Næstu skref…

…er eitthvað sem er verið að pæla í þessa dagana.  Við hjúin erum í pælingum varðandi þessa síðu og hvernig við ætlum að setja hana upp þegar hún verður endurnýjuð á næstu misserum.
Ein pælingin er sú að það verða nokkrir dálkar fyrir neðan titilmyndina, t.d: Mitt heimili, Fyrir og eftir, DIY verkefni og þar fram eftir götum sem hægt er að smella á og auðvelda leit að hinu og þessu.
Því langaði mig að segja ykkur svona aðeins frá þessu og fá jafnvel að heyra hvað ykkur þætti þæginlegast við skoðun á þessu litla bloggi okkar 🙂
Eins og málin standa núna þá væri þetta ca. svona:
Blogg:
Gef oss í dag vort daglegt blogg, og fyrirgef oss stundum andleysi í póstagerð 🙂
Mitt heimili:
þar væru undirdálkar sem hétu Eldhús, Stofa, Stelpuherbergi, Litir heimilisins o.s.frv – og þar væri hægt að finna myndir af þessum herbergjum og jafnvel helstu póstana sem tengjast þeim.
Fyrir og eftir:
Þetta myndi vera með myndum og póstum af þeim herbergjum sem ég hef verið að breyta.
Jól:
Segir sig sjálft, þarna væru sérstaklega allir jólapóstar – og þetta væri kannski ekki allt árið, heldur bara svona árstíðabundið 🙂
DIY:
Hin ýmsu smáverkefni sem að ég hef verið að vinna í.
Síðan er spurning hvort að það kæmu síðan allir “lang í”-póstar í sér dálki, eða hin ýmsu önnur blogg og verkefni sem að ég bendi á?  Eða sér afmælisdálkur?  Hvað finnst ykkur mest spennó?
Þannig að mér þætti voða vænt um að heyra ykkar álit og þá getum við vonandi gert síðuna betri fyrir ykkur og alla sem hana skoða!
Hlakka til að heyra frá ykkur með þetta og hlakka síðan enn meira til þess að sýna ykkur síðuna þegar að hún kemst af stað…
…hjartans þakkir og knúsar til ykkar, í dag og alla daga 🙂

Þú gætir einnig haft áhuga á:

11 comments for “Næstu skref…

  1. Anonymous
    23.10.2012 at 08:37

    Takk kærlega fyrir æðislegt blogg. Ég kíki við á hverjum degi. Mér finnst þetta mjög góð hugmynd hjá þér að skipta þessu svona upp því það auðveldar leitina mjög mikið 🙂

    kv. Linda

  2. Anonymous
    23.10.2012 at 08:57

    Ég kíki hérna inn á hverjum degi og ég vil helst ekki þurfa að leita í nokkrum dálkum að pósti dagsins.

    Verður auðvelt að finna nýjasta póstinn á breyttri síðu?

    Kveðja María

  3. 23.10.2012 at 12:07

    Mér líst mjög vel á fyrirhugaðar breytingar. Varðandi þetta með póst dagsins og hvort leita þurfi að honum, þá er jú hægt að setja inn stutta tilvísun í hann í blogginu, en svo er pistillinn sjálfur í viðeigandi flokki.

  4. Anonymous
    23.10.2012 at 12:09

    sammála þeim hér fyrir ofan 😉

  5. 23.10.2012 at 13:07

    Líst ótrúlega vel á þá breytingu að hafa flokkaskiptingu efst á síðunni. En verður samt ekki ennþá hægt að rúlla niður forsíðuna og sjá alla póstana eins og þetta er núna?
    Verður frábært að geta leitað en maður vill samt ekki missa af neinu nýju 🙂

  6. 23.10.2012 at 13:36

    Engar áhyggjur, nýjasti pósturinn verður alltaf fremstur og á fremstu síðu, það er ekkert að breytast 🙂

  7. Anonymous
    23.10.2012 at 15:02

    mér finnst blogg oft offlokkuð, þeas mér finnst skemmtilegast að skrolla niður og skoða EN, að póstarnir fari svo í flokka eftir því sem þú td nefndir. td ef ég vil bara skoða bloggið óháð flokkuð þá gæti ég skrollað niður en farið til hliðar í flokka ef ég væri að leita eftir einhverju sérstöku td eldra bloggi 😀

  8. Anonymous
    23.10.2012 at 21:40

    mætti ég stinga upp á flokknum “veisluhöld” frekar en afmælisdálk. Líst annars vel á skipulags hugmyndina. Oft er maður einmitt bara að velta fyrir sér t.d. breytingum á herbergi og aðra daga kemst ekkert annað að en DIY. Hlakka til að sjá breytingarnar 🙂

    kv.Helga

  9. Anonymous
    24.10.2012 at 13:34

    Les bloggið þitt reglulega og finnst það frábært:) Líst vel á að gera það aðgengilegra með því að flokka það aðeins niður, sérstaklega hentugt ef maður er að leita eftir einhverju sem maður man eftir að hafa lesið á blogginu fyrir löngu síðan! Held það borgi sig að hafa fáa flokka a.m.k. til að byrja með. Annars segi ég bara bara keep up the good work:)

  10. Anonymous
    25.10.2012 at 10:04

    DIY og FYRIR/EFTIR er alveg möst!!

  11. Anonymous
    30.10.2012 at 15:01

    Sælar, ég kíki hér inn hvern dag eða um leið og ég sé hreyfingu á facebook þá VERÐ ég að kíkja hehe…held ég sé orðin háð þessu!! Líst vel á fyrirhugaðar breytingar, sting upp á að “litla búðin” verði meira sýnileg ;o)
    Væri líka gaman að sjá einn flokk þar sem væri spurt og svarað…varðandi hugmyndir af verkefnum. Annars finnst mér þetta allt æðislegt hjá þér og mér finnst líka flott þegar þú ert að gera DIY að þú lýsir því svo vel og hvaða aðferðir og efni þú notar….oft virðast hlutirnir svo flóknir en ef maður er með góðar lýsingar og veit hvaða efni er best að nota þá er maður fær í flest!! Takk enn og aftur fyrir FRÁBÆRT blogg!! Kveðja Krissa

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *