Home is where the ❤ is…

…svo mikið er víst.

Seinna innlitið mitt í dag var í Litlu Garðbúðina góðu, og það var einmitt þar sem ég fékk einu afmælisgjöfina í tilefni af afmæli bloggsins.  Ég komst í smá gír og breytti pínu lítið til (sem ég næstum aldrei gert áður) og ákvað að deila því með ykkur.  Úr því varð þriðji póstur dagsins…

2014-09-26-185328

…ég fékk nefnilega þennan dásemdar löber.

Er hann ekki fallegur?

2014-09-26-185336

…ásamt löberinum fékk ég líka þessa flösku – og ég verð að segja að hún er sérlega Dossu-leg, ekki satt?

2014-09-26-185341

…og til þess að kóróna allt þá fylgdi þessi púði með!

Er þetta ekki dásamlegt…

2014-09-26-185443

…elska að hafa þetta allt svona í ljósu og gráum tónum, og svo bara glerið með.

Gráu kertastjakarnir eru DIY sem ég á eftir að sýna ykkur, ef áhugi er fyrir hendi…

2014-09-26-185354

…svo verður nefnilega allt eitthvað svo mikið hátíðlegra þegar að glerkúpull er settur yfir…

2014-09-26-185402

…ég var nú búin að lofa hreindýrum, en þið verðið víst að sætta ykkur bara við bamba í þetta sinn…

2014-09-26-185413

…og auðvitað smá könglar – því nú er haustið komið…

2014-09-26-185419

…sjáið þið bara: hversu fallegt!!

2014-09-26-185426

…litla eggið með prófíl-myndinni, og litlu kopar-eggin eru gamalt DIY (sjá hér)

2014-09-26-185440

…löberinn er ekki mjög þykkur, en þá er snilld að nota bara svona einfaldan löber undir (eins og þessir úr Ikea) og strauja bara yfir þá báða í einu þar sem þeir liggja á borðinu.  Þá hreyfist þessi (eða aðrir þynnri) ekki neitt og þetta look-ar svo bjútifúl…

2014-09-26-185450

…löberinn myndi líka ganga vel upp um jólin, því að það er alltaf hátíðleiki yfir hvíta litinum að mínu mati…

2014-09-26-185601

…tókuð þið eftir að hjartað er búið til úr svona tveimur “fingraförum” ❤

2014-09-26-185622

…lítið silfurkar frá mömmu fær að standa á borðinu með öllu hinu…

2014-09-26-185751

…og þá erum við reddí að taka á móti helginni…

2014-09-26-185757

….því bara með því að breyta örlítið á einu borði – eða í einu húsi, svona eftir því hvað þið nennið – þá er oft svo mikið skemmtilegra að horfa á hlutina sína. Þið sjáið þá í nýju ljósi…

2014-09-26-185826

…og það eru oft litlu hlutirnir…

2014-09-26-185912

…þið vitið, smáatriðin, sem skapa stemminguna…

2014-09-26-185918

…og kertaljósið sér svo um rest!

Hvað var annars ykkur uppáhalds?

Löber, dúkur, flaska eða eitthvað annað?

2014-09-26-185923

…en alla veganna, takk fyrir mig elsku Litla Garðbúð!

Takk fyrir komuna í dag, þið sem kíktuð oftar en einu sinni – takk fyrir komurnar 🙂

Þið eruð öll yndisleg! ❤

2014-09-26-190416

ps. svona að lokum þá langar mig að biðla aðeins til ykkar, sem komið hingað inn og lesið.

Á degi hverjum er um 2000 manns sem lesa hvern póst, en sárafáir sem ýta á Like-hnappinn sem er vinstra meginn undir hverjum pósti.

Mig langar svo að biðja ykkur um að ýta á like-arann, þannig deilist síðan til fleiri í gegnum Facebook-ið ykkar, og mér þætti sérlega vænt um það ❤

2014-09-26-190429

Þú gætir einnig haft áhuga á:

12 comments for “Home is where the ❤ is…

 1. Guðrún Jóna
  26.09.2014 at 21:20

  Æðislega fallegt, sá sérvéttur alveg í stíl við löberinn í föndru í dag 🙂

 2. Margrét Helga
  26.09.2014 at 21:23

  Úpps…fattaði engann veginn þennan læktakka…mun ýta á hann hér eftir þar sem mig getur ekki annað en líkað við hvert einasta blogg frá þér!
  En veistu bara hvað??!! ÉG Á LÍKA SVONA LÖBER!! 😀 😀 (Ímyndaðu þér bros allan hringinn og ég veit ekki hvað og svona “jólineruaðkomaámorgun” spenning hjá börnunum þínum…ok…eða bara þér og mér 😉 Ég var ekki að öskra neitt…bara pjúra spenningur).En já..þetta er hrikalega flott hjá þér OG Litlu garðbúðinni. Er einmitt að bíða eftir því að borðstofuborðið mitt bæsi sig sjálft þannig að ég geti náð í það inn úr bílskúrnum og sett fína flotta dúkinn á það! Þetta komment er að verða næstum því jafnlangt og bloggið þannig að ég held að ég hætti núna…góða nótt 🙂

 3. Bryndís
  26.09.2014 at 22:18

  Þetta er allt saman svo fallegt 🙂 þarf að næla mér í einn svona löber, kannski 2 😉

 4. Anna sigga
  26.09.2014 at 22:39

  Úff erfitt reiknisdæmi ! 😀

  En vAAAá löberiinn og púðinn mitt fav…nú þarf ég að biðja jólasveininn um aðra jólagjöf….ætli það teljist frekja? Dæsh….

  Heyrðu það er alltaf gaman að kíkka hingað 😉

 5. Þorbjörg Karlsdóttir
  26.09.2014 at 23:39

  Yndislegt allt eins og alltaf, mitt uppáhald var flaskan er einmitt með svo flotta koniak flösku sem ég þarf að setja eitthvað fallegt á 🙂 en dásamlegt að fá hugmyndir

 6. Anonymous
  27.09.2014 at 01:00

  flaskan er gordjöss (“,)

 7. Vilborg
  27.09.2014 at 15:37

  Ég er dolfallin. Þetta finnst mér fallegt – litirnir eru svo æðislegir. Ég er mjög skotin í flöskunni:) Þá finnst mér blómið svo sætt undir kúplinum. Þú ert smekkkona Dossa.

 8. Berglind
  27.09.2014 at 18:48

  Ég fór einmitt í Litlu Garðbúðina um daginn og kolféll fyrir þessum löber en fannst hann heldur til of þunnur og keypti hann því ekki en þetta ráð þitt með að setja annan undir er algjör snilld og því verður strunsað beint í búðina aftur og verslað eitt stykki 🙂

 9. Sigga
  28.09.2014 at 11:41

  Ég er mikið búin að vera að spá í hvítu skálarnar með ljónunum, franska stellið ss, eg á nefnilega eina svona skál og langar í fleiri… hvar fæst þetta?

  • Soffia - Skreytum Hús...
   29.09.2014 at 09:57

   Það eru til svona ljónaskálar í Rúmfó, svona í venjulegri stærð. En ef þú ætlar að fá ekta gamla stellið þá er bar að sitja um markaði og fornsölur held ég 🙂

 10. Gurrý
  29.09.2014 at 09:26

  Fallegur löber – eða bakkinn, hvar fékkstu þennan fallega bakka í garðbúðinni eller hur?

  • Soffia - Skreytum Hús...
   29.09.2014 at 09:56

   Nei bakkinn er úr Góða Hirðinum og var spreyjaður eða málaður. Það er orðið svo langt síðan að ég man ekki hvort 😉

Leave a Reply

Your email address will not be published.