Nr.8…

…er loks komið á bloggform – afsakið biðina 🙂
Eins og ég sýndi ykkur í föstudagspóstinum þá er nr.8 bakki sem stendur á stofuborðinu…
…einfaldara verður það ekki.  Hér er bara raðað á nokkrum kertastjökum, bæði háum og litum kertaglösum.  Pínubútur af berki liggur þarna, könglar og svo hnötturinn góði úr Crate and Barrel ( þó er ég með fréttir af því að svona hnettir verða til sölu á klakanum eftir jól 😉
…litla jólatréð stendur núna í gamla silfurkarinu hennar ömmu minnar – enda er alltaf að gaman að finna gömlum hlutum nýtt notagildi…

…jólatréð úr berkinum er úr Ilva, en er í það minnsta 3ja ára gamalt.  En alltaf jafn fallegt…

…það er alveg ótrúlegt hvað það þarf oft lítið til þess að skapa kósý jólastemmingu, rétt bara kertaljós og könglar og þá ertu komin með stemminguna beint í æð…

…nú eins og hjá öllu “eðlilegu” fólki stendur jólatréð í stofunni, og ef við kíkjum á bakvið jólatréð þá sjáið þið útkomuna úr gardínumálinu mikla 2012
..en við enduðum með að halda strimlunum okkar gömlu, bættum við svörtum ömmustöngum úr Ikea (alger klassík) og gardínuvængjum sem áður voru í herbergi heimasætunnar… 
…reyndar voru mjög margar á því í fésbókarumræðunni að þessar dökku gardínu væru alls ekki að gera sig,  Eeeeeeeen ég er bara ekki á sama máli.  Ég hef verið á leiðinni að mála stofuna í lengri tíma, svona til að gera hana hlýlegri og í meira samræmi við eldhúsið og ganginn, og einhvern veginn – með því að setja upp dökka vængi – þá er ég ekki lengur friðlaus af málningarþörf 😉  …….sem er himnaríki fyrir eiginmanninn.  Mér finnst bara einhvern veginn eins og einhver hafi sett punktinn yfir i-ið, boðið mér kokteilsósu með frönskunum mínum, gefið mér ís á björtum sumardegi……….og þið eruð farnar að skilja hvað ég meina…

…þannig að ég ætla að vera svona rebell, og synda á móti strauminum.
Njóta þess að hafa mínu dökku vængi og minn kósýfíling, AMEN!
…en aftur yfir í bakkann – svona daginn eftir kertaljósið og í dagsbirtunni…

…”kertahringirnir” eru bara afklippur af litlum lengjum sem að ég vafði saman, svona til þess að fá smá meira grænt á bakkann…

…en þið sjáið glerið undir barkartrénu…

…sko þetta hér!  Ef það er tekið í burtu þá sjáið þið hvað tréð stendur eitthvað lágt – sjá myndina hægra megin…

…þá beitir maður smá blekkingum og setur gler undir til þess að hækka tréð og láta þá passa betur á bakkann – í það minnsta líkaði mér hæðin á því betur svona (hægri mynd = án glers, vinstri mynd = með gleri)…

…og svona finnst mér hlutföllin á þessu vera í lagi 🙂

…búið að bætta smá römmum við í kringum sjónvarpið,
bara svona af því að ég get aldrei verið til friðs 🙂
….og þannig endar sagan af nr 8.
Kátar með bakkann?
Hvað segið þið með gardínulendinguna mína?
Sáttar?  Ósáttar?  Slétt sama?
*knúsar*

10 comments for “Nr.8…

  1. Anonymous
    26.11.2012 at 08:27

    Er að fíla gardínurnar, enda eins og ég lagði til. Eins gott að ég kom með mitt input í stóra gardínumálið, þú hefðir pottþétt klúðrað því annars 😉
    Kveðja, Svala súperskreytir (NOT)

  2. Anonymous
    26.11.2012 at 08:36

    Mikið er ég sammála um gardínurnar hjá þér – mér finnst æði að hafa þær svona dökkar 🙂

  3. Anonymous
    26.11.2012 at 08:48

    Mér finnst gardínurnar einmitt flottastar svona. Það var nefnilega ekki þessar dökku sem mér fannst ekki nógu góðar heldur þessar hvítu sem voru undir þeim á hinni myndinni. Nú er þetta bara pörfekt 🙂

    Kv. Helga

  4. Anonymous
    26.11.2012 at 10:19

    Bakkinn flottur og ég er svo sammála þér með gardínu-lendinguna 🙂 Miklu hlýlegra með vængjum 🙂
    kv.
    Halla

  5. 26.11.2012 at 10:34

    Eins og alltaf þá ertalvegmeðedda 🙂 En ég hef sagt alveg frá byrjun, þungu dökku gardínurnar eru alveg að gera sig, setja algerlega punktinn yfir kósýheitin 🙂
    Hentar ekki bara vel að ég mæti með stórfjölskylduna klukkan 17:50 þann 24. des og höldum jólin í stofunni þinni? Við erum bara 13 😀

  6. 26.11.2012 at 11:26

    Elska bloggið þitt, finst gardínurnar flottar og bakkinn geðveikur, takk fyrir að leyfa mér að fylgjast með kv Eva

  7. Anonymous
    26.11.2012 at 11:43

    Finnst gardínurnar æði!! 🙂

    Sem og bakkinn og allt….

    Kata 🙂

  8. Anonymous
    26.11.2012 at 14:15

    Bakkinn er æði og gardínurnar eru jarðarberið á frönsku súkkulaðikökuna 😉 Passa hrikalega vel inn og “ramma” gluggann inn. Mér fannst þetta hálf “bert” eitthvað án þeirra.

    Kv. Margrét Helga

  9. Anonymous
    26.11.2012 at 16:35

    Ógó smart allt saman og gardínur púnkturinn yfir i-ið…osturinn með mexikósku kjúllasúpunni (“,)
    …held bara stofan verði næsta projektið á heimilinu, þe. þegar barnaherbergin hafa fengið loka-touchið, hinn helmingurinn á pottþétt eftir að kenna þér um…vona þú fáir ekki hiksta.
    lovju lots (“,)

  10. 27.11.2012 at 08:18

    Takk fyrir allar saman 🙂

    Margrét, ekki nema 13 stk? Þið eruð velkomin!

    Margrét Helga og Ásdís, hættið að tala um kjúllasúpur og súkkulaðikökur – ég var orðin glorhungruð eftir að hafa lesið kommentin 🙂

    *knúsar

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *