Feðradagurinn…

…er í dag!  Ég er svo heppin að vera með þrjá dásamlega feður í lífi mínu!
Yndislegi eiginmaður minn og faðir barna minna, hann veit hann er bestur!
Elskan hann pabbi minn, svo hjartahlýr og góður og lýkur aldrei samtali við mann án þess að segja: ´” ég elska þig og ykkur” – bæði hann og mamma eru einstök.
Síðastur en ekki sístur er það yndið hann tengdapabbi.  Alltaf tilbúin til þess að hjálpa, og gerir það ávalt með bros á vör.  Þvílík heppni að eignast svona tengdaforeldra eins og ég fékk, dásamlegust bæði tvö.
Þetta var bara nettur væmnispóstur í tilefni dagsins, svona til þess að segja öllum þessum feðrum í lífi mínu, hversu frábærir, yndislegir og dásamlegir þeir eru!  🙂
Á morgun hins vegar, loksins, detail-a póstur úr herbergi litla mannsins! 

Þú gætir einnig haft áhuga á:

1 comment for “Feðradagurinn…

  1. Anonymous
    11.11.2012 at 20:24

    Þú heppin að hafa svona 3 flotta pabba í lífi þínu 🙂
    Hlakka til að sjá póstinn á morgun 🙂
    Bestu kveðjur Sigga Dóra

Leave a Reply

Your email address will not be published.