Mikið að gera…

…hjá frúnni.  Datt í hug að framkvæma það sem að ég er búin að vera að pæla leeeengi, leeeeengi og greip mér í hönd málingarrúlluna og af stað…
…því er minna um bloggerí í dag en ella!
 
En svo þið fáið smá smakk af einhverju góðu, svona af því að þið voruð svona sæt að kíkka við, þá rakst ég á þessa snilld á Interior and inspiration-blogginu.  Ég hef áður sýnt ykkur baðið hennar (sjá hér) en þetta fannst mér æði líka.
Hún var með borðstofuborð, svona típískt Míru-borð…
…og eftir yfirhalingu:
Dásamlegt, ekki satt?
All photos from www.tyrifryd.com
Viljið þið reyna að giska á hvar ég er að mála hérna innanhús? 😉

Þú gætir einnig haft áhuga á:

9 comments for “Mikið að gera…

 1. Anonymous
  19.09.2012 at 08:16

  Ji hvað ég er fegin að sjá þetta!!
  Ég er með svona Míru borð við sófann minn, 60×60, og er að láta kirsuberjalitinn fara í taugarnar á mér. Búin að pæla lengi í að mála það einmitt svona en ekki þorað því.
  Held að ég smelli mér bara í verkið.
  þ.e. þegar ég verð búin að taka hitt náttborðið í gegn, kommóðuna mína, sjónvarpsskápinn og breyta kommóðunni í forstofunni….

  Aaaalt of mörg verkefni – of fái klukkutímar!!

  Lára Antonía

 2. Anonymous
  19.09.2012 at 08:21

  nýja herbergið hans Garðars ?

 3. Anonymous
  19.09.2012 at 08:49

  Aha! Nákvæmlega það sem ég er að fara að demba mér í á næstunni… eða þegar þessi leiðinda flensa ákveður að yfirgefa heimilið mitt :/ Búin að ganga með þetta í huganum í nokkrar vikur 😉

  En ein spurning samt sem ég er búin að vera að pæla í og þú gætir kanski svarað mér. Ég er með svona dökkt Míru borð (eins og myndinni bara dekkra) ætli ég eigi ekki alveg að geta pússað það alveg upp og lakkað svo yfir borðflötinn ljósara lakki? …spyr eins og bjáni 😛

  Kv. Guðbjörg

 4. 19.09.2012 at 08:51

  æðisleg breyting á borðinu.

  hlakka til að sjá hvað þú ert að mála 🙂

 5. Anonymous
  19.09.2012 at 09:00

  flott breyting á borðinu 🙂
  En já ég giska á að nýja málningin hafi eitthvað með herbergi litla mannsins að gera (sbr FB status 😉

  en svo spyr ég bara hvar færðu orku í þetta allt saman ? 🙂 einhver leynitrix þar 😉

  kveðja,
  Halla

 6. Anonymous
  19.09.2012 at 09:33

  Er það eldhúsborðið þitt kona góð?

  Kv. Óla

 7. 19.09.2012 at 11:05

  humm það er spurning, hvað ertu að mála. herbergin eru klár var það ekki, hlýtur að vera einhver mubla ???

  annars er ég í sömu hlutunum þessa dagana…. mála og mála og mála…. svo er það skemmtilega að raða upp og punta 🙂

 8. 22.09.2012 at 10:55

  oh þetta er eitt af uppáhaldsbloggunum mínum (þau eru dáldið mörg 😉 en hefurðu séð barnaherbergin hjá henni?? ómæ þau eru æði. ég er að skoða þetta svo seint að ég veit hvða þú ert að mála 😉

  kv stína

 9. Anna Kristín Guðmundsdóttir
  12.12.2014 at 09:50

  Jii en fallegt, hvaða málning var notuð til að mála borðplötuna ofan á?

Leave a Reply

Your email address will not be published.