Jólaborðið mitt…

…sem að ég skreytti fyrir JólaFréttablaðið (27.11.2012) er mætt hér á bloggið, í allri sinni dýrð 😉
Lagt var á borð fyrir 4. Í stað þess að nota diskamottur þá setti ég tvo löbera þvert yfir borðið…
…ég braut bara saman servéttur og setti litla sæta bamba ofan á hvern disk.  Utan um hálsinn á bömbunum batt ég síðan gráa leðurrein, planið var að prenta út nöfn gesta á miða og festa síðan um hálsinn á hverjum bamba fyrir sig…

…ég notaði bæði háa kertastjaka, sem og líka sæt lítil kertaglös, í bland… 

…á borðinu sést líka smá bútur af kanínu skinni sem að við eigum frá því í “gamla daga” – grínlaust þá er þetta skinn sem að ég notaði alltaf í Barbie og dóttirin notar það í sama tilgangi í dag…

…stellið er orðið 8-10 ára, Hessian stellið frá Broste, og glösin með gyllta kanntinum er sömuleiðis frá Broste.  En hins vegar blandaði ég silfri líka með þessu gyllta, ég er bara svona villt… 

…skemmtilegt að setja styttur, eins og bambana á diskana og síðan þegar sest er að borðum, þá raða gestirnir þeim inn í restina af borðskrautinu, þannig að þeir bætast við og verða hluti af heildinni…

…jólatrén eru í algeru uppáhaldi hjá mér (og ég veit að þau fást í 18 Rauðum Rósum í Hamraborginni).
Verst að myndirnar skila því ekki nógu vel hversu flott þau eru, glitrandi og gordjöss… 

…bútar af berki og könglar eru á dreif um borðið…

…litla sykurkarið hennar ömmu komið í nýja vinnu…

…og meiri myndir, er þetta ekki komið gott?

…eða eigum við í alvöru að skoða meira?  😉

…brúnir tónar og hvítt, með smá gráu er litaþemað hér – frekar stílhreint bara og hreinlegt fyrir augað…

 
…þessi krútt fást í Blómaverkstæði Binna… 

….að fylla glerkúpla með snjó og glimmer, ásamt könglum er bara snilld… 

…séð frá eyjunni og yfir á borðið…

….löberarnir eru frá Evita á Selfossi….

….þið munið að dash-a vatni innan í glerið og setja svo glimmer og gervisnjó, til þess að fá jólastemmingu 1,2 og 3….

…krossarnir eru í leðurreimum og hanga utan á kúplunum…
…hvað segið þið, eruð þið sátt við þetta? 

…finnst ykkur vanta rauðan lit á jólaborðið?
🙂 

10 comments for “Jólaborðið mitt…

  1. Anonymous
    28.11.2012 at 08:47

    Nei það vantar ekki rauða litinn. Þetta er bæði náttúrulegt og líka “blingbling” í þessu. Svo flott og eykur bara matarlistina.
    Kveðja
    Kristín Sig.

  2. Anonymous
    28.11.2012 at 08:53

    Love it !!! 🙂 Edda

  3. Anonymous
    28.11.2012 at 09:28

    Svo flott hjá þér!

    Kv.Hjördís

  4. Anonymous
    28.11.2012 at 10:39

    Geggjað. Bambarnir eru svooo sætir. Finnst litirnir æði, klassalegt.
    Kv. Auður.

  5. Anonymous
    28.11.2012 at 10:40

    Svo fallegt hjá þér elska,kemstu ekki til mín á aðfangadag he he kveðja Sjoppfríður

  6. 28.11.2012 at 11:41

    þetta er algjört æði, þarf ekkert að hafa neitt rautt 🙂

  7. 28.11.2012 at 12:40

    Smekkmanneskja…

  8. Anonymous
    28.11.2012 at 16:48

    Dásamlega fallegt hjá þér Soffía, sakna alls ekki rauða litsins. Nærð alveg að fanga jólin án hans 😉
    Ég þarf heldur betur að fara að tína köngla og kópera eitthvað af þessum hugmyndum inn á heimilið mitt.
    Takk fyrir flottan póst og líka þá sem komu hér á undan.
    Grusse aus Deutschland
    Svandís

  9. Anonymous
    28.11.2012 at 17:07

    Rautt hefur aldrei verið í uppáhaldi hjá mér, en núna er ég mjög mikið fyrir rautt allt í einu (bara samt í kringum jólaskreytingarnar) og því hefði ég verið til í að sjá eitthvað aðeins rautt, en í fyrra hefði ég sagt að það skipti engu máli 😉
    en flott engu að síður

    kveðja
    Kristín S

  10. 29.11.2012 at 00:41

    ó svo fallegt! Til hamingju með þessa flottu síðu í Fréttablaðinu 🙂

Leave a Reply to Anonymous Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *