Stundum fæ ég móral…

…endalausan móral!  Ég geri ráð fyrir að þetta hendi flesta…..eða ég vona það.
Mér finnst eins og ég hafi ekki nægan tíma til þess að sinna hinu og þessu, að ég sé ekki nógu góð mamma, ekki nógu góður vinur, dóttir, systir og þar fram eftir götum.  Maður er einhvern veginn alltaf að elta skottið á sjálfum sér.  Þú ert með móral yfir hinu og þessu, bæði að ástæðu og örugglega líka að ástæðulausu.
Það bætist stundum við móralinn hjá mér að mér finnst ég ekki vera með nógu gott/spennandi/mikilvægt blogg.  Suma daga er ég með ýmislegt skemmtileg, eins og þetta hér, og þetta hérna.  En aðra daga, eins og í dag, þá er ég ekki með neitt sérstakt til að sýna ykkur.
Ég finn stórann mun á póstunum þegar að ég er að setja inn eitthvað frá sjálfri mér, og þegar ég set inn eitthvað sniðugt sem ég finn á netinu, eins og póstur gærdagsins.
Í fullkomnum heimi þá væru allir póstar stórkostlegir, með alls konar brillijant hugmyndum og myndum – en sumir eru víst bara hálfgerð móða.
Á ég að segja ykkur svolítið, bara svona leyndó okkar á milli 😉  Ég hef lent í því að sofna við tölvuna, því að ég vil endilega koma einhverju inn á bloggið á hverjum degi…..muhahhaaha!  Ég hef líka lent í því að staulast inn í sófa, steinsofna, vakna kl 4 að nóttu og setjast við tölvuna til þess að setja inn einhverja einstaka visku og fróðleik – eins og t.d. þessi póstur hér!
Því bið ég ykkur að hafa biðlund með mér, þá daga sem lítið er að gerast hérna, þá er ástæðan oftast sú að ég er að stússa í einhverjum öðrum verkefnum, sem eiga þá eftir að birtast á blogginu nokkrum dögum seinna.
Það er stundum erfitt að setja inn 5 pósta á viku, frá mér sjálfri, og að hafa gert það í rúm tvö ár.  
Við erum að tala um 687 pósta.
En ég vil bara þakka ykkur fyrir að nenna að skoða, að fylgjast með misgáfulegum bloggum.  Sum skrifuð af svefndrukkinni konu með lyklaborðsfar á enninu, meðan að önnur eru “snilldin” uppmáluð.
Ég kann að meta ykkur öll/ykkur allar og væri ekki að þessu nema vegna þess að þið eruð hér með mér.
Þannig að hjartans þakkir, enn og aftur – og ég lofa!  Skemmtilegri póstar eru á leiðinni.
p.s. muhaha þessi póstur byrjaði allur á þessu af því að mér fannst þessar myndir af borðinu mínu vera svo lítið spennandi 🙂  Eigið yndislegan dag!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

29 comments for “Stundum fæ ég móral…

 1. Anonymous
  06.11.2012 at 08:11

  Bloggið þitt er frábært og ég get skoðað það heilu og hálfu dagana. Líka eldri færslur og myndir 😉 Settu sjálfa þig og þína í fyrsta sæti við aðdáendur bloggsins getum bara beðið og notið þess að lesa eldri færslur.

 2. Anonymous
  06.11.2012 at 08:13

  Sammála fyrsta ræðumanni 🙂
  Þú og þínir í fyrsta sæti 🙂

 3. Anonymous
  06.11.2012 at 08:21

  Hæ, þú ert algjör snillingur og þú værir held ég ekki spennandi ef það væri nú alltaf blogg uppá 150% á hverjum einasta degi. Það er það sem geriri þið svo skemmtilegan bloggara. Þetta er stundum bara uppstilling í hillunum þínum sem er líka svo gaman að skoða því þannig fær maður líka og arf að fá skemmtilegar hugmyndir líka þannig. Kallinn minn segjir bara “þú ert alltaf að skoða þetta skreytum hús blogg” já aðþví ég elska það hahaha. Haltu bara áfram að vera “ekki” fullkomin 😉 Þú ert alveg með þetta 🙂

  Kveðja Andrea

 4. Anonymous
  06.11.2012 at 08:27

  Bloggið þitt er frábært og þó að það sé ekki allltaf eitthvað nýtt í gangi er alltaf gaman að fara og kíkja á Skreytum hús.. síðan ertu svo góður penni að það er líka gaman að lesa það sem þú setur inn sbr. þegar þú fannst gamla bréfið í náttborðinu.. Keep calm and carry on :-)kv. Ingunn

 5. Anonymous
  06.11.2012 at 08:28

  Í öllum bænum ekki taka af svefninum til að þjóna okkur áhugasömu úti í bæ. Þú átt þitt líf og fjölskyldu sem þarf að sinna og við getum bara beðið spennt(ar)þangað til kemur nýr póstur, hvort sem það er daglega eða vikulega. (Játa alveg að það yrði erfitt að sjá bara einn póst á viku en alveg skiljanlegt samt 😉 Takk og meira takk fyrir eljusemina þína hingað til og fyrir að fá að njóta yndislegu hugmyndanna þinna. Farðu vel með þig og taktu þér allan tíma sem þú þarft. Bestu kveðjur, Guðrún

 6. Anonymous
  06.11.2012 at 08:33

  Þú mátt alls ekki fá móral yfir blogginu – því um leið og það fer að setja á þig kröfur og verða einhverskonar “skylda” þá missir það upphaflega tilganginn, sem er svo ótrúlega góður! Að skrifa um eitthvað sem þig langar, og sýna okkur það sem þér þykir spennandi – bara því þig LANGAR, en ekki því þú ÞARFT.
  En þú, ert yndisleg – og bloggið líka! Alltaf fyrsta síðan sem ég opna á morgnanna 😉

 7. Anonymous
  06.11.2012 at 09:02

  sammála þeim hér fyrir ofan. Ekki gera bloggið að kvöð, þá missir það frekar marks.
  það er nú líka bara þannig að suma daga höfum við ekki tíma til að kíkja hér inn og þá safnast upp blogg sem hægt er að nýta helgina í að skoða 🙂

  Haltu bara áfram og mundu að fæstir bloggarar geta sett inn færslu alla daga, nema þeir séu fréttabloggarar
  kveðja
  Kristín S

 8. Anonymous
  06.11.2012 at 09:02

  Bloggið þitt er æði en þú átt nú ekki að sleppa svefn til að sitja inn blogg. Þú verður að sitja þig og þína í fyrsta sæti við biðum alveg róleg;)

  Kv.Hjördís

 9. Anonymous
  06.11.2012 at 09:02

  Alveg nóg að koma með t.d. mánudags- miðvikudags og föstudagspósta!! Ég hef einmitt lengi velt því fyrir mér hvernig þú hefur tíma til að gera þetta allt? Mér skildist nefninlega að þú værir í vinnnu líka?! Þetta er frábært blogg og ég vel frekar gæði en magn…. Minna er meira! :*
  kv. Berglind

 10. Anonymous
  06.11.2012 at 09:03

  Algjörlega sammála síðasta ræðumanni, alls ekki láta bloggið verða að neinni kvöð, bara hafa gaman að þessu og í gvvuuðanna bænum settu þig og fjölskylduna í fyrsta sæti 🙂 Ég er bara þakklát fyrir hverja færslu, hvort sem hún kemur daglega eða vikulega og hvort sem hún er frá þínu heimili eða af öðrum síðum. Þú getur ekki ímyndað þér hvað ég er búin að fá margar frábærar hugmyndir af síðunni þinni, alltaf jafn gaman að skoða og þó að þú hafir bara breytt smá uppstillingu 🙂 Svo er líka bara svo gaman að lesa pælingarnar þínar 🙂 Takk fyrir mig !!
  Sigurborg

 11. Anonymous
  06.11.2012 at 09:10

  Sammála öllum að ofan.
  Við getum alveg beðið. 🙂 Þá verður bara ennþá meira gaman þegar kemur eitthvað djúsí frá þér.
  kveðja
  Kristín Sig.

 12. Anonymous
  06.11.2012 at 09:21

  Er líka sammála öllum að ofan, þú ert algjör ofurbloggari og það er svo gaman að koma hingað á fallegu síðuna þína. Taktu tíma fyrir sjálfa þig þegar þú þarft og gefðu blogginu frí dag og dag.
  Takk æðislega fyrir mig! 🙂

  -Anna.

 13. 06.11.2012 at 09:28

  elskan mín við getum alveg verið einn og einn dag á bloggs 🙂 það myndu ekkert færri kíkja hingað inn…. það er svo mikið af gömlum og góðum færslum að það er skó nóg hægt að skoða 🙂

  settu þig í fyrsta sæti og það er engin skilda að koma með blogg á hverjum degi.

  mér finnst gaman að skoða alla pósta frá þér… þeir eru allir jafn spennandi, og bara gott að hafa þá fjölbreytta 🙂

 14. Anonymous
  06.11.2012 at 09:43

  Haha ég hef einmitt pælt í hveru ótrúlega orku þú hafir. Það hefur komið fram hér á blogginu að þú eigir hunda og börn og sért í vinnu. Sami pakki og ég er í. En aldrei gæti ég haldið úti svona flottu bloggi ofan á þetta allt. Hef stundum pælt í hvað séu margir tímar í sólahringnum þínum! Ég hef gaman af því að gera fínt heima hjá mér og finnst frábært að geta notað allar hugmyndirnar þínar. En ég skil svo vel að þú hafir ekki tíma í 5 blogg á viku! 🙂

  Sunna

 15. Anonymous
  06.11.2012 at 10:06

  Þetta snýst ekki um magn, heldur gæði. Bloggið og myndirnar ylja okkur hinum mjög mikið.

 16. 06.11.2012 at 10:28

  Elskan mín ekki vera með móral að pósta ekki inn á hverjum degi, því þú eyðir tíma í að pósta þessu og ég eyði tíma (sé ekki eftir honum) í að lesa póstana þína, á meðan eru börnin okkar sinnulaus og maður rétt nennir að opna kókópöffsið (úr kosti) fyrir þau! Svo þegar þú tekur þér bloggfrídag þá næ ég að sinna einhverju líka 🙂
  Knús í hús
  Margrét Milla

 17. Anonymous
  06.11.2012 at 11:04

  Verð að taka undir þessi fyrri ummæli,Ég hef oft velt þessu fyrir mér hvernig þú hafir tíma og nennu í þetta allt saman 🙂

 18. Anonymous
  06.11.2012 at 11:18

  Verd ad taka undir med theim fyrir ofan. Hafdu gaman af thessu, ekki láta thetta vera kvöd og ekki hafa móral thó thú missir úr dag og dag eda sért ekki med byltingarkennda pósta í hvert skipti.
  Satt best ad segja hefur hver einn og einasti póstur frá thér hitt í mark hjá mér. Ég elska myndirnar sem thú tekur, textann sem thú skrifar og bara stemninguna sem er í kringum thig. Aldrei hef ég ordid fyrir vonbrigdum med póst frá thér og bidst ég sko hér med afsökunar ad ég skuli ekki kommenta vid alla pósta thví ég sannarlega les thá alla 😉
  Keep up the good work og hugsadu nú vel um sjálfa thig elskan.
  Knús
  Svandís

 19. Anonymous
  06.11.2012 at 11:29

  Frábært blogg sem alltaf er gaman að lesa. Margar flottar hugmyndir og ég hreinlega skil ekki hvernig þú kemst yfir þetta allt 🙂 Mér fyndist þrír nýjir póstar frá þér á viku bara súperflott 🙂

  Kv Halldóra

 20. Anonymous
  06.11.2012 at 12:26

  Sammála þeim hér að ofan !
  Það er mjög gaman að lesa þegar það kemur eitthvað nýtt og það þarf ekki að vera alltaf eitthvað stórkostlegt 🙂 og ef það kemur ekki eitthvað nýtt þá er bara hægt að skoða það gamla og góða. Engin pressa!
  Farðu vel með þig og þína og haltu áfram að hafa gaman af því sem þú ert að gera því þá verður það svo skemmtilegt fyrir okkur hin að lesa og skoða.

  kv. Gulla

 21. Anonymous
  06.11.2012 at 16:02

  Elsku Dossa mín!

  Ég tel mig nú þekkja þig kæra vinkona nokkuð vel og guð minn góður samviskusamari manneskju, vandvirkari eða hugmyndaríkari er vart hægt að finna. Þú ert án efa dásemdarmamma og eiginkona og fallega familían þín er rík að eiga þig að. Algjörlega bannað að sitja dauðþreytt yfir þessu uppáhaldsbloggi mínu, veit að þetta er ástríða þín og allt sem þú gerir, skrifar og kemur frá þér er til fyrirmyndar. En mundu eftir sjálfri þér og gefðu þér tíma til að vera til og njóta. Ekki láta bloggið þitt verða að einhverri kvöð sem þú svo gefst á endanum upp á. Haltu áfram að vera yndisleg í alla staði. Elska að fá hugmyndir hér inni þar sem smekkur okkar er oft á tíðum skuggalega líkur.

  Knúsar og kram,

  Anna Rún.

 22. Anonymous
  06.11.2012 at 20:22

  Hæ hæ,
  Ég er sammála öllum hér að ofan. Þetta blogg hjá þér er alveg yndislegt og ég kíki á það á hverjum degi. Mundu samt að setja þig og þína í forgang því það er það sem skiptir máli. Hlakka samt ótrúlega að sjá hvað þið eruð að bralla núna 🙂
  Bestu kveðjur, Arnrún

 23. Anonymous
  06.11.2012 at 20:35

  Blessuð vertu!! Eins og þú … (vilt meina að þú sért ekki nógu dugleg að blogga) … þá erum við líka ekkert OF duglegar að commenta hjá þér …. oft gleymi ég mér bara í að skoða nýtt og gamalt hérna og fatta ekki að commenta….en ég eeeeeeeeeeeelska þetta blogg ÞAÐ ER MITT UPPÁHALDS ;o)
  kv.Krissa

 24. Anonymous
  06.11.2012 at 20:47

  Sammála öllum hérna fyrir ofan, þúsund þakkir fyrir æðislegt blogg… knús..

 25. 06.11.2012 at 21:08

  elskan mín þó það nú væri að allir póstar eru ekki “brilliant”. Bara guði sé lof að þú átt líka daga þar sem manni finnst ekkert ganga upp. Því það upplifi ég svo sannarlega við og við.
  Alltaf gaman að lesa bloggið þitt, tær snilld 🙂 keep it up sama hvað

 26. Anonymous
  06.11.2012 at 22:20

  Alltaf gaman að koma við á blogginu þínu 🙂
  Þú ert snillingur.
  Kv. Anna Kristín Scheving

 27. Anonymous
  07.11.2012 at 08:40

  Vil ekki heyra svona vitleysu Dossfríður mín. Þetta blogg er ALLTAF æðislegt, sama hvað þú býður uppá. Þú átt alltaf að setja þig í fyrsta sæti, mundu það. Keep calm and BE YOURSELF!!!!
  Kveðja, Svala (S&G)

 28. Anonymous
  07.11.2012 at 10:03

  Sko…eins og hefur komið fram hér fyrir ofan þá ertu snilldar penni, svo það er alls ekki bara vegna þess hvað þú ert að framkvæma sem er gaman að lesa póstana þína, heldur líka hvernig þú segir frá. Þú ert bara æði alla daga.
  Kv. Auður.

 29. 07.11.2012 at 17:42

  Vááá, ég tel þig nú vera ansi virkan bloggara….sérstaklega þar sem ég er svo einstaklega löt…hehe….kannski bara 1-2 færslur í mánuði 😉

  Kristín

Leave a Reply

Your email address will not be published.