Emma öfugsnúna…

…er mætt á svæðið!
Skvo, ég á þennan tveggja hæða bakka úr RL rétt eins og margir aðrir….
…og hann hefur farið í hina ýmsu búninga í gegnum tíðina…
…jólin…
…stelpuafmæli….
…fermingarveisla…
…temmilega kasjúal sumarstemmari í eldhúsinu…
… og kertaljós með…
….og mér fannst hann svo sætur að ég keypti tvíburabróðir hans í skrifstofuherbergið…
…síðan um helgina var Álftanes sameinað Garðabæ í kosningu og ég sá mig tilneydda til þess að færa litla bæjarfélagið mitt um set, og setja það í eldhúsgluggann…
…sjáið þið hvað ég gerði?
Ég skrúfaði bakkann í sundur og skrúfaði svo standinn ofan í botninn aftur, sem sé sneri botninum við.
Gerði síðan slíkt hið sama við efri hlutann, sneri honum öfugt þegar ég skrúfaði hann á, og sleppti síðan alefsta standinum.  Þess vegna stendur bakkinn núna á svona “blúndufæti” og ég kem fyrir hlutum sem annars hefðu ekki, eða illa, komist fyrir.  T.d. hvarf litla húsið á bakvið blúnduna áður, en núna er það ekki vandamál lengur, jú sí?
…síðan af því að ég get alls ekki verið til friðs, þá setti ég þetta líka ofan á heimagerða kökudiskinn minn, og núna er þetta svona líka skemmtilegt…
…stjakarnir standa síðan á efstu hæðinni,  á meðan að litla húsið tekur vaktina á neðri hæð…
…svoldið sniðugt ekki satt?
…það þarf stundum ekki mikið til að gleðja mig 😉
Skrúfið þið oft bakka saman öfuga?
Eða flytjið heilu bæjarfélögin?
Eða flytjið aftur í gamla bæjarfélagið ykkar, án þess að færa ykkur? 🙂
*knúsar*

Þú gætir einnig haft áhuga á:

19 comments for “Emma öfugsnúna…

  1. Anonymous
    25.10.2012 at 08:43

    Mér finnst bakkinn eiginlega flottari svona, allt fína skrautið nýtur sín mun betur.

    Kv. María

  2. 25.10.2012 at 08:47

    Algjör snilld !! Það dettur engum svona snjallræði í hug nema þér. Fallegu hlutirnir þínir njóta sín miklu betur !

    kv
    Kristín Vald

  3. Anonymous
    25.10.2012 at 08:58

    Þú ert algjör snillingur, þetta er snilldar hugmynd!
    Ein smá spurning frá mér: hversu djúp er eldhúsborðplatan þín? Ég skil ekki hvernig allt puntið kemst fyrir en samt er svona mikið vinnupláss fyrir framan, er borðplatan extra djúp 🙂

    kv. Katrín

  4. Anonymous
    25.10.2012 at 09:01

    Geggjað… hvar fær maður aftur svona kertahús er sjúk í þau 🙂

  5. Anonymous
    25.10.2012 at 09:03

    Mjög sniðugt.

    Veistu hvort svona bakkar fást enn í Rúmfó? Og jafnvel hvað þeir kosta? 🙂

    Takk fyrir frábært blogg.
    Kv. Helga

  6. 25.10.2012 at 09:07

    gargandi snild 🙂
    ég á svona bakka og hef ekki skrúfað hann í sundur… eeeennn kannski maður geri það fyrir jólin þegar jólasveinarnir mæta á svæðið 🙂

  7. Anonymous
    25.10.2012 at 09:08

    Hahaha,þú ert nú alveg dásamlega orðheppin og fyndin :)Gott að flissa smá yfir morgunkaffinu.En ég er persónulega ekki mikið í því að skrúfa bakka saman öfuga en hver veit nema ég byrji á því núna,finnst þetta koma hrikalega vel út hjá þér
    Bestu kveðjur Sigga Dóra

  8. 25.10.2012 at 09:20

    Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.

  9. Anonymous
    25.10.2012 at 09:44

    hahahahaha …. þú ert nú alveg sko … Soffía 🙂 Yndislega fallegt og þú ótrúlega hugmyndarík eins og alltaf elskan. ÉG hef aldrei flutt svona á milli bæjarfélaga inni hjá mér enda á ég engin svona falleg hús ..snökkt snökkt. En þetta er gasalegt fallegt hjá þér eins og alltaf.

    kveðja Edda

  10. Anonymous
    25.10.2012 at 12:26

    Snilld eins og allt sem þú gerir,
    annað sem mig langar að spyrja þig um, verður þú með “kransakvöld” eins og þú varst með í fyrra ?

    kv Allý

  11. Anonymous
    25.10.2012 at 17:41

    ég spyr að því sama og Helga veistu hvort hann sé fáanæegur í dag í rúmfó? Æðislegar uppstillingar hjá þér með standinn 🙂

    Kveðja Kolbrún

  12. 25.10.2012 at 17:52

    Æji takk fyrir allar saman 🙂

    Katrín, borðplatan er 60 cm breið – en ég ákvað að láta hana flæða inn í gluggann í stað þess að vera með gluggakistu og þá varð hún 75cm, sem er snilld 🙂

    Kertahúsin komu úr Blómaval.

    Ég sá bakkana ekki fyrir löngu í Rúmfó, keypti t.d. þennan hvíta bara núna í september. Þeir kostuðu ca 1700kr, man ekki alveg – 1500-1700kr!

    Allý, ég hugsa að ég auglýsi kransakvöld – reyni kannski að hafa 1 eða 2. Þú getur sent mér póst ef þú hefur áhuga!

    Enn og aftur, takk fyrir öll kommentin! Ég met þau mikils 🙂

  13. 25.10.2012 at 20:21

    Hvar fékkstu jólatrén ?:)

  14. Anonymous
    25.10.2012 at 21:03

    Þetta er snilld 🙂 ég á ekki svona kökustand en er sammála flestum að dúllerið fær að njóta sín betur núna svona 🙂 upphækkunini er náttúrlega punkturinn yfir i-ið.

    Fyrir þær sem búa fyrir norðan þá fékkst þessi bakki, í rúmfó í september þá brúnir á litinn 🙂 ég veit ekki hvort hann er til lengur … þar sem ég hef ekki kíkt þangað lengi.

    kv AS

  15. 25.10.2012 at 22:24

    Jónína,

    hvítu fjaðratrén eru úr Rúmfó – sennilega fyrir 6-7 árum síðan.
    Hin trén eru frá Ilva 🙂

  16. Anonymous
    26.10.2012 at 08:37

    Djöfulsins SNILLINGUR!!!!!!! Nýjasta æðið verður sem sagt að skrúfa bakka öfugt saman, fótanuddtæki hvað????? Bjútifúl eins og alltaf.
    Kveðja, Svala öfugsnúna (S&G)

  17. Anonymous
    26.10.2012 at 20:34

    Sæl

    Langaði að spyrja um gardínurnar sem þú ert með í eldhúsglugganum, eru þetta sem sést í gegnum á kvöldin? Er í þessum pælingum og fékk valkvíða þegar ég fór að skoða 🙁 finnst þær smart hjá þér. En takk fyrir að bjóða manni í heimsókn til þín á smarta heimilið þitt 🙂 (í gegnum bloggið)hihi

    Kv. Ólína

  18. 01.11.2012 at 00:57

    Svala, næst: skrúfa Fótanuddtæki öfugt saman 😉

    Ólína, þetta eru svona gardínur sem sést í gegnum, svona rétt aðeins. Eru úr Byko og bara mjög fínar, fást líka flottar í Ikea.
    Gangi þér vel að velja 🙂

  19. Þuríður
    19.10.2014 at 15:22

    Þetta er flott hjá þér, ég á svona bakka og allskonar kertahús og allskonar fínirí, takk fyrir hugmyndirnar, nú er að prufa að gera eitthvað úr þessu öllu

Leave a Reply to Anonymous Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *