Með allt á hornum mér…

…and I loik it 😉
Ég og hreindýr, hreindýr og ég!  Þetta fer að verða svoldið þreytt dæmi, ef hreindýrin væru ekki svona dásamlega falleg.  Svo er líka ágætt að taka smá pásu frá fuglunum og uglunum – VÁ, ugla er fugla, bara mínus -f, spooooooooky!
Ég var með smá skoðannakönnun inni á Facebook-síðunni í gær og sýndi tvær myndir og bauð fólki að velja hvort það vildi sjá í dag.
  Það er skemmst frá því að greina að No2 rúúúúúústaði No1,
svo mikið að No 1 skammaðist í burtu og sést ekki fyrr en eftir helgi 🙂
Byrjum þá að bulla.  Mér er búið að langa svoooooo lengi í hreindýrahorn.  En ég vildi ekki eignast hreindýrahorn – skiljú.  Ég er disneybarn og því hugsa ég bara um Bamba litla og pabba hans og gat ekki alveg hugsað mér að hafa þá uppi á vegg.
En svo fékk ég þessi dýrðlegu Broste-horn, og vitiði hvað, þau eru ekta gervi horn.  Sem sé úr við!
Hurrrrrrrayyyy, ég get haft horn á vegg, án alls samviskubits.
Bambi og pabbi hans hlaupa enn frjálsir einhversstaðar í Disney World og allir eru glaðir – og mamma hans Bamba er auðvitað með þeim líka  🙂
…síðan þarf að finna öllu stað!
Munið þið eftir þessum vegg..
…sem varð fyrir næturmálun skreytingaróðu konunnar
(og btw bóndinn tók ekki einu sinni eftir þessu morgunin eftir ;)
…síðan er ég búin að vera að prufa hitt og þetta á veggina, svona til að klára vegginn…
…og núna!
….ahhhhhh, er þetta ekki bara pínu lítið gordjöss horn!
…og ég stóðst náttúrulega ekki mátið og hengdi smá skraut í,
svona til þess að fá smá kósý stemmingu…
…hjartalukt og skrauthjarta…
…nú ef þið eruð að spá hvar “Bambi” litli var settur,
þá er hann hér…
….úúúúúú mér finnast þau svo fín 🙂
lilli litli…
…og stórinn…
…luktin sem hangir hérna, og hjartað líka…
…var notað sem skraut fyrir utan í sumar…
…um að gera að finna hlutunum nýja staði eftir árstíðum…
…í örðum fréttum er þetta helst:  Þegar þið lesið þennan póst þá verð búin að yfirgefa kall og börn yfir helgina, og verð í flugvél á leið til kóngsins Kööööööben 🙂
Úje, það verður ekki leiðinlegt!  Ég hef ekki farið út í tvö og hálft ár núna og er verulega spennt.
Verri fréttir eru hins vegar þær að mánudags blogg kemur seint inn, jafnvel svo seint að það verður kominn þriðjudagur – en ég vona að þið fyrirgefið mér það!
Ég geri ráð fyrir að reyna að munda Visakortið í sitt hvað skemmtilegt (sorry elskan) og þið munið væntanlega fá að njóta góðs af því að sjá hvað ég dró með mér heim…
…í öðrum fréttum er það að like á Fésbókarsíðuna (sjá hér til hliðar) eru komin yfir 2500 sem er alveg ótrúlega frábært.  Þið eruð svo yndislega skemmtileg og dásamlega duglegar að komment að það gleður mig alveg óstjórnlega.
Ég er sko ekkert að ljúga þegar að ég segji ykkur að hvert komment er eins
og bensín sem drífur mig áfram.
Þannig að ég vill bara þakka ykkur hjartanlega fyrir enn og aftur.  Svo þegar að nóvember gengur í garð, þá fer ég að byrja að jóla smám saman og þá verður nú gaman að vera til 🙂
Takk fyrir að vera til, eigið yndislega helgi og risa *knús* ykkur til handa 🙂
p.s…
þess ber að geta, að alltaf þegar ég skrifaði horn – þá heyri ég þetta hérna:
Nauts, ég er ekki með óþroskaðann húmor 😉

11 comments for “Með allt á hornum mér…

  1. Anonymous
    26.10.2012 at 17:07

    góða ferð og skemmtun í Köben…….verslaðu nú vel af jóla jóla 🙂 Stór draumur hjá mér að komst til Köben einhvern tíman í nóv/des í jólastemmingu og jólatívolí, draumur sem mun rætast eitthvert næsta árið 🙂

    kveðja
    Kristín S

    p.s. hlakka til að sjá góssið 🙂

  2. Anonymous
    26.10.2012 at 17:15

    þetta er ótrúlega töff
    Góða skemmtun í úglöndum…..
    Kveðja Andrea

  3. 26.10.2012 at 22:12

    bahahaha, ég hló af óþroskaða húmornum!

  4. Anonymous
    27.10.2012 at 18:16

    Gangi þér vel í útlöndum ……..útgjöldum :)hlakka til að sjá afraksturinn.

  5. 28.10.2012 at 04:12

    hreindýrahorn úr viði hljómar alveg dásamlega.
    -Erla

  6. Anonymous
    28.10.2012 at 10:54

    Hvar fékkstu þessi æðislegu hreindýrahorn? ég er búin að leita lengi að einhverju sem kostar ekki hálfan handlegginn:-/

    kkv Hildur

  7. Anonymous
    29.10.2012 at 09:08

    Já þetta er bara krúttað nei alla vega þessi litli 😉 og hjartaluktin maður !!!

    Hlakka til þegar jólablöggin koma 🙂 og góða skemmtun í Köben …. verður spennandi hvað þú kemur til með að sýna okkur 🙂 🙂

    kv AS

  8. 29.10.2012 at 20:21

    Bíð spennt eftir No2

  9. Anonymous
    29.10.2012 at 20:49

    Snilldin ein 🙂 hreindýrahornin alveg eðal.

  10. Anonymous
    30.10.2012 at 11:06

    Æðisleg horn! Ertu til í að segja okkur hvar þú keyptir þau :)Langar svo í eitt lítið!

  11. 01.11.2012 at 00:59

    Hornin eru frá Broste og fást í Línunni. Þið getið örugglega hringt og fengið verðið á þeim þar 🙂

    Takk fyrir öll kommentin!

Leave a Reply to Dossa G Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *