar í ósköpunum ég gæti reynt að pota þessu inn í húsið hjá mér, gafst upp á því, og ákvað að njóta þess bara að skoða herlegheitin.

Best að deila þessu með ykkur líka…

17doorsfolklore2

Þetta er lína sem byggir sterkt á gömlum grunni, útsaumur og falleg mynstur…

540f96c1e73db9b756a2339c392f0193

…ég held að því miður hafi ekki allir hlutirnir komið hingað heim, en það er þó stór hluti af þessu sem ég sá í búðinni…

2014-08-05-0953_53e08d8ee087c357cef6aed5

…þetta náttborð/hliðarborð fannst mér alveg dásamlega fallegt…

BtUPACPCIAEO6tS

…og auðvitað púðarnir, hvenær fæ ég ekki púða á heilann?

ikealimitededitionfolklorecol-03

…þetta rúmteppi finnst mér líka æðilegt!

Þetta er ekki litirnir mínir, en er alveg að heilla mig upp úr hælaskónum…

ryssby55

…sem og þetta – kökudiskur og kanna, lof og lofit…

Skärmavbild-2014-08-05-kl.-12.09.31

img_7016

…þetta snagahengi biður um að komast upp á vegg og láta hengja eitthvað fallegt á sig…

PH121680

…svo var það þetta skilrúm, það sem mér finnst það dásamlegt.

Væri líka hægt að nota það bara sem höfðagafl…

PH121721

…og svo er það auðvitað krukkusettið fallega, sem ég veit að nú þegar hafa margar keypt sér 🙂

Hér sjáið þið úrvalið í línunni hérna heima (smella)…

Hér er síðan bæklingur með myndum af línunni (smella)…

Skärmavbild-2014-08-05-kl.-12.09.51

Þú gætir einnig haft áhuga á:

Post navigation

2 comments for “Ryssby…

 1. Margrét Helga
  21.10.2014 at 08:26

  Er enn svekkt út í mig að hafa ekki séð glerkrukkurnar þarna um daginn! En já…margt mjöööög fallegt í þessari línu. Væri alveg til í að eiga eins og einn, tvo, sautján hluti 😉

 2. Anna Sigga
  21.10.2014 at 19:18

  já nei þetta er alveg agalega flott allt saman 🙂
  Mig langar mest í teppið, bara af því að mér er svoooo kalt ! og og og hahaha margt annað 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published.