Forsmekkur…

…að herbergi litla mannsins!  Ég var bara svo spennt að sýna ykkur að ég varð að deila með ykkur nokkrum myndum.  Innan tíðar, sennilegast á föstudagskvöld eða laugardag, þá skal ég setja inn detailspóst um hvað er hvaðan og hvernig er það gert 🙂
…heimalagaða verkefnið var sem sé trjágreinahillan og auðvitað skýin 🙂
…er enn að velkjast í vafa um hvort að ég eigi að hafa límmiðana eða ekki!

…og svo er fína hillan hennar Siggu Heimis komin upp á vegg…

…hreindýraplattar…

 
…þarf að taka betri myndir í dagsbirtu…

…en hvað segið þið?
Spilun eða bilun?
Ég er nokkuð kát með þetta allt saman  🙂 

Ég næ því ekki að vera með póst í fyrramálið, af því að ég er í Blómaval í Grafarholti í kvöld.

Mér þætti rosalega gaman ef einhverjar myndu gera sér ferð til að sjá fallegt jóladót og skreytingar, og kannski að kíkka á minns í leiðinni.  Endilega komið með myndir af herbergjum sem ykkur vantar hugmyndir að eða bara spurningar eða bara gefa high-five!
EN munið, það er skylda að heilsa og kynna sig!  Ég bíð spennt eftir að sjá yðar fögru fés 🙂
Ég verð með eitthvað af því dóti sem ég hef verið að DIY-a, og einnig ætla ég að fara yfir jólavörurnar og velja það sem að ég fíla mest og best!  Það er nú ekki amalega að fá sér jóladóterí með 25% afslætti – hohoholybargainbatman!
En svona aftur, hvernig fílið þið gauraherbergið og hillurnar? 🙂

33 comments for “Forsmekkur…

  1. Anonymous
    08.11.2012 at 07:40

    Dásamlegt alveg hreynt. Og mikid elska eg tessar uglur og bruni liturinn er ædi… Finnst svo gaman ad fylgjast med ter. Byd spennt eftir jola- jola..
    Kvedja Margrèt

  2. Anonymous
    08.11.2012 at 08:20

    Æ, af hverju er alltaf allt að gerast á fimmtudagskvöldum og þá kemst ég aldrei; SORG! En bloggið þitt bjargar öllu í staðinn þó ég hefði glöð viljað koma í Blómaval. Gangi þér vel og góða skemmtun og enn og aftur: TAKK fyrir þitt yndislega blogg. Bestu kveðjur, Guðrún

  3. 08.11.2012 at 08:21

    Vá! Rosa flott, liturinn kemur vel út og skýja og trjáhillurnar frábær hugmynd. Mér finnst þetta skógardýra þema æði 🙂

  4. 08.11.2012 at 08:27

    Mig langar líka að hrósa þér fyrir skemmtilegt og hugmyndaríkt blogg, það er allt svo flott sem þú gerir. Ég kíki alltaf reglulega hér inn en þetta er í fyrsta skipti sem að ég kommenta. Dáist að því hvað þú ert dugleg að setja inn pósta, veit af eigin raun hvað það fer mikill tími í að gera hvern og einn 🙂 Ég myndi pottþétt kíkja á þig í Blómaval ef að ég ætti ekki heima út á landi..
    P.S. Mér finnst spreyjuðu plattarnir geggjaðir! 😉

  5. Anonymous
    08.11.2012 at 08:40

    Fallegt fallegt fallegt! Var einmitt að spá í að mála einn svona platta túrkísbláan en er ekki komin af stað í þeirri framkvæmd. Vantar framkvæmdagleðina þína. Þú ert svo dugleg og skemmtileg að deila með okkur.Takk takk og aftur takk

  6. Anonymous
    08.11.2012 at 08:51

    Þetta eru bara geggjaðar hillur hjá þér og herbergið er rosalega flott. Ég hálf vorkenni mínum börnum að eiga ekki svona klára foreldra sem geta gert svona fín herbergi.

    Kv. María

  7. Anonymous
    08.11.2012 at 08:54

    Svaka flott. Skýjahillurnar eru æði. ´
    Kveðja
    Kristín Sig.

  8. Anonymous
    08.11.2012 at 09:09

    ohhh Soffía … stundum er það frekar pirrandi hvað þú ert dugleg, og sniðug og smart … andvarp 🙂 en það er nú bara af því að ég er abbó og hef ekki sömu orku og hugmyndarflug og þú. Þetta er náttúrulega yndislega fallegt og sniðugt og flott eins og ALLT sem þú gerir. Mig langar líka að herbergið hans Emils verði svona flott. Love you long time … Edda

  9. Anonymous
    08.11.2012 at 09:28

    Oh hvað ég er svekkt að búa ekki lengur í Grafarholtinu 😉 og komast ekki til þín í kvöld (geturðu ekki bara fengið að fara hringinn í Blómavalsbúðum 😉
    En annars er gauraherbergið algert æði, bíð spennt eftir details því hér er einmitt verið að sparstla og mála og setja upp kojur fyrir gaurana mína tvo 🙂 og sá eldri sagðist einmitt vilja brúnt herbergi núna – búinn með bláa tímabilið (4ára ;)!!
    Takk fyrir frábært blogg,
    kveðja,
    Halla

  10. Anonymous
    08.11.2012 at 09:32

    Trjágreinahillan og skýin ÆÐI!! Vá vá vá.. Hlakka til jólaföndurs-bloggum!
    Kv. Helga

  11. Anonymous
    08.11.2012 at 09:41

    Dásamlegt! Fallegur liturinn, ég er sérstaklega hrifin af skýjunum, plattanum og já bara öllu 😉
    Alltaf svo skemmtilegt að skoða það sem þú ert að gera.
    Ég held að herbergið yrði jafn fallegt án límmiðanna og með þeim. Ég myndi samt örugglega leyfa þeim að vera, allavega rebbanum.

    Bestu kveðjur,
    Guðný

  12. 08.11.2012 at 09:42

    Vá vá vá og vá hillurnar eru bara ÆÐI, þetta er klárlega spilun !!!
    Þú dásamlega kona sem gleður mig svakalega á hverjum degi ÞÚ ERT SNILLINGUR hahaha

  13. Anonymous
    08.11.2012 at 09:43

    Vá elska allt við þetta stráka herbergi. Pörfekt. Reyni pottþétt að kíkja á þig í kvöld.
    Kv. Auður.

  14. Anonymous
    08.11.2012 at 10:01

    Mjög flott allt saman. Plattarnir koma skemmtilega á óvart.

    Ég reyni pottþétt að kíkja í kvöld.

    Hugrún Ósk

  15. Anonymous
    08.11.2012 at 10:28

    Váááá ! Skýjahillurnar eru snilld. Ótrúlega flottar og trjágreinin líka.

    Sjáumst í Blómaval 🙂

    Kv. Gulla

  16. 08.11.2012 at 10:57

    Bilun hvað þetta er flott 🙂

    æði

  17. Anonymous
    08.11.2012 at 11:53

    Bjútífúlttttt….alla leið Dossa mín!

    Almáttugur minn hvað lítill herramaður hlýtur að vera sæll með mömmsluna sína og pabbann fyrir dugnaðinn í ykkur. Hillurnar algjört æði, BIG LIKE á þær 😉 Þetta er einmitt liturinn sem ég er svo veik fyrir á herbergið hans KMM, er þetta ekki tiramisu sem við erum alltaf að tala um 😉 Til lukku með þetta, getur verið ánægð fyrir allan peninginn.

    Knúsar og kramerí….
    Anna Rún.

  18. Anonymous
    08.11.2012 at 12:13

    Ótrúlega flott hjá þér! Finnst skýjahillurnar algjör snilld og trjágreinin líka. Ég reyni að kíkja í Blómaval ef að ég hef orku eftir langan skóladag;)

    Kv.Hjördís

  19. Anonymous
    08.11.2012 at 12:17

    Gordjöss kona gordjöss!!!

    Kv. Óla

  20. 08.11.2012 at 13:15

    Herbergið er algjört æði, elska skýjahillurnar og trjàgreinina og tala nú ekki um plattana, bara gordjöss!
    Veikindi à þessum bæ en và hvað èg vona að ég hressist allt í einu og geti kíkt í kvöld 😉

  21. Anonymous
    08.11.2012 at 13:28

    Finnst allt sem þú gerir alveg geggjað. Ég er svo mikill aðdáandi af blogginu þínu að ég verðlaunaði sjálfan mig áðan með því. Ætlaði að laumast til að skoða í miðjum verkefnaskilum en ákvað að klára fyrst verkefnið, skila því og fá mér svo kaffibolla og lesa bloggið þitt 🙂

    Kv. Íris

  22. Anonymous
    08.11.2012 at 17:37

    Vá finnst þetta æðisgengið!! Elska trjáhilluna og skýjahillurnar….
    Mig langar mjööööög að kíkja í kvöld….sé til hvort ég komist…er utanbæjartútta úr Njarðvík ;o)
    kveðja Krissa

  23. Anonymous
    08.11.2012 at 18:56

    Rosalega flott 🙂
    Öfunda þig svo af rúminu hans, þetta er fallegasta rúm sem ég veit um en það er svoooo dýrt 🙁

    Kv. Auður

  24. Anonymous
    08.11.2012 at 21:11

    Æðislega flott hjá þér eins og allt annað!! Kveðja, Anna Björg

  25. 09.11.2012 at 00:06

    Gjöööðveikt! Kemur afskaplega vel út og herbergið svo fínt!

  26. Anonymous
    09.11.2012 at 09:27

    Þetta er dásemdin ein 🙂 ert svo sannarlega með allt á hreinu og hvern hlut znillingur 🙂 elska þetta blogg 😉

  27. 09.11.2012 at 10:30

    LOVE á þessar hillur! Langar ííí 😀 Hlakka til að sjá DIY!

  28. Anonymous
    09.11.2012 at 20:39

    Geggjað herbergið, hlakka til að fá díteila póstinn 🙂

    kveðja
    Kristín S

  29. Anonymous
    09.11.2012 at 21:38

    Hreindýraplattarnir eru æðislegir
    kv.
    Sigga Maja

  30. 09.11.2012 at 23:20

    Finnst hillurnar dásamlegar! 🙂

  31. Anonymous
    10.11.2012 at 13:46

    Hvar fékkst hilluna eftir Siggu Heimis?

    Kveðja Andrea

  32. 11.11.2012 at 22:17

    Takk fyrir öll kommentin elskurnar mínar!

    Andrea, Siggu Heimis hillan er frá Epal. Alger snilld!

  33. Anonymous
    11.11.2012 at 23:20

    ” Du er en snellinger” Kv. Kolbrún

Leave a Reply to Anonymous Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *