Enn einn hringurinn…

…í breytingahringekjunni sem er líf mitt 🙂 og mannsins mín, honum til ævarandi gleði!
Við breyttum  herbergi dótturinnar mikið seinasta sumar, afbleiktum það og gerðum það aðeins dömulegra.
Það hefur síðan aðeins verið að breytast smám saman og þróast – hún vildi losna við dótaeldhúsið, hún vildi hafa dótaeldhúsið, skrítið hvernig barnið lætur.  Að vilja vera breyta svona inni hjá sér, skil ekkert í þessu uppeldi á barninu 😉
Ef þið eruð ný á blogginu, farin að kalka pínu hohoho, eða bara viljið rifja upp gamla tíma – þá er hægt að smella á eldri pósta um stelpuherbergið hér fyrir neðan:
En yfir í herbergið eins og það er núna í dag, gæti síðan verið breytt á morgun 😉
…þrátt fyrir að eldhúsið hafi verið tekið út (þar sem það var bara notað af litla manninum) þá var dúkkurúmið og barnastóllinn skilið eftir í herberginu…
…en herbergið er allt mikið léttara og bjartara núna…
…ég rakst á mynd af þessu borði inni hjá Húsi Friðrildanna og kolféll fyrir því.  Það var búið að mála í þessum líka fallega lit og því var ekkert annað um að velja en að leyfa því að koma heim…
…rúmið var fært úr einu horni yfir í næsta horn, og því þurfti að færa himnastöngina yfir rúminu líka.
Ég ákvað að prufa að breyta uppsetningunni, sem sé í stað þess að setja þetta yfir höfðagaflinum þá var stöngin fest yfir rúminu sjálfu…
…og það var pínu fyndið en þvílík gleði sem varð hjá ungfrúnni að fá að sofa undir svona “meiri” himni.  Henni finnst þetta vera alveg draumur í dós…
…ég breytti líka aðeins uppröðuninni á veggnum fyrir ofan rúmið…
…bakkinn sem var á litla náttborðinu ( sem ég sakna reyndar svoldið) er núna kominn á litlu kommóðuma –  of hún er núna kommóða/náttborð…
… um það bil krúttaralegasta klukka í heimi…
….litla tásur og litir skór…
…Dimmilimm myndirnar enn á sama stað en með nýja nágranna…
…séð úr rúminu, undir blúnduhimni…
…pirrar mig pínu að vera með svona sama lagið á hillunni og himnasænginni, og á sama vegginum, en ég er með smá plön varðandi það 🙂
…eitt af uppáhaldinu mínu við breytta herbergið er hversu fallegt það er núna að horfa inn í herbergið.  Gaman að sjá stólinn og gardínurnar – voða rómó blúndó dúlló eitthvað…
…því að jamm, ég setti upp nýjar gardínur úr Ikea, þessar uppáhalds: Vivan.
Þær eru svo fallegar á litinn og btw, ef þið farið í IKEA og finnið ekki þessar gardínur þá er það af því að ég er búin að kaupa þær allar upp – ALLTAF..
…þær gera líka alveg ótrúlega mikið fyrir herbergið – létta það mikið og gefa því alveg glænýtt yfirbragð…
…annars er þetta í raun bara sama dóterí-ið, sem fékk nýjan stað…
…fyrir utan einn nýjan púða frá Pottery Barn Kids,
og þar er hægt að láta suma í þann stað sem þú vilt 🙂
…hvað segið þið?
Allir sáttir?
Spilun eða bilun?
Samúð fyrir eiginmann minn?
Bara gleði?  Já ég vissi það 🙂

23 comments for “Enn einn hringurinn…

  1. Anonymous
    03.10.2012 at 08:18

    Rosalega fallegt herbergi. Litirnir, allt þetta stöff og borðið og stóllinn læk it a lot 🙂

    Kveðja
    Jóhanna

  2. Anonymous
    03.10.2012 at 08:21

    Bara æði!

    En ein spurning hvernig festirðu ramma uppá vegg hjá þér, með nöglum? og ef svo er þá ekki húsið þitt orðið ansi götótt haha eftir allar breytingarnar:)

    kv.Íris

  3. Anonymous
    03.10.2012 at 08:35

    Ekkert nema gleði. Svaka fallegur blái liturinn á gardínunum, borðinu, stólnum.
    En ein spurning, þú ert alltaf að færa til á veggjum, getur þú tekið límmiðana upp og fært þá? Eru þeir marglímanlegir?
    Kveðja
    Kristín Sig.

  4. 03.10.2012 at 08:48

    bara gleði 🙂

    liturinn á borðinu og gardínunum er æði… og klukkan er bara krúttleg, og PB púðin *slef*

  5. Anonymous
    03.10.2012 at 08:48

    langar lika ad vita einsog Íris:-)

  6. 03.10.2012 at 08:48

    bara gleði 🙂

    liturinn á borðinu og gardínunum er æði… og klukkan er bara krúttleg, og PB púðin *slef*

  7. Anonymous
    03.10.2012 at 08:50

    oh svo fallegt 🙂 og ofsalega ertu vel gift 🙂
    kv.
    Halla

  8. Anonymous
    03.10.2012 at 09:06

    Gleði! 🙂
    kv. Berglind

  9. Anonymous
    03.10.2012 at 10:56

    En dásamlegt og fallegt herbergi, enda ekki við öðru að búast!
    Ég spyr eins og hinar; hvernig festir þú upp myndir og dótarí á veggina og er ekkert mál að færa vegglímiðana (áttu þá kannski á lager? ;))
    Liturinn á gardínunum og litla borðinu er æði!
    Og þessir breytingar póstar og myndir úr barnaherbergjunum eru btw uppáhalds mitt á síðunni hjá þér – og sérstaklega þegar þú hefur farið í make over hjá öðru fólki, er e-ð svoleiðis á döfinni?

  10. Anonymous
    03.10.2012 at 11:23

    Þvílik nostragía…. vildi að ég hafði haft þetta hugmyndaflug þegar dóttir mín var yngri. Bara glæsilegt hjá þér Soffía.
    kveðja
    Dagný

  11. Anonymous
    03.10.2012 at 11:28

    Bjútí trúi því að litla mús sé glöð með þessa breytingu.
    Kveðja
    Sjoppfríður

  12. Anonymous
    03.10.2012 at 11:58

    Yndislegt herbergi! Blái liturinn gjörsamlega “poppar”! Svo bjart og fallegt. Takk svo mikið fyrir að deila með okkur. Skreytum hús er ekki bara uppáhalds-síðan mín heldur líka upphafssíðan mín. ;o)
    Kv.
    Natacha

  13. 03.10.2012 at 12:24

    Æðislegt, að vanda! 🙂

  14. 03.10.2012 at 12:35

    Ævintýralega fallegt allt saman!

  15. Anonymous
    03.10.2012 at 14:58

    Æðislegt! Elska borðið og liturinn á því á gardínunum er geggjaður.

    Kv.Hjördís

  16. Anonymous
    03.10.2012 at 15:16

    Gordjöss ….. Edda

  17. Anonymous
    03.10.2012 at 18:12

    ofurkommentari segir bara Amen !!! 😀

    þetta er mjööög flott ;=)

  18. Anonymous
    03.10.2012 at 20:44

    Æðislegt! borðið er æði og bara allt saman 🙂 langar að spurja hvar fékstu dimmalimm myndirnar? væri til í að eiga svona myndir:) bkv Guðrún

  19. Anonymous
    03.10.2012 at 22:07

    Vá vá vá þetta er æðislega flott!! þú ert ótrúleg, það er bara þannig 🙂

    Kv. Anna Björg Leifs

  20. 03.10.2012 at 22:56

    Bara bjútifúl, eins og alltaf.
    Kveðja, Svala

  21. Anonymous
    04.10.2012 at 01:10

    Mig langar að forvitnast um litinn á veggnum hjá dömunni, manstu hvað hann heitir? Myndi hann ekki passa í strákaherbergi líka? (erfitt að dæma bara af myndum 🙂

    Kveðja,

    Jenný

  22. Anonymous
    04.10.2012 at 07:14

    Yndislegt herbergi.
    Kv. Auður.

  23. Kristjana Hafdís
    03.10.2013 at 22:25

    Æðislegt herbergi 🙂

Leave a Reply to Anonymous Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *