Þakklæti, hreindýr og könglar…

…hissa – klökk – ánægð – ofsalega þakklát…
og allt þar á milli!
Þetta voru tilfinningarnar sem ég upplifði við að lesa kommentin ykkar í gær.
Þegar að ég skrifaði póstinn þá var það ekki til þess að reyna að fiska eftir hóli, ég var aðeins að reyna að “afsaka” það að mér fannst ég ekki hafa neitt að pósta 🙂
Þannig að ég þakka ykkur öllum, yndislega fólk, fyrir falleg orð, endalausa hvatningu og almenna hlýju í minn garð – ég kann svo sannarlega að meta þetta!
En til þess að síðan breytist ekki í www.væmnakjellinginsemröflar.is,
vippum okkur yfir í verkefni dagsins:
…ég keypti poka af minikönglum og síðan notaði ég brúnan vír sem ég átti fyrir, og gamlar gervigreinar sem að ég átti líka fyrir (skvoooo margborgar sig að henda ekki neinu)…
…fínt að nota svona gervigreinar, því að þá er hægt að sveigja og beygja þær eftir þörfum.
Annars líka hægt að nota greinar úr garðinum en þá þarftu að vera búin að taka nákvæmt mál af kertinu/stjakanum, svo að þetta passi alveg á…
…könglarnir eru einfaldlega festir á vírinn með einhverju millibili (bara með því að snúa vírnum utan um köngulinn, eða stilkinn ef hann er til staðar)…
psssst – smá vísbending þarna á puttunum á mér um málaravinnuna sem ég er í ….
…og svo var bara farið að vefja vírnum utan um hringinn minn litla…
…og þá ertu að lokum komin með svona lítinn sætann hring/krans…
…um daginn fór ég á Konukvöldið í Ilva, og spurði svo í kjölfarið hvað þið hélduð að ég hefði keypt þar?  “Bara” eitthvað tvennt!
…og það stóð ekki á svörunum:
…ég er algerlega gáttuð og hissa hversu margir segja hreindýr, uglur, könglar og stafir…og jafnvel tré 😉
Sjokkerandi!
En svarið er þessi hérna tvö hreindýr…
…og svo nær “nýji” kertahringurinn minn að njóta sín svo bara ansi vel þarna…
…ég var að spá í að spreyja hann með snjó og glimmer, en ég bara tími því bara ekki alveg strax, kannski aðeins síðar…
…það væri síðan lítið mál að uppfæra þessa hugmynd í stærri kransa eða hringi, gæti bara orðið nokkuð skemmtilegt…
…og ég er sérlega ánægð með nýju vini mína.
Þeir eru svo allt öðruvísi en önnur hreindýr sem að ég á fyrir
(þið vitið þessi 454645645 sem að ég á fyrir)…
…könglar og kertaljós, unaðsleg blanda…
…bætum síðan smá hreindýrum við = pööööörfektó!
Þið getið pantað hreindýrin með því að smella hér!
Hafið þið prufað að gera ykkur svona kertahringi?
Keyptu einhverjar svona hreindýr?
Er´etta ekki bara krúttaralegt 🙂
p.s. þið sem eruð á höfuðborgarsvæðinu, endilega takið frá fimmtudagskvöldið!
Ætla að bjóða ykkur á smá deit 😉

10 comments for “Þakklæti, hreindýr og könglar…

  1. Anonymous
    07.11.2012 at 08:38

    Neiiiiiiiiiiiiiiii, ekki fimmtudagskvöldið!!!!!!!!!!!!!!! Nú fer ég að gráta 🙁
    Kv. Svala (S&G)

  2. Anonymous
    07.11.2012 at 09:01

    Ótrúlega flott hjá þér! Ég var einmitt alveg viss að þú hafðir keypt þessi hreindýr;) Ég var einmitt að skoða þau um daginn en þá var ein sem náði seinasta dýrinu af annarri tegundinni svo ég keypti þau ekki þá. Annars var ég einmitt að lesa boðskortið um deitið;)
    Kv.Hjördís

  3. 07.11.2012 at 10:19

    könglarnir eru æði 🙂
    og hreindýrín líka

  4. 07.11.2012 at 12:43

    Yndislegt blogg hja ther og alltaf gaman ad kikja.
    Takk

  5. Anonymous
    07.11.2012 at 13:42

    Vá sniðugir könglahringirnir… er ekki alveg búin að ná að fylgjast nógu vel með en hvar keyptir þú könglana? Langar að gera svona, og vá hvað ég sá hreindýrin ekki svona flott fyrir mér þegar ég sá þau í búðinni….
    kv. ein sem er á þinni línu

  6. Anonymous
    07.11.2012 at 15:13

    Flott eins og alltaf hjá þér:-) Svoooooo gaman að skoða hjá þér:-)
    Kv Guðrún

  7. 07.11.2012 at 15:55

    Rosalega flottur kertahringurinn! 🙂

  8. Anonymous
    07.11.2012 at 16:01

    Sniðugur kertahringurinn, ég ætla að prófa að gera einn. Hreindýrin eru líka æði, ég á einmitt tvö stk. Annars sá ég eitt hreindýr í anddyrinu á Heimahúsinu, varð strax hugsað til þín en það er kannski full stórt á venjulegt heimili 🙂
    Kveðja Guðrún H.

  9. 07.11.2012 at 16:40

    Takk allar 😉

    Ég keypti reyndar könglapokann í Grænum Markaði, sem er heildsala fyrir blómabúðir/skreyta. En það ætti að vera hægt að fá svipað í Blómavali og jafnvel Garðheimum!

  10. Anonymous
    07.11.2012 at 19:25

    Dásemd! Eins og allt sem þú gerir 😉 kv G.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *