Bæjarstjóri….

…loksins!! 🙂
Þar kom að því, þetta byrjaði smátt og smátt.  Ég var í því að sjá myndir af Zink-húsum á skandinavíu-bloggunum.  Mér fannst þau æði.
…síðan fann ég loks eitt lítið hús, og það var sætt.
Seinna komu líka þessi litlu hvítu keramikhús úr Tiger…
…en gráa húsið var í uppáhaldi…
…en hvítu fengu alveg að vera memm…
…síðan um seinustu jól fann ég þetta hérna í Europris…
…og þá varð það mesta uppáhalds…
…en ég fann svolítið í Blómavali í Grafarholti, núna um helgina, hjá henni Betu minni…
…jáááááá sæll…
…nú er ég loksins bæjarstjórinn í mínum eigin bæ…
…eru þau ekki fín og sæt?
…ég þarf ekki einu sinni að segja ykkur hvað ég hlakka mikið til að skreyta þau og í kringum þau um jólin – yes yes yes 🙂  Stórt ca 4800, mið 2990 og lítið 1990.
Hverjar ætlar að hlaupa og kaupa?
Þau eru gordjöss!

10 comments for “Bæjarstjóri….

  1. Anonymous
    25.09.2012 at 08:26

    Það gat nú verið!!! Ég var með vægt tilfelli af húsasótt en núna er ég orðin fársjúk!!!!!!
    Kveðja, Svala í Skrapp og gaman

  2. 25.09.2012 at 10:33

    geggjuð nýju húsin

  3. Anonymous
    25.09.2012 at 10:34

    Verð að segja, ég elska svona hús. Þessi nýju eru glæsileg.
    kv.
    Sigga Maja

  4. 25.09.2012 at 10:52

    æææææ hvað þau eru mikil krútt! Ótrúleag fallegt hjá þér!

  5. Anonymous
    25.09.2012 at 11:51

    Húsin eru æðisleg og ég væri alveg til í að eiga svona fín hús.

    Ég á eitt af þessum sem voru í Tiger.

    Kv. María

  6. Anonymous
    25.09.2012 at 13:42

    gordjösssss !!! ég á eitt rautt hús sem ég fékk í blómabúð Ak, átti að vera jólaskraut en það hefur staðið í heilt ár síðan ég fékk það og ætla ekki breyta því, enda elska ég það en mig langar í annað hús og finnst einmitt miðhúsið þitt og litla húsið algjört æði 🙂 hihi

    farin í skoðunarferð bæjó 😀

    AS

  7. Anonymous
    25.09.2012 at 18:04

    Má ég flytja til þín?!?!?!!!!!??? Þetta er svo dásamlega kósý hús sem þið fjölskyldan eigið – og þetta virðist, ég endurtek virðist vera svo auðvelt hjá þér!!!! Vildi óska að ég hefði helminginn af þínum hæfileikum og þá væri ég sko sátt!!! 🙂 Þú ert æði!!!
    Bkv. Unnur 🙂

  8. Anonymous
    25.09.2012 at 19:13

    Þetta er flott, ég er farin að kaupa mér eins og eitt… ja eða tvö, þrjú.
    Kveðja Guðrún H.

  9. Anonymous
    26.09.2012 at 09:19

    Frábær hús…ætla að kíkja við í blómavalinu hér og kanna hvort hjá þeim leynist lítið þorp 🙂

  10. Anonymous
    26.09.2012 at 10:35

    Úff, ekki lagast húsaveikin við þessa skoðun. Geggjað flott hjá þér – langilangilangií….á einmitt flotta kirkju og hús úr Heimahúsinu…en langar alveg að bæta við svo ég geti orðið svona bæjarstjóri…;-)

    Knús,
    Anna Rún.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *