Nánar um afmæli – og hvað er hvaðan…

…fyrir þá sem vilja vita 🙂

Það var ekki mikið sem var keypt fyrir þetta afmæli:

* dúkur
* servéttur
* lítil pappaform + lítil fánalengja
* pappastandur fyrir bollakökur

88-2014-10-11-114409

…og útkoman var þessi, sem er síðan að mestu samtíningur héðan og þaðan…

02-2014-10-12-140312

…pappastandurinn kemur úr Söstrene, og mér fannst litirnir í honum alveg sérlega fallegir í stíl við dúkinn og annað sem ég átti…

03-2014-10-12-140319

Síðan var til kassi með bollakökuformum í stíl, og með fylgdu þessir litlu pinnar ofan í kökurnar…

06-2014-10-12-140354

…glösin koma sem áður úr Ikea, og ég er búin að eiga þau í nokkra mánuði.  Þetta eru sko alveg uppáhaldsglösin mín, svona eins og þykk eldhúsglös nema bara á fæti, ég vildi bara óska að sænski kærastinn myndi útbúa svona aðeins stærri.  Kannski er það bara ég sem er svona drykkfelld, en ég þarf meira í glasið, takk, hikk hikk…

05-2014-10-12-140342

…stjörnulímmiðarnir eru líka úr Söstrene, og ég átti þá hérna heima.  Fannst skemmtilegt að setja þá á glerkrukkurnar, svona til þess að skreyta þær fyrir tilefnið 🙂

07-2014-10-12-140400

…dásemdardúkurinn kom úr Rúmfó, og fæst þar í metravís.
Þetta er svona plastdúkur sem að þolir alls konar hellingar og illa meðferð – mjög gott…

14-2014-10-12-140446

…þessi litlu pappaform koma úr Söstrene líka, og kostuðu held ég um 170kr fyrir 6stk.  Bráðsniðugt til þess að setja smá nammi í, mini sykurpúða (eins og ég var með), eða bara smá snakk.  Ódýr og skemmtileg leið til þess að setja smá dúllerí og lit á borðið í leiðinni…

15-2014-10-12-140455

…þetta var “ekki í stíl” við bollakökustandinn (sem er smá skakkur hjá mér sé ég :/ ) en tónaði alveg vel saman og kom vel út…

18-2014-10-12-140512

29-2014-10-12-142505

…nú á veitingaborðið raðaði ég nokkrum diskum á fæti, undir frekari bollakökur.
Eða sko, þær voru ekkert svo frekar – bara smá í stíl við bakarann 🙂

20-2014-10-12-141256

…svo er byrjað að reyna að koma öllu fyrir á eyjunni, og það er sko meira en að segja það…

21-2014-10-12-141308

…að nota lítið glas eða könnu, eins og hér, er skemmtileg leið til þess að stilla upp göflum.  Þessa litlu keypti ég í Rekstrarvörum fyrir skírn dóttur okkar, sem sé 2006 og þeir hafa verið endalaust notaðir síðan.  Frábær fjárfesting fyrir þá sem eru svo heppnir að eiga svona stórfjölskyldur sem koma í veislur – held að ég hafi keypt 50 stk, enda eru það milli 40-50 manns sem mæta í afmæli hjá okkur…

22-2014-10-12-141814

…mætti halda að það hafi verið rassaþema í þessu afmæli, Bambakrútt sem sýnir rassinn og refurinn gerir slíkt hið sama.  Dónar!!

24-2014-10-12-141833

…sérvétturnar keypti ég í tveimur litum í Pier, gráar og svo þessi blágræni fallegi litur.
Mér fannst þær æðislegar, svo stílhreinar en endalaust töff…

27-2014-10-12-142455

…krukkurnar keypti ég í sumar í Borð fyrir tvo og hafa þær staðið inni á baði.  En ég ákvað að leyfa þeim að koma fram og vera með í veislunni, greyjið krúttin.  Smá stjörnulímmiðar á og allir glaðir…

30-2014-10-12-142511

…litlu fánalengjurnar eru úr Söstrene, kosta um 170kr líka – að mig minnir.  Stafaborðinn er hins vegar frá merkinu Omm og fæst í m.a. í Mjólkurbúinu…

31-2014-10-12-142517

…litlu stjörnulímmiðarnir eru úr Söstrene, keyptir fyrir afmæli dömunnar í febrúar, og rörin koma úr Litlu Garðbúðinni

38-2014-10-12-142727

…en dúkurinn er sérlega flottur og verður örugglega notaður aftur og aftur…

39-2014-10-12-142731

…ég setti líka stjörnulímmiða á kertin í vösunum…

51-2014-10-12-150010
…og aldrei þessu vant var ég ekki með neinn dúk á eyjunni, bara með svona strípaða eyju (nektareyju?) – en það kom ekki að sök…

50-2014-10-12-145941

…það var bara rétt að það sæist í borðplötuna á milli diskanna – rjómatertur og karamellukökur…

68-2014-10-12-161452

…heitir réttir og skúffukökur…

69-2014-10-12-161504

…og svo fékk ég lánaðann svona snilldarsúkkulaðigosbrunn og það var nú vinsælt hjá krakkakrílunum, sem og fullorðnu krílunum, ommnommnomm…

70-2014-10-12-161514

…Red Velvet bollakökur og svo brauð&pestó, það klikkar aldrei og alltaf jafn vinsælt…

71-2014-10-12-161950

…og allt var það fyrir þennan, sem á þetta allt skilið og svo mikið meira til!

Því að ég veit ekki hvað ég hef gert til að verða svo lánsöm að eignast þessi tvo dásemdarbörn sem ég á, en ég er í það minnsta þakklát fyrir það á hverjum degi, á hverri stundu og verð alltaf  ♥

49-2014-10-12-145128

Þau eru ást  ♥

Væmni lokið, pósturinn búinn og þið vitið núna hvað er hvaðan,
ef eitthvað hefur gleymst þá getið þið bara hent inn spurningu í kommenti! 🙂

83-2014-10-12-185400

8 comments for “Nánar um afmæli – og hvað er hvaðan…

  1. Margrét Helga
    14.10.2014 at 08:19

    Gleymdir að segja hvaðan börnin eru 😉 Langar í svona börn…þau eru svo mikil krútt 😀

    En rosalega flott hjá þér! Gaman hvað hægt er að gera mikið úr litlu, yndislegt að fá svona hugmyndir! Takk!

    P.S. Hlakka til Á MORGUN!!!! Ískr 😉

  2. Halla Dröfn
    14.10.2014 at 08:56

    Ofsalega er þetta allt fallegt hjà þér ( kemur sko ekki à óvart) !
    Dúkurinn er mitt uppàhald – held èg sendi einhvern í rúmfó eftir svoleiðis 😉
    Ps. Og til hamingju með fallega afmælis-gæjann 🙂

  3. Berglind
    14.10.2014 at 09:20

    Yndislegt eins og alltaf hjá þér !
    Innilega til hamingju með sæta prinsinn þinn. algjörir gullmolar sem þú átt 🙂

  4. Þuríður
    14.10.2014 at 11:11

    hvað litlu loðnu dýr eru þetta ? ekki bambinn

  5. Sigríður S Gunnlaugsdóttir
    14.10.2014 at 11:55

    Þetta er allt svo fallegt hjá þér,endalaust hægt að fá hugmyndir..takk fyrir mig og til hamingju með soninn 🙂

  6. kristin
    15.10.2014 at 09:08

    Frábærlega flott hjá þér, sniðugur súkkulaði brunnurinn og hlaðborðið MMMMM 🙂

  7. Linda
    20.10.2014 at 14:33

    Sæl hvaðan eru túrkísbláu kubbakertin? Er mikið búin að leita af þessum lit.
    kv
    Linda

Leave a Reply to Halla Dröfn Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *