Restoration Home…

…því að stundum er ekki nóg að vera að skoða blogg um breytingar, blogga og að breyta sjálfur og gera alls konar DIY-verkefni.  
Þá er gott að festa sig fyrir framan sjóvarpið/tölvuna og glápa á þætti um breytingar.
Ég er alltaf að leita mér að nýjum þáttum um þessi efni og hef gaman af því að sjá alls konar mismunandi heimili.  Ég hef, eins og flestir Íslendingar, sé Extreme Makeover, Home Edition, en það sem mér finnst vera kannski “að” þeim þáttum er það hversu ýktir þeir eru.  Ef 13ára krakki segjist hafa gaman af tyggjó þá færð það “TYYYYGGJÓHERBERGIД, með tyggjórúmmi og tyggjóstólum og prufuplötu af öllum tyggjóum í heimi.  Burtséð var því að krakkinn er að verða unglingur með mjög breyttar áherslur og það væri kannski gáfulegra að gera herbergi sem gæti breyst með barninu, skiljið þið hvað ég meina 🙂
 En þá er líka gott að kíkja yfir á Bretana.  Þeir eru nú ekki eins ýktir í þessu og kaninn og þar er urmull af fallegum gömlum húsum sem fólk er farið að kaupa sér og er að breyta.  Stundum ná þau ekki alveg að klára húsin, en engu síður er ótrúlega gaman að sjá hvernig þeim tekst til.
Ein af skemmtilegustu seríunum sem að ég hef fundið er Restoration Home, sem eru breskir þættir og eru sýndir á BBC Two.  En það er líka hægt að finna mikið af þeim á Youtube.com 🙂
Þetta byggist upp á einu húsi í hverjum þætti, við fylgjumst með breytingunum á húsinu á einu ári – ásamt því að það er sagnfræðingur og arkitekt (sem btw er eins og breskur Villi naglbítur) sem að taka út sögu hússins og kynna hana síðan fyrir nýjum eigendum/og sjónvarpsáhorfendum.
Ég ákvað að sýna ykkur fyrsta þáttinn, sem er um ung hjón sem að kaupa aftari hlutann af gamalli kirkju, ekki klukkuturninn.  Garðurinn þeirra er sem sé gamli kirkjugarðurinn.
Þetta er fólk sem fer í svona breytingar með x-fjármuni og þarf að láta það duga, og fólk sem er að þessu af því að það hefur ást á þessu ákveðna húsi.  Húsið talaði til þeirra og þau eru að svara því – þannig lít ég á þetta!
Í það minnsta, góða skemmtun – við hjónin höfum horft saman á fyrstu tvær seríunar af þessu og höfum bæði gaman af!
Hvernig finnst ykkur þessir þættir, ef þið hafið séð þá eða nennið að horfa á þennan þátt hér?
Mynduð þið vilja fá fleiri ábendingar um skemmtilega svona home-þætti?
Hverjum langar í gamla kirkju og gera kósý?
Annars segji ég bara góða helgi krúttin mín og hafið það sem allra best 🙂

Þú gætir einnig haft áhuga á:

8 comments for “Restoration Home…

 1. Anonymous
  12.10.2012 at 08:39

  Já, mjög gaman að fá svona ábendingar, er einmitt mjög hrifin af breskum þáttum finnst þeir bandarísku of ýktir 🙂 Kv Solveig

 2. Anonymous
  12.10.2012 at 08:51

  Exstreme homemakeover er bara tilfinningaklám á verstu gerð en þessi þattur lofar góðu þó það sé ekki mikið um svona flottar byggingar hér á landi mun kíkja á þá um helgina takk fyrir ábendinguna Góða helgi
  Hjördís Inga í Eyjum

 3. Anonymous
  12.10.2012 at 11:07

  Já gaman að fá svona ábendingar. ótrúleg breyting á kirkjunni.
  kv.Erla

 4. Anonymous
  12.10.2012 at 11:12

  Takk fyrir ábendinguna þetta er algjör snilld. Á örugglega eftir að horfa á alla þættina.

 5. 12.10.2012 at 20:04

  Sæl.

  Vildi bara hrósa þér fyrir frábæra síðu og sniðugar hugmyndir.

  Hef mikið gaman af því að skoða síðuna þína, aðhyllist sama stíl.

  Kær kveðja Sigrún:)

 6. Anonymous
  13.10.2012 at 00:39

  Þessi kirkjuhugmynd er æði! Get reyndar ekki horft á myndbandið, er í vinnunni og Alcoa leyfir ekki svona vídjóhangs – horfi á það þegar ég kemst heim í fyrramálið 🙂 Eldhúsið á myndinni er to die for – ég er algjör sökker fyrir svona marglitum gluggum og munstri – ætla sko pottþétt að hafa svoleiðis í mínu húsi þegar ég verð stór 😀

  Lára Antonía

 7. Anonymous
  13.10.2012 at 10:18

  Frábært að fá svona ábendingar. Er samt ekki viss um að ég myndi vilja kirkjugarð sem garðinn minn :/

  Knús á þig Soffía mín,
  kv. Helena

 8. 14.10.2012 at 18:22

  Þetta eru frábærir þættir. Ég horfi líka stundum á þætti sem heita grand designs og eru á bresku channel 4. http://www.youtube.com/watch?v=t7boDquM3Og

Leave a Reply

Your email address will not be published.