No.1…

…fær þá loks að láta ljós sitt skína!
 Nú til þess að maður láti áfram menningarlegann húmor sinn skína í gegn, þá er það þetta sem er í hausnum á mér í allri þessari númer 1 eða 2 umræðu 🙂
En yfir í póst dagsins, og aftur abbsakið póstleysi gærdagsins!
Ég á eftir að skrifa smá póst um Danmerkurferðina mína en ekki í dag…. í dag er það númer 1 sem hlaut áberandi minnihluta kosningu, spurning hvort að maður ætti fremur að sleppa því að setja inn póst sem hlaut svona lélega kosningu 🙂
En eitt sinn þá fengum við okkur þessar barstóla.  Fínir og fallegir stólar en því miður var alveg ferlegt hvað það safnaðist af hundahárum á fótinn á stólunum.  
…þar að auki þá snúast þeir og ég sá fyrir mér litla kallinn að slasa sig á þeim…

…þarna sjást þeir kíkja yfir brúnina á eyjunni, svona rétt til þess að kveðja – þar sem að núna eru þeir komnir á nýtt heimili – þar sem þeir geta hlaupið frjálsir um akrana og leikið sér.  Eða hvað sem fólkið sem keypti þá gerir við þá – í það minnsta “adios”, “sayonara”, “cheerios” eða “chair-ios” 🙂 

Ég er búin að vera að leita mér að nýjum stólum logandi ljósi en hef ekki fundið neina sem voru mér að skapi.  Reyndar var ég mjög hrifin af Ingolf stólunum frá IKEA, og er búin að vera að leita að Ingolf-um í smáauglýsingunum á er.is í lengra tíma en án alls árangurs.  Ég vildi helst finna þá úr við þannig að ég gæti spreyjað þá eða beitt einhverjum brögðum til þess að gera þá að “mínum.
Skemmst frá því að segja, ég gafst upp á biðinni!  Skundaði af stað í IKEA og fékk mér Ingolf og dró hann með mér heim.  Núna stendur þessi elska í eldhúsinu og er svona líka sætur…

…þess ber að gæta að Ingolf kemur í tveimur hæðum, þannig að það er bæði hægt að redda sér hávöxnum og lávöxnum Ingolf-i, svona svo að allir fái það sem þeir þær vilja…
…ég ákvað að nota límmiðana sem að ég fékk í Söstrene Grenes
og eru frábærir, og límdi þá á stólbakið…
…og þannig varð No.1 til…
…ég er agalega kát með hvað hann fellur vel inn í umhverfið og rétt kíkkar upp fyrir borðbrúnina, bara svona rétt til þess að minna á sig… 

…glöggir taka kannski eftir því að fallegu Festivo kertastjakarnir mínir frá Iittala hafa eignast nýjan vin, en elskan mín færði mér einn stjaka til viðbótar um daginn – svona er hann nú sætur þessi elska…

…Ingolf eignast líka sessunaut, hohoho, eða í það minnsta sessuna Justina… 

…og þá kemur hann svona út…

…eldhússtemmarinn í fullu swingi… 

…við bættum síðan við No.2 

..og auðvitað bætti ég líka við límmiðum á seinni stólinn… 

..svona eru þeir saman bræðurnir, Ingolf og Ingólfur…

Hvað er annars að frétta af ykkur?
Er Ingólf í ykkar lífi?
Sáttar við hann?
Gerðuð þið eitthvað skemmtilegt í gær, í öllu þessu bloggleysi?

Þú gætir einnig haft áhuga á:

10 comments for “No.1…

 1. Anonymous
  30.10.2012 at 09:02

  Þetta eru ofsalega fallegir stólar og sóma sér svo vel í fallega eldhúsinu ykkar 🙂 enn og aftur elska þessa síðu hjá þér og kíkji oft á dag og fæ alveg fullt fullt fullt af hugmyndum frá þér 🙂 er sko ekkert að hata það neitt 🙂

 2. 30.10.2012 at 09:38

  Mjög sátt við No 1

 3. Anonymous
  30.10.2012 at 09:45

  Sæl og takk fyrir að segja okkur frá no. 1 og no. 2. Geggjað flottir límmiðar og kemur svona líka vel út á Ingolf-i… ég á einn mini Ingolf, þ.e. barnastól, nú fer ég og kaupi límmiða og set nafnið á barninu á stólinn… brilljant 😉
  Kv. Magga

 4. 30.10.2012 at 10:15

  Ég á svarta Ingolf eldhússtóla en þeir eru orðnir pínu lúnir, dauðlagnar að spreyja/mála þá í einhverjum lit en get ekki ákveðið mig hvaða lit…
  túrkís? rauða? eða bara aftur svarta?

 5. 30.10.2012 at 10:41

  æðislegir stólar og límmiðarnir brill 🙂

 6. Anonymous
  30.10.2012 at 10:47

  Þetta eru flottir stólar hjá ykkur og þeir virðast passa vel inn í eldhúsið.

  Málaðir þú neðstu spítuna svarta?

  Kv. María

 7. Anonymous
  30.10.2012 at 11:08

  Flottir stólar og alltaf svo sætt hjá þér. Langar svo að vita hvaðan hreyndýrshornið kemur sem er þarna á vegnnum á bakvið …já og í síðasta pósti.

 8. Anonymous
  30.10.2012 at 19:16

  sökum bloggleysis í gær fór ég í búð og eyddi fullt af peningum hehhehe kannski ekki alveg 🙂
  Eignaðist samt áðan rosalega falleg hreindýrshjón sem liggja á fótum sér og horfa á allt og alla í kringum sig. Langaði rosalega til að geta keypt herrann standandi og frúnna liggjandi en það er ekki boði, eins og það er nú brillijant hugmynd 🙂
  Held kannski að þú hafir smitað mig aðeins af þessu hreindýra-æði-brasi – þema 🙂
  kveðja
  Kristín S

 9. Anonymous
  31.10.2012 at 10:35

  Oh nú langar mig í nýja eldhússtóla 😉 Mínir eru líka stórhættulegir klifursnúningsstólar með hundaháraspegli neðst. Ojjj.
  Kv. Auður

 10. 01.11.2012 at 01:01

  Hreindýrahornin fást í Línunni.

  María, spítan er svört þarna á stólunum, af því að fólk er með lappirnar þarna. Svona til þess að hlífa henni væntanlega.

  Kristín, sorry með sjoppið – en samt ekki 😉

  Auður *knúúúúúúúús

Leave a Reply

Your email address will not be published.