Máli, máli, mál…

…loksins, loksins, loksins 🙂
Ég er sem sé búin að ganga með það lengi í maganum að mér langi til að mála hérna í alrýminu (eldhús, stofa, borðstofa).  Síðan þegar að krílin voru sofnuð á þriðjudagskvöldið (og kannski bara kallinn líka) þá ákvað ég bara að stökkva af stað og ljúka af þeim veggjum sem ég var alveg ákveðin í.
Fyrir var þetta sem sé svona:
…en eftir smá málningu… 

…og við skápinn…

…ég verð að segja að ég er alveg að elska þetta í ræmur – 
þarf að vísu að taka myndir í dagsbirtu því að liturinn virkar svo breytilegur eftir ljósum og skugga…

…en mér finnst þetta vera eitthvað kósý og notó, finnst bara eins og eldhúsið taki utan um mig þegar að ég geng inn í það…

…ég held að ég sé eins og björn sem er að undirbúa veturinn og gera hýðið mitt reiðubúið, ég er að “kósý-a” meira heima hjá mér…

..sko, er þetta ekki bara huggó? 

…breytir eldhúsinu aðeins og skápurinn nýtur sín mikið betur…

…og svo bara kósýheit per exelanz… 

…kertaljósin inni en svarta myrkur úti…

…hvað segið þið?
Spilun eða bilun?
Like eða bara lala? 


…annars bara góða helgi elsku krúttin mín!
Njótið þess að vera í fríi og dúllast 🙂

18 comments for “Máli, máli, mál…

  1. Anonymous
    21.09.2012 at 10:51

    STÓRT LIKE 🙂 Þetta kemur mjög vel út, svo kósý og hlýtt 🙂

  2. Anonymous
    21.09.2012 at 10:58

    Mjög flott hjá þér og fallegur litur. Kemur rosalega vel út. Hvað heitir liturinn ?

  3. 21.09.2012 at 12:20

    LIKE 🙂

  4. Anonymous
    21.09.2012 at 12:39

    Þetta er mjög fínt hjá þér og hlýlegt. Það er líka gaman að þú bara dembir þér af stað og ferð að mála.

    Kveðja María

  5. Anonymous
    21.09.2012 at 12:50

    hæ,hæ Þorgerður heitir ég og bý á Sauðárkrók. Finnst síðan hjá þér frábær og fallegt heimili hjá þér má maður vera forvitin! langar svo að vita hvaða liturinn heitir??

    Kveðja Þórgerður

  6. Anonymous
    21.09.2012 at 13:10

    Æðislegt,geggjað!! Svo kósý og hlýtt. Hlakka til þegar mér/okkur ;)hefur tekist ætlunarverk vetrarins á mínu hvíta og kalda heimili:)kv,Elva

  7. 21.09.2012 at 13:15

    ég skil ekki hvar kommentið mitt endaði sem ég skrifaði í morgun en það er svosum í lagi því ég sé litinn betur hér í minni tölvu 🙂

    þetta er mjög hlýlegt og fallegt, mjög flott breyting hjá þér.

  8. Anonymous
    21.09.2012 at 21:08

    Stórt like á litinn!! Gef Valda líka 10 stig, hann veit fyrir hvað hann á það skilið:)

    Þessi litur var kallaður raffabrúnn í mínum vinahóp (reyndar fyrir nokkrum árum síðan;)) Langar samt að giska á marrakesh?!! Am I right???

    Luv, Beta

  9. 21.09.2012 at 22:11

    Takk fyrir allar saman 🙂

    SkreytumHús-liturinn og fæst í Slippfélaginu, litur í eldhúsi, forstofu og svefnherbergi

    Held að þetta sé raunsannasta myndin af litinum:

    http://2.bp.blogspot.com/-qUV_cbHZfHo/TxXnyvqykkI/AAAAAAAAFwE/jLnNjr1uzi8/s1600/2011-12-12-203901.JPG

  10. 21.09.2012 at 22:28

    vá, þetta breytir alveg svakalega miklu, sérstaklega eldhúsinu. love it!

  11. 22.09.2012 at 10:59

    þú ofurduglega kona! Þetta er æðislegt, svo kósý og notalegt, nú má bara fara að snjóa.
    nei ok ekki alveg strax 😉

    kv stína

  12. Anonymous
    22.09.2012 at 15:24

    Big like á þetta Soffía mín, rosa kósý! Er líka stórhrifin af hugmyndinni að mála bara meðan kallinn sefur, kannski að ég nýti mér það þegar ég ákveð að ráðast í að mála rest múhahaha:)

  13. Anonymous
    22.09.2012 at 15:25

    Úps.. gleymdi að kvitta 🙂

    Kv.Helena

  14. Anonymous
    22.09.2012 at 18:18

    Hæ, virkilega flott og gaman að fylgjast með þér 🙂
    En er þetta sami litur og var fyrir á eldhúsveggnum eða er þetta nýr litur?
    Og takk fyrir skemmtilegt blogg 🙂

    kv G

  15. Anonymous
    22.09.2012 at 19:05

    Smá vangaveltur…… ég fór í húsasmiðjuna hér í minni heimabyggð með litanúmerið og þar segja þeir að hann heiti Varm Lin. Ég keypti prufudós og finnst hann ekki vera eins og þinn. Er langt síðan þú keyptir þessa málningu?? kannski nýtt nafn á henni eða eitthvað….. er meira út í ljósgrátt þessi sem ég fékk 🙁

  16. Anonymous
    23.09.2012 at 09:42

    Þetta er æði,best er samt hugmyndinn að mála meðan maðurinn sefur fer að nýta mér hana. Held að ég setji þennan lit á forstofuna hjá mér 🙂 Getur þú ekki beðið þá í husa.is að láta hann heita Dossa þá fer þetta ekkert á milli mála hvaða lit er verið að tala um 😉
    blessó Vala Sig

  17. Anonymous
    23.09.2012 at 09:45

    Gud hvad tetta er dasamlegt hja ter!!!!! Mer finnst alltaf eins og heimilid titt taki utan um mig tegar eg skoda myndirnar af heimilinu tinu 🙂 Dasamlegar breytingar og BIG like 🙂 Tu ert nattla bara algjor blúnda !!!!! 🙂 Bkv. Unnur.

  18. Anonymous
    23.09.2012 at 18:11

    Fór í Húsó áðan og þar passar ekki litanúmerið og Tiramisu liturinn er ekki sami litur, og töluverður munur á sögðu þeir….
    Svo ég er að forvitnast um hvor litinn þú ert með??

    kv G

Leave a Reply to Birna Stephensen Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *