Algjör sleði…

…er málið í dag.

Ég ætla ekki að reyna að halda því fram að ég sé alltaf skynsöm.  Ég meina fjandinn, afsakið orðbragðið, en þið sem hafið lesið í einhvern tíman þekkið mig eflaust það vel að þið vitið að ég er óttalegur rugludallur 🙂  En oftast nær, þá reyni ég að beita fyrir mig einhverju sem svona skynsemistilraunaþóefekkibragði.  Reyni að gera góða díla, að kaupa eitthvað sem ég hef óljósa hugmynd um hvar ég ætla að setja og þar fram eftir götunum.  Þó kemur fyrir að mig langi í eitthvað sem meikar ekkert sens, sem er bara nett bilun – og það er næstum skemmtilegast.

Svona sem fæ húsbandið til þess að halla undir flatt, hnykla augnabrúnirnar og horfa á mig með svona “í-hvað-var-ég-að-koma-mér-í-með-því-að-giftast-þessari-augnaráðinu” sínu.  Oftast nær fer hann bara að hlægja að vitleysunni í mér, en ef þetta er stór hlutur – sem “fyllir” bílskúrinn, þá verður hann ekki eins glaður.

Þessi hlutur er ekki svo stór, en hann húsbandið var svona: “hvað í ósköpunum ætlar þú að gera við þetta??”

photo

…þegar að ég tilkynnti að þetta væri sko ekkert smá bráðnauðsynlegt til þess að eiga til að skreyta um jól og vetur, hvort sem væri utan eða innandyra, þá bara yppti hann öxlum og málið var útrætt.  Sko, þetta tók bara 20 ár að koma honum í skilning um mikilvægi þess að kaupa eldgamla sleða til þess að nota bara í nokkrar vikur á ári.

Það sem var hins vegar öllu verra er ástandið á bílskúrnum er fremur bágborið þessa daganna, frúin tók upp á að halda bílskúrssölu og er í leiðinni að sortera hitt og þetta, og mála eina hillu, að útbúa smá ljós og eitt og annað smálegt sem týnist til (skyldi ég vera með athyglisbre—–nei sko hvað er þetta?).  Sem sé, allt að gerast í skúrnum.

Þannig að ég var ekkert að koma þessu fyrir í skúrnum – bíðið, ég á enn eftir að segja ykkur frá fleiru sem hefur ratað þangað inn – og hvað var þá til ráða, eldhúsið (af því að það er svo lítið af dóti inni í húsinu…

03-2014-09-25-182607

…sleðinn þykir mér dásamlega fagur og fínn.  Svo gamall og þreyttur og alveg eins og ég sá fyrir mér…

04-2014-09-25-182609

Ég fann hann á mynd á síðunni hjá Húsi Fiðrildanna og var alveg friðlaus þar til ég var búin að sækja hann…

05-2014-09-25-182616

…og þá var bara að prufa sig áfram með hvað ætti að fara á´ann…

06-2014-09-25-182810

…ég varð reyndar stressuð að vera með kertið þarna við gardínurnar, því að þegar þær færast með helv rokinu golunni, þá var ég hrædd um að þær myndu bara loga…

09-2014-09-25-182824

…ég setti síðan risastóra stálfatið mitt þarna, með orkídeum sem eru í “orlofi” á meðan þær bíða eftir að blómstra…

11-2014-09-26-185731

…en það var eitthvað sem að vantaði.  Þannig að ég tók löberana, sem stóðu þarna í körfu áður, og setti þá í sleðann – eða undir sleðann – og mér fannst þetta look-a betur…

13-2014-09-26-190313

…og þetta er nú líka bara til þess að hafa gaman af því …

14-2014-09-26-190316

…þó ég sé ekki mikið að kveikja á kertum þarna, þá finnst mér fallegt að hafa stjakana.  En ég setti lítinn disk undir svo þetta haldi betur jafnvægi…

15-2014-09-26-190340

…hvað segið þið um svona?

Er ég endanlega gengin af göflunum?  Alger sleði?

Rétt upp hönd allir sem eru með sleða í borðstofunni?!!

Bara ég?  Oh well 🙂

18-2014-09-26-190351

Þú gætir einnig haft áhuga á:

7 comments for “Algjör sleði…

 1. Margrét Milla
  06.10.2014 at 08:22

  Ó þessi rennur! Bara dásemd 😀

 2. Asa
  06.10.2014 at 08:39

  Fallegt!

 3. Kolbrún
  06.10.2014 at 08:40

  Hann er æði þessi sleði og hugmyndaflugið vá ég dáist að þér,hann líka er svolítið svona jóló Emil í Kattholti eithvað. Bara flottur

 4. Greta
  06.10.2014 at 09:18

  ÆÐI!
  Svona sleði er búinn að vera á óskalistanum mínum í mörg ár þannig að ég skil þig alveg 🙂

 5. Margrét Helga
  06.10.2014 at 09:31

  Þessi sleði er geggjaður! Mig hefur lengi langað í svona sleða. Sé hann alveg fyrir mér úti, með stórri lukt á (þ.e.a.s. stærðarhlutföllin þurfa auðvitað að passa saman), fullt af könglum, kertaljósi og svoleiðis fíneríi 🙂 Og ég sé líka fyrir mér roklausan desember…sem sagt…not going to happen :p En maður má alltaf vona! Spurning ef maður fær sleðann hvort að hitt komi sjálfkrafa á eftir. En ég hlakka ógó mikið til að sjá hvernig þú skreytir hann fyrir jólin!

 6. Þorbjörg Gunnarsdóttir
  06.10.2014 at 10:49

  Alveg frábær hugmynd! Ég er alltaf í vandræðum með þessa fáu löbera sem ég á. Síðast í gærkvöldi leitaði ég og leitaði, ætlaði aldrei að finna hvar ég hafði sett þá síðast!

 7. Inga kr.
  08.10.2014 at 18:23

  Hæ Soffía ! Frábær sleði, ó hvað ég öfunda þig. Frábært að skreyta hann í desember ! Hafa hann úti fyrir framan innganginn, og skreyta m. erikum,ofl.fl……….hafa líka ef þú átt skauta, en nú er eggið farið að kenna hænunni…!!!!
  Ég þarf að finna sleða. Takk fyrir að vera þú ! Kveðja Inga

Leave a Reply

Your email address will not be published.