Dundur og dútl…

…er það ekki svona ekta á rignardögum.

2014-09-29-185238

…og það  var sko engin smá rigning sem kom í gær.

Þegar að allir heimilismeðlimir voru komnir heim í gær, þá ákváðum við bara að fá okkur heitt kakó með rjóma og hafa það kósý.  Krökkunum fannst þetta snilld, þetta var bara eins og í útilegu (sem sýnir að við drekkum ekki nóg kakó að staðaldri)…

2014-09-29-190140

…ég fór í að raða eitthvað aðeins í kringum mig, bara smá breyt…

2014-09-29-190148

…við fengum lánað svona miðaprentara/labelmaker/ekta Monikutæki hjá honum pabba mínum, og þetta gladdi manninn minn alveg feykilega.  Hann er nefnilega svoldið rúðustrikaður og líkar vel við röð og reglu…

2014-09-29-190537

…þannig að hann stökk af stað og sótti hitastýritækin fyrir öll herbergin og tók að merkja þau af mikilli alúð og umhyggju.  Ég var eitthvað að tjá mig um að ég hefði vel getað skrifað bara á límmiða en honum fannst það bara vitleysa.

Þetta væri sko eina leiðin til þess að merkja hluti héðan í frá…

2014-09-29-190558

…þannig á meðan hann fór að sækja sér fleiri hluti til þess að merkja, þá ákváð ég að merkja græjurnar sem hann var að nota.  Bara svona til þess að auðvelda honum þetta mikla ferli sem hann var í 🙂

Strákar og græjur – þarf eitthvað að ræða það?

2014-09-29-190912

… Stormurinn stóð við gluggann og þefaði af rigningunni af miklum móð…

2014-09-29-190919

…og alltaf var rigningin að aukast…

2014-09-29-191031

…krakkarnir höfðu það bara kósý í stofunni, og svona sjáið þið hana í fullri notkun.

Pullan sem er undir borðinu er algjör snilld og þau sitja iðulega á henni, hvort sem er til þess að perla eða lita við borðið – eða bara borða morgunkorn um helgar 🙂

2014-09-29-192501

…enda sést þarna í bækur og pappír og auðvitað perludótið, menn þurfa að geta dundað sér sko…

2014-09-29-192510

…þegar að Stormurinn þarf að komast út (að sinna sínum einkamálum) þá sest hann alltaf við hurðina.  Ég gat því ekki annað en hlegið þegar að ég leit á hann og sá nýja púðann sem ég var búin að setja á stólinn við hliðina á honum…

2014-09-29-192824

…þeir voru eitthvað svo eins þessi grey…

2014-09-29-192850

…en elsku gamli minn lá bara við lappirnar á mér ❤…

2014-09-29-192916

…eruð þið ekki komin inn í stemminguna?
Sem sé almenn leti, kertaljós og bara kósýheit…

2014-09-29-192950

…er t.d. hægt að vera meira kósý en þessi hérna (ég verð líka að segja ykkur að hann er með mjúkustu eyru í heimi, bara svona auka fróðleiksmoli)…

2014-09-29-193015

..húsbóndið var lagstur á gólfið til þess að tala við gamla okkar, og þá urðu krakkarnir auðvitað að leggjast hjá honum á hann…

2014-09-29-193157

…og það þolir Stormur sko ekki, það má enginn elska húsbóndann meira en hann…

2014-09-29-193203

…enda ákvað hann bara að fleygja sér fyrir framan hann – svona til þess að sanna undirgefni sína…

2014-09-29-193232

…þessi hundur sko ❤…

2014-09-29-193238

…en svo mundi hann allt í einu eftir að honum var enn mál – og stökk að hurðinni aftur…

2014-09-29-193359

…en púðinn finnst mér líka sérlega yndislegur ❤…

2014-09-29-185139

…átti að fara í annað hvort krakkaherbergið,
en endaði svo bara hérna frammi hjá okkur öllum…

2014-09-29-185146

…svona var þessi latipóstur, hann var um ekkert og sýndi ekkert, vel gert Soffia mín 🙂

Eigið góðan dag ❤

2014-09-29-190159

Smá svona “update” – í hádeginu rak ég augun í þetta…hahaha 🙂

Staðan er 1-1, svona er húsbandið fyndinn!

1150127_693675067384677_8649188540462072299_n

Þú gætir einnig haft áhuga á:

8 comments for “Dundur og dútl…

  1. María
    30.09.2014 at 09:04

    Þetta er alveg ekta póstur fyrir svona veður, notalegar myndir.

  2. Margrét Káradóttir
    30.09.2014 at 09:43

    Svo kósý hjá ykkur og mann langar bara hreinlega til að þukla á þessum “mýkstu” eyrum í heimi 😉 En mig langar svo til að spyrja þig hvernig þú geymir perlur krakkanna, er alltaf í vandræðum með þær 🙂

    • Soffia - Skreytum Hús...
      30.09.2014 at 15:56

      Ég er með perlurnar í svona skrúfu-skúffum úr Byko/Húsó 🙂

  3. Margret Helga
    30.09.2014 at 09:59

    Yndislegur póstur hjá þér. Gaman að sjá fjölskyldumeðlimina þína í “action”. Og hundarnir eru náttúrulega æði! Og það sem gerir þetta allt svo frábært er náttúrulega hvað þú ert góður penni! Væri ekki eins að skoða bara myndirnar, þótt skemmtilegar séu, ef þú værir ekki búin að setja þessa frábæru myndatexta undir þær.

    Vonandi verður annar kósídagur hjá öllum í dag, veðrið býður a.m.k. upp á það!

  4. Margrét J.
    30.09.2014 at 10:17

    Kósý dagur 🙂 Hundastrákarnir bræða mann alveg <3

  5. Anonymous
    30.09.2014 at 15:02

    yndislegur póstur, nauðsynlegt líka svona hversdags og kosý (“,)

  6. Gróa
    30.09.2014 at 15:38

    Góður póstur. Yndislegir hundarnir þínir og hundapúðinn. Bóndinn þinn góður með merkivélina 🙂 Ég einmitt “apaði” perlugeymsluna eftir þér og þetta er bara snilld!

  7. Ása
    30.09.2014 at 16:41

    Yndislegur póstur!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *