1, 2, 3, 4…

…því að aðventan er að ganga í garð!
Það er myrkur úti, vindurinn blæs og rigningin fellur í stórum dropum á strætó borgarinnar.  Ljóshærð kona stekkur á milli pollanna, svona rétt til þess að reyna að hlífa hælunum á skónum undan mestu bleytunni.  Húm kemur að hurð og lítur sem snöggvast í kringum sig áður en hún bankar létt á hurðina, tekur í húninn, opnar og flýtir sér inn.  Hún gengur inn í herbergi, þar sem nokkrir stólar mynda hring og fær sér sæti.  Fólkið sem er fyrir í herberginu situr álútt í stólunum og bíður átekta.  Kona tekur til máls: Hver vill vera fyrstur í dag?  Ljóshærða konan réttir upp höndina: ég!  Síðan lítur hún skömmustulega upp og segir: ég heiti Soffia og er jól-isti 🙂
Þannig leið mér núna um daginn, ég er nefnilega alltaf að standa mig að því að segja, nú er þetta komið gott, og ég á nóg skraut!  En síðan sé ég eitthvað jóla sem að mér finnst bara svoooo fallegt að ég stenst það ekki, hvað er hægt að gera í svona málum?
Eruð þið búnar að sjá auglýsingarnar frá Garðheimum undanfarið?  Þessar með hreindýrunum og öllu hinu fallega góssinu.  Ég er í það minnsta búin að gera mitt besta til þess að reyna að halda mig í burtu þar til núna um daginn, ég féll!  Féll með trukki og dýfu og ráfaði um búðina og greip í gráðugar hendurnar hlutina sem að ég mátti bara alls ekki missa af 🙂 Það er búið að breyta rosalega mikið í Garðheimum og búðin er stútfull af alveg hreint rIsAlega fallegum vörum, allt sem mér fannst mjög svona ég-legt….
 En hey!  Hvað er ég að röfla, þið njótið góðs af því hvað ég er vitlaus, því að ég ákvað að nota efnið sem ég fann og útbúa mér 4 mismunandi “kransa” fyrir aðventuna………. þannig að bara vonandi fáið þið einhverjar góðar hugmyndir af þessu tilfæringum mínum!
Það sem að datt í körfuna mína í Garðheimum var…
…þessi fallega vírkarfa og lítið kertahús (þau voru til í alls konar útfærslum, æðisleg!)
…falleg kerti og barkarstjarna…
…skinn-jólakúlur og mosi, börkur og litlar hvítar glitrandi broddakúlur…
…glitrandi frauðstjörnur…
…fallegt lítið statíf fyrir sprittkerti og sætar gamaldagsmyndir á zinkspjöldum…
…æðisleg glerspjöld 1,2, 3 og 4…
…og þessi grái, semiglitrandi, grófi krans – lofshimítætlur…
Þannig að hér er NR. 1
grófi kransinn settur á kringlóttan bakka/disk…
…ég festi síðan 1 – 2 – 3 og 4 á hvern annan og notaði háann stjaka inn í kransinn,
og bætti síðan öðrum stjaka innan í kransinn…
…síðan lagði ég hreinlega stjörnuna ofan á og setti síðan húsið þar ofaná…
…glitrandi broddakúlurnar alveg að gera sig…
…og eftir að hafa sett skinn-jólakúlurnar á rétta staði, ásamt stjörnum og gammel mynd, og örlítið af thuja-greni sem að ég átti þá var þessi hérna fæddur:
…einfaldur og öðruvísi, ekkert mál að útbúa eða útfæra á mismunandi hátt eftir því hvaða kertastjaka þú átt og notað í…
…kertin eru að sjálfsögðu 4 talsins, en ekkert er eins…
…hér sést hvernig ég festi 1 og 2 og 3 og 4 saman…
Förum þá í NR.2
…basthringur sem að ég átti áður, vafinn til hálfs með mosa…
..honum er afar fagmannlega “troddað” ofan í vírkörfuna…
…og grái mosinn settur ofan á
…grófur vír er klipptur niður í 3 grófa hluta og vírinn hitaður í kertaloganum, þannig er hægt að stinga vírbútum inn í hvaða kerti sem er og þannig hægt að festa kertin vel í kransinn…
…síðan bætti ég húsinu við, og stjarnan var síðan sett í miðjuna…
..síðan var litla skrautinu bætt við í litlar grúbbur og glermerkin fest utan á vírkörfuna…
…afskaplega einfalt en pínulítið skemmtilegt….
…og svo NR.3
…kertastjakar á bakka með fallegu glertölunum…
…síðan er mosanum bara dreift á bakkann og skinnkúlunum bætt við…
…síðan er smá berki stungið inn á milli ásamt hvítu stjörnunum og broddakúlunum…
…og þannig er nr.3 tilbúin og eins og hinir, sérlega einfaldur…
…og þannig erum við komin að NR.4
…fallegi grái kransinn mættur til leiks, og ég festi á hann kertin og kertahúsið, ásamt því að setja börk hér og þar…
…síðan tyllti ég bara stjörnunni innan í, skinnkúlunum og auðvitað stjörnunum…
…og könglum…
…og krúttaralega bambanum…
…stífi vírinn er líka notaður til þess að festa niður húsið…
…og þannig er nr.4 tilbúinn!
…og þannig gerðist það í Garðheimum að ég, sem ætlaði ekki að gera nýjan krans í ár –
bjó til 4 mismunandi týpur!
Það er nú flókið að finna svona mikið af fallegum hlutum sem að heilla mann upp úr skónum, en það er jafn framt virkilega skemmtilegt.   Ég hefði næstum getað haldið endalaust áfram 🙂
En hvað segið þið?  Ekki mikið þessa vikuna krúttin mín…..
….en getið þið hjálpað mér að velja?
Nr.1
Nr.2
Nr.3
eða Nr. 4?
Góða helgi krúttin mín, og  njótið þess að vera með fjölskyldunni og að kveikja á fyrsta kertinu í aðventu”kransinum” ykkar, hvernig sem hann nú lítur út 🙂

22 comments for “1, 2, 3, 4…

  1. Anonymous
    30.11.2012 at 08:58

    Vá þetta var aldeilis póstur. 🙂 Vírkarfan heillaði mig,(nr. 2) eitthvað svo sveitó og flott. Eins og lítil stelpa að týna fallega hluti ofan í körfuna sína.
    En nr. 1 er rosalega reisulegur.
    Held samt að nr. 2 hafi vinninginn.
    Flott hjá þér.
    Kv.
    Kristín Sig.

  2. Anonymous
    30.11.2012 at 09:31

    Mér finnst 3 og 4 🙂

  3. Anonymous
    30.11.2012 at 09:44

    Góðan daginn.

    ég er alveg dolfallin yfir öllum fallegu myndunum og hugmyndunum þínum! Mér finnst nr. 3 sniðugastur, það er eitthvað sem m.a.s. ég gæti gert! ég bý austur á landi og hér höfum við bara Húsasmiðjuna, einhvern veginn finnst manni alltaf sama dótið þar. Ég er orðin mjög hugmyndalaus að finna eitthvað sætt jóladót 🙁
    Kveðja, ÞG

  4. Anonymous
    30.11.2012 at 10:06

    Númer 2 á vinninginn hjá mér..
    Mér finnst þeir allir samt mjög fallegir og langar að fara að prófa mig áfram í þessari list..
    kv Ása

  5. Anonymous
    30.11.2012 at 10:29

    Númer 4 fannst mér fallegastur 🙂 en hinur auðvitað líka voða fallegir og krúttlegir !! Þú ert svo mikil dúlla með allt skrautið þitt 😉
    En ég er í sama pakka og ÞG hér á undan og hef bara Húsasmiðjuna hér á austurlandinu en vonandi finnur maður eitthvað spennó þar í krans 🙂
    kv.
    Halla

  6. Anonymous
    30.11.2012 at 10:29

    Ég held 2 eða 3, annars er þetta eins og að þurfa að gera upp á minni barnanna sinna, þetta er allt svo perfect 🙂 Tak for sidst søde pige!
    Kveðja, Svala (S&G)

  7. Anonymous
    30.11.2012 at 10:31

    Þið getið örugglega haft samband við Garðheima og pantað í gegnum síma hlutina sem þið sjáið hér í póstinum, bara símgreitt þetta 🙂

    Prufið það!

  8. Anonymous
    30.11.2012 at 11:04

    Þeir eru allir svo flottir að maður getur ekki gert upp á milli þeirra. Annars skaust ég í Garðheima og keypti ýmislegt til að búa til aðventukransinn (já bara einn;)Verst að flottu hvítu glimmerstjörnurnar voru búnar.

    Kv.Hjördís

  9. Anonymous
    30.11.2012 at 13:08

    ég get eiginlega ekki gert upp á milli 1 og 3, finnst þeir báðir algert æði.

    kveðja
    Kristín S

  10. Anonymous
    30.11.2012 at 13:21

    Ef ég mætti velja mér einn krans heim til mín þá myndi ég velja nr 2 – finnst hann svo skemmtilega öðruvísi. En þeir eru allir æði. Góða helgi, frú Edda 🙂

  11. 30.11.2012 at 16:24

    GMG Guð minn góður kona þú ert náttúrulega bara snillingur þeir eru allir dásamlegir en úff ef maður þarf að gera upp á milli þá held ég að ég velji nr. 2.
    Glæsilegt innlit hjá þér bæði í fréttablaðinu og HH það var eins og að hitta gamlan vin að skoða fallega heimilið þitt ;)Er með sömu veiki heldur þú að sé til lækning við þessu?

  12. 30.11.2012 at 17:03

    Thu ert snillingur Dossa!
    Elska thetta allt saman
    kv. Brynja

  13. 30.11.2012 at 18:44

    Þú ert snillingur…..þvílíka hugmyndaflugið ! Var einmitt búin að kíkja í Garðheima, rosalega mikið til af flottu dóti þar núna. Er núna að bíða eftir jóladótaútsölunni í ILVU til að bæta aðeins við safnið hjá mér 😉

    Við ættum kannski að stofna svona stuðningshóp fyrir jólafíkla !!!

  14. Anonymous
    30.11.2012 at 21:07

    Vá hvað þú ert dugleg og sniðug 🙂 Allir rosalega flottir.

  15. Anonymous
    30.11.2012 at 22:28

    Ég er í Vogarmerkinu og við eigum ekki gott með að ákveða okkur en þetta er bara ekki hægt.
    Ég er búin að vera í langan tíma að reyna að gera upp á milli þeirra en finnst það bara ekki mögulegt. Þeir hafa allir sinn sjarma hver á sinn hátt.
    Þú er bara snillingur.
    Ég fór í Garðheima um síðustu helgi og féll algerlega fyrir uppstillingunum og skrautinu þeirra.

    Kveðja Steinunn

  16. Anonymous
    01.12.2012 at 20:36

    Allir æðislegir – en nr. 3 vinnur hjá mér 🙂
    Kv. Helga

  17. Anonymous
    02.12.2012 at 10:06

    Þeir eru allir rosalega flottir hjá þér.

    Mikið er gaman að fá að fylgjast með hvað þú verslar og gerir svo við það.

    Kveðja María

  18. 02.12.2012 at 11:48

    Dásamlegt! Ég kannast svolíitð við þessa stelpu þarna í byrjun og stundum þakka ég fyrir að hún býr ekki í stórborginni nálægt öllum þessum kræsingum hohoho 🙂

    Kransarnir eru hver öðrum fallegri, Nr 2 og 3 heilla mig mest, en ég sakna stóru stjörnunnar í nr 3 (hún er svo gordjöss), gætiru ekki troðið henni þarna með, aftan við stjakana, en þá yrði þetta sennilega að standa upp við vegg. T.d. á arinhillunni þinni góðu :Þ

  19. mAs
    02.12.2012 at 18:54

    Rosalega fallegt allt saman hjá þér…ógrynni af hugmyndum 🙂

  20. Hugrún
    30.10.2013 at 13:23

    ég féll fyrir 3… er að fara að viða að mér kertastökum sem passa í þetta verkegni … var búin að hugsa mér að nora bakka sem er svipaðum þessum

  21. Harpa Hannibals
    14.11.2014 at 00:15

    Nr. 2 datt strax inn hjá mér. En hinir eru fallegir líka en heillaðist strax af nr. 2 <3 just love´t….. Og svo er það bara Jóla-hvað mín búin að sitja á sér og bara að setja pínulítið af skrauti….. en svo kemur sunnudagur mjög flott og þá fara hendur á loft og það verður grúskað í jóla-jóla og meira jóla-jóla 🙂

  22. Hulda
    15.11.2014 at 16:28

    Allir svo flottir en ég held að ég myndi velja nr. 3. Svo glæsilegur og svolítið hefðbundinn <3

Leave a Reply to Anonymous Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *