Mánudagsmorgun…

…sem er frekar svona blautur og hráslagalegur.

Svona ekta hendum-okkur-upp-í-sófa-eða-rúm-með-kósý-teppi-og-mundu-að-vera-búin-að-kveikja-á-kertum-veður…

2013-04-15-220937

…nú eða, ef þú ert í vinnunni – taktu þá peysuna og leggðu hana bara yfir lærin og kveiktu á kósý tónlist, það virkar oft vel líka…

2013-11-21-095614

…ég er í það minnsta að hugsa um að hafa kósýdag – og reyna að einblína á jákvæða og góða hluti.  Mér finnst það nefnilega alltaf jafn merkilegt hvernig að maður getur látið 500 manns segja góða hluti, en samt sem áður – þá er það alltaf þessi eini sem segir eitthvað neikvætt – sem er sá sem þú heyrir bara í.  Hvernig stendur á þessu?

Þessi vegna ætla ég bara að vera jákvæð í allan dag, mér finnst rigningin góð og rokið kósý, rúðurnar verða hreinar (vonandi) og þetta er kjörið kertaverður – húrra 🙂

2013-12-09-195534

…þannig að við fussum bara við rokrössum og látum eins og við heyrum ekki í þeim, hvar sem þeir blása – útivið eða á netinu 😉

2014-01-21-145441

…svo gleymdi ég alltaf að segja ykkur frá þér hérna inni að í sumar þá birti apartment therapy fyrir og eftir myndir af kofanum – þið getið kíkt á það hér

Fullscreen capture 29.9.2014 084634

…og sömuleiðis voru þeir með stuttan, svona örtúr, um heimilið fyrir þremur vikum – sjá hér

Fullscreen capture 29.9.2014 084149

…og svona var þetta í dag!

Eigið góðan daginn ljúfa fólk, og njótið þess að vera til ❤

2014-04-20-221447

ps. ef þið munið eftir like-aranum þá finnst mér það ekki leiðinlegt 😉

8 comments for “Mánudagsmorgun…

  1. Birna
    29.09.2014 at 09:51

    Kòsy hjà tèr flotta kona 🙂

  2. Svala
    29.09.2014 at 09:57

    Ó svo kósi. Langar heim í sófakúr með teppi, prjóna, kertaljós og kakó. Ekki hlusta á Nonna neikvæða og Lúlla leiðindaskjóðu, þeim er bara illt einhversstaðar þar sem þeir geta ekki klórað sér. Haltu áfram að krúttast og vera skemmtileg 🙂

  3. Margrét Milla
    29.09.2014 at 10:33

    Æi maður er svoddan bjáni þegar kemur að sjálfum sér, ég t.d. er BRJÁLUÐ út í sjálfa mig út af einni oggupons bókhaldsvillu sem ég gerði en gleymi að ég skilaði ársuppgjöri sem var fabjúlus fyrir utan þessa einu villu þarna (ég bæ ðe vei HATA bókhald!).
    Oftast eru þessar leiðindarraddir líka sprottnar upp af minnimáttarkennd viðkomandi, mundu það, þótt einhver segi eitthvað neikvætt þá er hægt með góðum vilja að taka þvi sem dulbúnu hrósi 😉
    Knús í hús, það er fokið í flest skjól og hvað ég nennti ekki að fara í vinnuna í morgun í þessu veðri!

  4. Margrét Helga
    29.09.2014 at 10:54

    Úff…skil þig…ég hlusta líka miklu meira á þessar neikvæðu raddir heldur en allar hinar jákvæðu. Og ef ég heyri ekki neina rödd þá ákveð ég að ég sé ekki að standa mig nógu vel, í staðinn fyrir að hugsa eins og maðurinn minn sem segir að á meðan ekki er kvartað þá er maður að gera vinnuna sína vel.

    Njóttu þess að vera í kósíheitum og kúreríi (ef það er þá orð) með kertaljós og kakó á kantinum 😀 Hvað eru mörg k í því?

    Knús til þín!

  5. Eva
    29.09.2014 at 12:26

    knús í frábært hús, hér með er ýtt á like takkan fyrir allt síðasta ár ( er ekki tengd í facebook) takk fyrir að vera frábær og koma þar að auki með frábærann póst á ekki eins skemmtilegum mánudegi :). er búin að kveikja á kerti kv Eva

  6. Berglind Á
    29.09.2014 at 12:49

    Frábært 🙂 en gaman að sjá “þig” í apartment therapy 🙂 í hústúrnum hefði ég samt viljað sjá link á bloggið.. sé að það eru nokkrir þar æstir í að sjá meira og ég skil þau/þá svooo vel. Elskit.

  7. Sigríður Þórhallsdóttir
    29.09.2014 at 15:11

    Alltaf like fyirir þér og því sem þú ert að gera allan daginn og alla daga. Takk fyrir frábært blogg. Bloggið þitt er ástæðan að ég fór að skoða blogg yfirhöfuð. Bara enn og aftur takk kærlega fyrir það sem þú gerir. 🙂 🙂 🙂

  8. Sigga Dóra
    29.09.2014 at 15:18

    Æðislegar myndir ,ég komst næstum bara í jólafíling 🙂
    Þetta með neikvæðu raddirnar er svo alveg týpískt,er svona líka og þetta er alveg óþolandi.En ég er viss um að ef maður æfir sig í að hlusta frekar á þetta jákvæða og minna sig á það í huganum aftur og aftur,þá tekst manni að sleppa takinu á þessu neikvæða.
    Knús á þig og mundu að það er bara ósmekklegt fólk sem hefur eitthvað neikvætt um þig að segja 🙂

Leave a Reply to Sigríður Þórhallsdóttir Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *