Halógen 2012…

…var haldið núna um helgina.  Ég veit að sumir eru með Halloween-boð en mín fjöldskylda er með Halógen ( Halógen™ er byggt á misskilningi móður minnar á Halloween-heitinu 🙂



Við vorum búin að pæla í hinum og þessum búningum en það var eiginlega bara eitt sem kom til greina. Eftir nokkra mánuði sem að litli maðurinn er búin að vera með Dýrin í Hálsaskógi á heilanum, þá ákváðum við að fara sem…………….Dýrin í Hálsaskógi.

Lilli Klifurmús, heldri Húsamús, lítíl stelpumús og auðvitað Mikki Refur!
Ég reyndi að finna músaeyru og önnur gervi en það gekk lítið.  Síðan fór ég á Ebay og ætlaði að panta, en var alltaf að fresta því.  Að lokum ákvað ég að útbúa bara búningana á famelíuna.
Ég keypti loðin efni í Virku, 10cm fyrir úlfinn og 15cm í grá eyru og skott.  Síðan fór ég í Megastore og keypti þar tvenn svona úber smart eyrnaskjól sem að maður setur utan um hálsinn, 2 x brúnar húfur og tvö hreindýrahorn.  Samtals fyrir þetta allt saman ca 4þús.
…ég tók aðra húfuna og klippti hana niður í ræmu til þess að útbúa skottið á Lilla Klifurmús…

…  Á hina húfuna klippti ég síðan tvö göt ofan á þræddi eyrnaskjólin í gegn – þar sem litli kallinn var sofandi þá var systirin svo indæl að máta gripinn, sem átti eftir að klippa til hjá nefinu 🙂  Þessi eyraskjól voru svona brún öðru megin og hvít og loðin innan í, þannig að ég þurfti ekki að breyta þeim neitt…

…hin eyraskjólin voru svona bleik með svartri líningu.  Ég klippti göt og þræddi hárspöng í gegnum skjólin, síðan tók ég loðið efni og saumaði yfir bakhliðina og líka á milli eyrnanna…

…þetta kom bara nokkuð vel út og síðan saumaði ég líka skott með…


…hér eru síðan komin saman eyrun handa krílunum mínum…

…fyrir Mikka Ref þá saumaði ég tvo þríhyrninga saman og þræddi þá bara yfir hreindýrahornin, og það var nóg til þess að þau stæðu upp í loftið, síðan var restin af efninu notað í skott… 

…ég klippti úr pappakassa tvo hringi og heftaði þá við hornin… 

…og þar sem ég var komin með ógeð á að sauma, þá heftaði ég bara efnið utan um pappann – og saumaði svo enn eitt skottið!

Síðan hófust veisluhöld…

…þar sem Lilli var í hellingsstuði… 

…Magga var úr að ofan og ber að neðan – muhahahahaha 🙂

…húsið skreytt hátt og lágt…

…Lillinn minn…

…og mýslan mín, með hlutverk músarinnar á hreinu…

…og auðvitað Mikki sjálfur, og já – ég tel það rétt að benda á að við keyptum líka gervitennur fyrir hann…

…svoldið sæt bara…
…þetta er bara gaman! 

…Dr Saxi og Túrilla í góðu dagsformi…

…og svo etið og etið… 

…Hæ litli úr Heilsuhælinu og litla mús… 

…jeminn já, þau aftur…

…þau voru sem sé Heilsuhælið í Gervahverfi…
..á ég að sprauta honum?…
…og svona þrömmuðu þau í röð allt kvöldið…

…það er alltaf gaman saman þar sem ítalska spagettýfamelían er… 

…eina myndin sem sýnir almennilega heftuðu eyrun mín…


…síðan var litli kall bara komin með 40 stiga hita og lítið annað í boði en halda heim á leið…

…en skemmtunin var góð og búningarnir barasta ágætir, svona “heimasmíðaðir” 🙂
Hér er síðan hægt að sjá Halógen 2011.

7 comments for “Halógen 2012…

  1. 13.11.2012 at 08:44

    glæsilegir búningar 🙂

  2. Anonymous
    13.11.2012 at 09:27

    Hefur greinilega verið hið allra skemmtilegasta Halógenpartý. Búningarnir náttla bara SNILLD!!!!
    Kveðja, Svala (S&G)

  3. Anonymous
    13.11.2012 at 09:31

    Ég er ekki hissa þó að þú hafir ekki alltaf tíma til að blogga 🙂 Snilldarbúningar og snilldarpartý greinilega……….
    svona á að gera það 🙂

    kveðja
    Kristín S

  4. Anonymous
    13.11.2012 at 13:13

    Vá, mjög flottir búningar hjá þér, ekki að sjá að þeir séu heimagerðir. Mátt líka skila því til Gervabælisfjölskyldunnar að þau voru einnig rosa flott 🙂

  5. Anonymous
    13.11.2012 at 17:10

    Ofsalega hefur þetta verið skemmtilegt hjá ykkur og flottir búningar hjá þér Soffía 🙂
    kveðja,
    Halla

  6. Anonymous
    13.11.2012 at 20:53

    Ji en skemmtilegt. Algjör snillingur, búningarnir flottir.
    kv. Anna Kristín Sch

  7. Anonymous
    14.11.2012 at 20:32

    Ekkert smá skemmtilegt!! Hló upphátt af dr. Saxa og félögum! Þið eruð greinilega með góðan húmor 🙂 Allir í frábærum búningum og þú ótrúlega klár að redda búningum á familíuna!
    kv. Anna Björg

Leave a Reply to Gauja Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *