Hitt og þetta á föstudegi…

…er póstur um allt og ekkert.

Bara pælingar fram og til baka og nokkrar myndir í bland…

05-2014-10-06-175902

…ég prufaði aftur tréstólana við borðið – og dæsti smá og dáðist smá að þeim, síðan þurfti ég að setja þá upp á háaloft til geymslu – búúúúú…

04-2014-10-06-170130

…í stofunni stendur þessi risaglerkúpull og ég setti rós í vasa undir hann.  Nú líður mér eins og ævintýrið um Fríðu og dýrið eigi sér stað hérna innanhúss, er þetta ekki alveg eins og rósin þar?…

06-2014-10-06-165911

…en þetta er fallegt að sjá, og rósin stendur bara endalaust að því virðist…

07-2014-10-07-150456

…grey skápurinn minn er að verða heimilislaus í næstu viku, þar sem ég er búin að taka ákvörðun um að gera hann atvinnulausann í stofunni – vona ég…

08-2014-10-07-150512

…ég á sérlega erfitt með að aðskilja þennan spegil og arininn, þeir eiga eitthvað svo vel saman…

09-2014-10-07-150523

…en í stofunni er ég í miklum pælingum.  Mig dreymir nefnilega um nýtt sófasett, en þangað til sá draumur rætist – þá ákvað ég að prufa að breyta gardínum…

13-2014-10-09-145311

…mér finnst þetta koma skemmtilega út – gardínurnar eru svona eins og gróft hör, þannig að þær koma vel út og svo eru þunnar hvítar innan undir…

16-2014-10-09-145342

…það að breyta gardínum getur breytt einu rými ótrúlega mikið, ekki satt?

1-Starred Photos19

Annars segi ég bara góði helgi elsku krúttin mín!

Reynið að gera eitthvað yndislega skemmtilegt, ég á bussí helgi framundan með Halógen-veislu famelíunni og loksins afmælisveisla litla mannsins – LOKSINS! 🙂

♥ Knúsar ♥

17-2014-10-09-145401

Þú gætir einnig haft áhuga á:

5 comments for “Hitt og þetta á föstudegi…

  1. Margrét Helga
    10.10.2014 at 14:12

    Rosalega falleg rósin í vasanum Fríð….nei ég meina Soffía 😉

    Og já, gardínur breyta greinilega miklu, Þessar ljósu hörgardínur eru rosalega flottar!

    Óska þér einnig góðrar helgar…það verður svooooo gaman í næstu viku þegar þessi helgi er búin…þá styttist í yndislega Ikea-kvöldið 😀

  2. Agata
    10.10.2014 at 17:35

    Hvar fékkstu brúna skemilinn eða veistu kannski hvar maður getur fengið svipaðann? 🙂

    • Soffia - Skreytum Hús...
      13.10.2014 at 13:29

      Mig minnir að hann hafi verið úr Tekk, keyptur um 2007.
      Er ekki viss hvar svona fást í dag – því miður!

  3. Anna Sigga
    10.10.2014 at 18:16

    Góða helgi Soffía og njóttu helgarinnar með famelíunni 🙂

    kv AS

  4. Kolbrún
    12.10.2014 at 11:43

    Hlakka til að sjá breytingar á stofu Góða helgi

Leave a Reply to Margrét Helga Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *