Ég veit ekki með ykkur…

…en ég ef alltaf heillast af gömlum hlutum og myndum.  Það er eitthvað svo heillandi að skyggnast svona í fortíðina og að eiga tenginu í fortíðina í gegnum hina og þessa hluti.
Þar sem að ég er örverpi þá á ég foreldra sem eru fædd 1935 og 1937, og því finnst mér mikill fjarsjóður að skoða myndir frá bernsku þeirra.
Mamma mín er þarna lengst til hægri, snúllan 🙂
…mér finnst fatnaðurinn vera svo yndislegur líka – mamma aftur ljóshærð hægra megin, en Soffia frænka mín – sem ég heiti eftir – stendur þarna lengst vinstra megin…

…sjáið þið mömmu með dúkkurnar þarna í horninu vinstra megin, og með dúkkuvagninn sinn…

…og aftur með dúkkur…

…og með yndislegan dúkkuvagn sem er týndur og tröllum gefinn í dag, því miður!

…og þar með er komið að sögunni um hlutinn úr GH 🙂
Tilbúnar?
Ok, skvo!  Ég fór dag einn í Daz Gutez og rak þar augum í þennan gamla vagn í betri stofunni hjá þeim.  Mér fannst hann vera fagur sá gamli, og hélt í hann í smá tíma, en ákvað svo að sleppa og halda fyrir augun og hlaupa út.  Mér er búið að langa lengi í gamlan vagn en það er frekar erfitt að finna þá.
En út fór ég vagnlaus og alla leið heim og hugsaði svoldið mikið um blessaðan gripinn.
Síðan leið og beið og ég kíkti aftur við, viku síðar!  Hann stóð þarna enn.
…og hvað gat ég gert?
Ég bara neyddist til þess að leyfa greyjinu að koma með mér heim.
Bóndinn minn kom með miklar yfirlýsingar um að nú væri ég loksins búin að missa mig endanlega, að þetta væri bara það ljótasta sem að ég hefði dregið heim í hús 😉
Hvað segið þið, sjáið þið fegurðina í greyjinu?

…vagninn sjálfur er úr einhvers konar tini, þannig að það ætti að vera lítið mál að sprauta hann.
Það þarf sem sé að sprauta vagninn og gera nýjan skerm.
Ég sé fyrir mér að gera vagninn í einhverjum fallegum lit, sem að gengur inni í herbergi dótturinnar – en sem gæti síðan jafnvel gengið inni í stofu, t.d. með púðum og teppum í.

..síðan þarf ég nauðsynlega að finna ný dekk undir gripinn!
Hefur einhver hugmynd um hvar ég fæ svoleiðis?

…ég sé alveg fyrir mér að hann gæti orðið nokkuð fagur þegar að búið verður að gera honum til góða…

…og nú kemur spurningaflóðið:
Í hvaða lit mynduð þið sprauta hann?
Ég er að sjá fyrir mér t.d. bara brúnbeisaðann eða gráann…….eða bara svartann?
Hverjar eru sammála bóndanum og mynduð henda þessu beint í ruslið? 

…ég er á því að hann sé afar fagur í vextinum, þessi litli sæti vagn!
Er einhver sem myndi láta hann halda sér eins og hann er?
Er einhver sem hefur hugmynd um frá hvaða ári þessi vagn gæti verið?

…sjáið hvað hann gæti verið sætur í svörtu?
Vona að þið eigið yndislega helgi og njótið hennar í botn,
ég er á leiðinni á tónleika um helgina og er með mikil plön um að reyna að ýta eiginmanninum í það að klára herbergi litla mannsins 🙂
*knúsar

…p.s endilega leyfið mér að heyra hvort að þið séuð sammála mér eða bóndanum, það er svo gaman að geta sýnt honum að allir verða sammála mér – hohoho 😉
 
p.s.s. muahhahahahha Svala, sá ekki gamla bekkenið – en það hefði klárlega heillað!

25 comments for “Ég veit ekki með ykkur…

  1. Anonymous
    19.10.2012 at 08:18

    Klárlega sammála þér! Bóndinn mun átta sig þegar þú ert búin að taka vagninn í gegn, þannig er það nú yfirleitt á mínu heimili.

    En já, svartur gæti verið málið!

    Kv.
    Sigrún

  2. Anonymous
    19.10.2012 at 08:29

    Soffía mín, þú hefur sko klárlega rétt fyrir þér – yndislegur gripur þessi vagn og þú átt alveg pottþétt eftir að gera hann stórkostlegan eins og þér einni er lagið 🙂 <3

  3. Anonymous
    19.10.2012 at 08:30

    kv,
    Hadda

  4. 19.10.2012 at 08:40

    verð nú að vera sammála bóndanum smá… þetta er pínu klikk…
    en held þú eigir eftir að gera hann æðislegan og það verði ég sem sitji eftir og langi í svona vagn 😉

    en ljósgrár niðri og ljós/hvítur skermur held ég að sé málið…

  5. 19.10.2012 at 08:40

    Dásamlegar þessar gömlu myndir, kjólarnir, vagninn og allt saman.

    Og til hamingju með vagninn mín kæra, það er svo sannarlega rétt hjá þér að svona gripi er ekki auðvelt að eignast á Íslandi. Hann hlýtur að vera síðan 1960 og eitthvað myndi ég giska á miðað við bogadregnu línurnar… nema hann sé eldri. Ætli vagnar sem voru framleiddir eftir 1970 hafi ekki fljótlega farið að taka á sig meira kassalaga útlit og verða brúnir og appelsínugulir t.d.?

    Nema hvað, heldurðu að í geymslu vinkonu minnar hafi ekki leynst einn svona gamall dúkkuvagn sem hún hafði ætlað að setja í nytjagám… en ég náði að krækja mér í hann áður, þú manst, þarna um daginn þegar hún bað MIG um að hjálpa sér að henda drasli 🙂 Hann er einmitt með svona bogalínum líka, hvítur með ljósbláa svuntu og skyggni, ég skal blogga um hann við tækfæri:) Hún og systir hennar höfðu átt hann saman, eldri systirin er fædd 1962.

    Til lukku með vagninn enn og aftur Dossa mín, maðurinn þinn er bara að veita smá aðhald held ég, hann veit alveg að þér á eftir að takast vel til með gripinn 😉

  6. Anonymous
    19.10.2012 at 08:41

    Góðan dag Ég held að ég hefði ekki tímt að sleppa þessum vagni. Vildi óska að ég kæmist einhverntíma í GH.
    Veit að vagninn verður fallegur hjá þér. Sé hann samt fyrir mér svona shabby rauðan með sætum mjúkum jólasveinum-böngsum dýrum-uglum svona svipað og fæast hjá SIA
    Kjeðja
    HIA í Eyjum

  7. Anonymous
    19.10.2012 at 08:49

    Þessi er bara gull….. ég myndi ekki hafa hann svartan, frekar einhvern dempaðan og hlutlausan gráan/grænan/brúnan lit og leyfa honum að vera svolítið sjúskaðan…… skermurinn má svo frekar taka athyglina 😉

  8. Anonymous
    19.10.2012 at 08:59

    til lukku með vagninn mín kæra … fyrsti liturinn sem mér datt í húg var svona gamaldags mintublágrænn … svona eins og var svo vinsæll í denn. Á gamla vikt í svoleiðis lit … svo sá ég að Kitchenaid er að koma með svona pastel gamla liti á hrærivélarnar sínar. En hann væri líka mjög flottur svartur. Whatever you do .. it will be gordjöss …Edda

  9. Anonymous
    19.10.2012 at 09:01

    Ég verða að segja að ég hefði ekki keypt þennan vagn. Ég á náttúrulega bara syni og ég hef ekki pláss fyrir hann í stofunni hjá mér.

    Hann er samt fallegur í laginu og ég er spennt að sjá hvernig þú breytir honum og “stýlar” hann.

    Kveðja María

  10. Anonymous
    19.10.2012 at 09:17

    GVÖÐ hvað ég er fegin að þetta var ekki bekkenið sem þú dröslaðir heim með þér!!!!!!

    Vagninn er ÆÐI. Klárlega súperkaup. Hvaða lit sem þú velur verður hann flottur, mér datt í hug grár en skermurinn verður að fara, finnst hann bara ljótur.

    Þú ert snilli að finna flotta hluti í GH, ég finn aldrei neitt þar. Hvar er þessi “betri stofa” eiginlega?
    Kv. Svala (S&G)

  11. Anonymous
    19.10.2012 at 09:32

    Algjört æði þessi vagn, klárlega góð kaup! Ég myndi sprauta hann í brúnbeis og svo ljósan skerm, jafnvel með beis blúndu yfir allt efnið (s.s. tvöfalt af efni) 🙂

    ps. Þú átt mail frá mér 🙂

    kv. Katrín

  12. Anonymous
    19.10.2012 at 09:50

    Goðan daginn 🙂

    Til lukku með vagninn.

    Haltu þessum rauða lit en í guðanabænum skiptu um skerm hann er hræðilegur og skemmir fyrir, datt í hug að þú gætir náð þér í dekk hjá Vidda Garðars á Akueyri 😀 😉 eða í hjólabúðum sem eru með minnstu dekkin fyrir minnstu reiðhjólin 😉

    Annars gangi þér vel að breyta vagninum 🙂

    kv Anna Sigga.

  13. Anonymous
    19.10.2012 at 10:12

    Vagninn er æði 🙂 Dröslaði einum álíka illa förnum alla leið frá Akureyri í sumar 🙂 Hlakka til að sjá hvað þú gerir, herði mig svo kannski upp í að taka minn í gegn! Gangi þér vel skvís!

  14. Anonymous
    19.10.2012 at 11:15

    Mér finnst hann svona flott ljótur. Hann er dálítið sjabbí núna en ég held að með smá TLC geti hann orðið bjútífúll.
    Gætir athugað í Vörðunni hvort þar sé hægt að fá hjól á þennan vagn.

    kv.
    Arnrún

  15. 19.10.2012 at 12:10

    flottur vagn og verður spennó að sjá útkomuna

  16. Anonymous
    19.10.2012 at 13:49

    Geggjaður vagn! skil þig svo vel að hafa tekið hann heim ég dröslaði einum síðri heim og veit einmitt ekki hvað ég get gert fyrir hann svo ég bíð spennt eftir að sjá 😉 Svo þú færð klárlega mitt atkvæði.

    Góða helgi!

  17. Anonymous
    19.10.2012 at 14:00

    ég verð að vera sammála bóndanum
    er ekki viss um að ég hefði keypt þennan vagn !!! en það var samt gaman að sjá hvað þú ætlar að gera við hann þar sem þú ertu algjör
    snillingur að breyta hlutum 🙂

    ef hann verður ekki flottur eftir breytingar þá verður bóndinn fljótur með hann aftur í GH 🙂

  18. 19.10.2012 at 14:20

    æðislegur vagn ég er búin að vera að leita að gömlum dúkkuvagni á BL lengi. Ég átti ekki dúkkuvagn þegar ég var lítil og kannaski er það þess vegna sem mig langar enn í vagn. Mér finnst hann flottur eins og hann er flott að það sjáist að hann er gamall og notaður.
    kveðja Adda

  19. Anonymous
    19.10.2012 at 14:38

    alveg gullfallegur, held að það sé eiginlega alveg sama í hvaða lit, alltaf fallegur
    kv.Sigrún

  20. 19.10.2012 at 15:34

    Gjordjöss vagn! Langar einmitt svo að eignast einn svona gamlan flottan. Hann verður pottþétt flottur hjà þér sama hvaða lit þú velur 😉 hlakka til að sjà útkomuna 🙂

  21. 19.10.2012 at 16:20

    mér finst að þú ættir að henda vagninum hið snarasta… og segja mér nákvæmlega hvert þú hendir honum takk!!
    Hann er æði, og segji eins og þú og fleiri hér að mig hefur lengi langað í gamlann fallegann dúkkuvagn… enda með svæsna vagnasýki. hann er pottþétt frá því fyrir 70, en hversu gamall er ég ekki viss um.
    að sprauta vagninn sjálfann beislitaðann eða álika mildann lit finst mér hljóma vel. og skerminn jafnvel í antík bleikum eða grænum.
    Annars minnir hann mig á eina gerð af vögnum sem ég rakst á á pinterest um daginn, lagið á kassanum er amk mjög svipað http://pinterest.com/koelstra/oldies-retro-vintage/ .

    já og myndirnar eru æði, ég er einmitt með albúm frá foreldrum mínum sem ég ætla að skanna inn myndir og hengja upp eina og eina mynd. elska svona dásemdir.
    knús og góða helgi
    kv stína (ekki svo mjög stuttorða )

  22. Anonymous
    19.10.2012 at 16:43

    Vagninn er keeper, þú gerir eitthvað fallegt við hann!
    kv. Svandís

  23. Anonymous
    19.10.2012 at 20:15

    Ég mundi horfa á hann í svona eitt ár áður en ég mundi ákveða hvort það ætti að spreyja hann, er sammála Öddu um að halda honum eins og hann er, fyrir utan dekkin! Kveðja Svandís nr. 2

  24. Anonymous
    19.10.2012 at 22:31

    Engin spurning að þetta er góð fjárfesting,hlakka til að sjá hann eftir smá nostur.
    Kv. Auður.

  25. Yrsa Hörn Helgadóttir
    04.07.2019 at 11:37

    Hann er fallegur eins og hann er. Útlitið eins og það er segir sögu vagnsins sem getur verið hver sem er … – myndi kannski skipta um dekk og líma það sem er laust, þrífann og stilla honum upp.
    Kveðja, Yrsa Hörn

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *