Nr.2…

…ójá – þið lásuð rétt!  Nr.2 – ég ákvað að vera bara pínu villt og stökkva á einhvern glugga.  Hjördís var líka að spyrja hvar ég hefði fengið brún hreindýr og ég ákvað bara að sýna myndir af þeim núna, þannig að þið hafið tækifæri til þess að redda ykkur svona góssi ef þið viljið.
Í fyrsta lagi, þá er það blessaði tvöfaldi diskurinn úr Rúmfó.  Það er búið að reka Alvin og íkornana á braut, þeir eru fluttir í annað herbergi og lifa þar góðu lífi.  En þá þurfti náttúrulega að finna nýja íbúa á diskinn góða…
…og þau rakst ég á á Konukveldi í Pier seinasta fimmtudag, þetta er sennilegast einhverskonar hreindýraflensa sem að ég þjáist af um þessar myndir, en ég bara get ekki losað mig við þessa pest…

…en eru þau ekki fögur?

…trén tvö eru í það minnsta 5 ára gömul og litla hreindýrið sem felur sig þarna á bakvið er úr Blómavali, frá því í fyrra… 

…en saman mynda þau fallega heild að mínu mati 🙂

…ég fékk líka fyrirspurn um hvernig ég skreyti gluggana og það er einmitt svona.  Best í heimi er að kaupa, að mínu mati, glærar seríur – sem sé glærar snúrur og hvítar perur.  Síðan finn ég einhverjar fallegar lengjur, urmull af þeim fæst t.d. í Blómavali, og ég vef síðan glæru seríunum utan um.  Mér finnst það alltaf vera fallegra en að festa bara seríu allan hringinn….

…eins er t.d. ekkert ljós í þessum stjörnum upprunalega, en ég tók bara seríuna og lét hana ná niður og þræddi innan í stjörnurnar líka… 

..hvítur, glitter en líka rustic gluggi 🙂 

…í öðrum fréttum þá ætla ég að monta mig af fallegu krúsinni minni…
….mér finnst hún algert yndi og er í miklu uppáhaldi…

Sirka var einmitt að sýna myndir af henni í gær á Facebook, það eru til tvær stærðir, en þetta er minni stærðin sem að ég er með hér…

…já og litla uglan er frá Köben líka…
…og hvað segið þið annars gott 🙂 ?
Búin að vera á hreindýraveiðum?  
Hefur það borið árangur?

Post navigation

9 comments for “Nr.2…

  1. Anonymous
    21.11.2012 at 08:14

    Mér var sagt að bakkinn góði sé uppseldur í öllum Rúmfatalagersbúðunum, því miður fyrir mig 🙁

    Kv. Helga

  2. 21.11.2012 at 08:31

    Bjútífúl….eins og alltaf 🙂 Er með vott af þessu hreindýraæði eins og þú….hehe

    Kristín

  3. Anonymous
    21.11.2012 at 08:36

    Þetta er allt svo mikið yndi….langar i hreindýr og fuullt af þeim :o)

    Takk fyrir yndislega pósta
    kveðja Krissa

  4. Anonymous
    21.11.2012 at 09:06

    Mikið ofsalega er þetta fallegt hjá þér eins og alltaf.Langar í hreindýrin,fuglakrúsina og kertastjakann fyrir kubbakertið sem þú ert með á neðstu myndinni 🙂
    Takk fyrir þetta æðislega blogg og mér finnst þetta jóladagatal svooo skemmtilegt,svo spennandi að opna síðuna og sjá skreytingu dagsins 🙂
    Bestu kveðjur úr snjónum,
    Sigga Dóra

  5. Anonymous
    21.11.2012 at 10:13

    Alltaf sama fegurðin í gangi hér. Ég er að hugsa um að flytja inn til þín og hreindýranna barasta 😉
    Hreindýrakveðja,
    Svala (S&G)

  6. Anonymous
    21.11.2012 at 10:22

    Æðislegt! Ég keypti mér 2 hreindýr í gær.. ég er smituð af þér! Og ég sæki minn innblástur í jólaskreytingum hjá þér 🙂
    Kv. Helga

  7. 21.11.2012 at 12:55

    oohh æði, finnst litla sæta uglan bara kjúttuð

  8. Anonymous
    21.11.2012 at 17:33

    Svo flott eins og alltaf.Ekki nema von að mér datt þú í hug þegar ég skoðaði:http://www.worldmarket.com/category/seasonal/christmas/holiday-decor.do
    Fullt af rustic,hreindýra og ugludásemdum
    Bíð spennt eftir næsta glugga:) Heiða

  9. 21.11.2012 at 20:17

    Alltaf jafn fallegt hjá þér!

Leave a Reply to Anonymous Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *