Nr.1…

…er hillan inni á baði.
…skil ekki hvað er alltaf verið að kalla mig breytingaróða þar sem að 
þessi hilla er nánasr óbreytt síðan hér í sumar…
…krukkurnar standa enn síðan vakt og standa hana með sóma… 

…að vísu bættust við lítil hreindýr úr Pottery Barn, svona til þess að gera smá meira jóló.  En annars eru það aðallega kertaljósin sem gera jólastemminguna þarna finnst mér…

…ein einmanna orkídea sem var gerð burtræk úr stofu og eldhúsi þar sem að plássið þar er uppselt undir jóladóterí…

…annað mál er síðan að það var snilld að hafa hilluna, sem gerð var til þess að fela klósettkassann, svona langa þannig að hægt væri að punta inni á baðinu, ágætlega vel heppnað bara!

…nú síðan að kveldi dags, þegar frúin týnir af sér skrautfjaðrirnar, þá erum að gera að raða þeim bara fallega líka og gera þær að hluta af heildinni 🙂

…eruð þið með skrauthillu inni á baði?
Jólaskreytið þið baðherbergið?

Þú gætir einnig haft áhuga á:

5 comments for “Nr.1…

 1. Anonymous
  27.11.2012 at 10:54

  Þetta er nú meira bjútíbaðið. Mitt endar alltaf í einherju róðaríi þrátt fyrir góðan ásetning, sennilega á ég of mikið af sápum, sjampóum og öðrum leiðréttingarefnum (og svo er herbergið bara of lítið!!!!)
  Kveðja, Svala (S&G)

 2. Anonymous
  27.11.2012 at 19:02

  Alltaf jafn fallegt og svo er ég voða skotin í þessum armböndum þínum 🙂
  kv.
  Halla

 3. Anonymous
  28.11.2012 at 10:39

  Elska hreindýrið þitt 😉
  Kv. Auður.

 4. Sigríður Jónsdottir
  23.05.2014 at 10:54

  Sælar hvar fær maður þessa þriggja hæða glerkrukku?

  • Soffia - Skreytum Hús...
   25.05.2014 at 02:21

   Sæl Sigríður,
   þessar þriggja hæða eru að fást núna í Rúmfatalagerinum 🙂

   Kær kveðja
   Soffia

Leave a Reply

Your email address will not be published.