Innlit í Litlu Garðbúðina…

…ohhhh þetta hefði átt að verða svo mikið mikið lengri póstur – því að þessi litla búð á það svo skilið.

En ég smellti bara af myndum á meðan ég kjaftaði frá mér allt vit – og þið takið bara viljann fyrir verkið…

Litla Garðbúðin

…sjáið þið bara þennan diskarekka, og þessa stóru klukku, og…

IMG_3436

…svo voru það þessar krukkur, nr 1, 2 og jafnvel 3.  Þær kostuðu eitthvað rétt yfir 1000kr ef ég man rétt, gjöf en ekki gjald.  Takið líka eftir bleika kökudiskinum þarna undir…

IMG_3437

…ok, þetta gæti verið krúttaðasti pottur sem ég hef á ævinni séð!

IMG_3438

…þessi uglupúði!

Hann er bara yndi: Owl you need is love

(minnir mig á eitt af uppáhaldslögunum mínum og þetta er ein uppáhaldsútgáfan mín)

IMG_3439

…svo voru það blúnduglösin!

Ohhh, þau hæða mig og trylla – ég fór jafnvel að íhuga að leggja í handþvott – bara til þess að eiga svona gersemar…

IMG_3440

…ok – þessar finnst mér æði!

Tvær stærðir og bara truflaðar – það er vika liðin og ég er enn að hugsa um þær, það boðar ekki gott fyrir visakortið…

IMG_3441

…krukkur, krúsir, katlar og krúttheit…

IMG_3443

…flöskur og fínerí, og meira til sem ekki sést…

IMG_3444

…þessar hvítu hjartakrúsir!

Þessi stóri bolli fyrir morgunverðinn – deeeeelíssíus…

IMG_3445

…hættið að ögra mér þarna blúnduglös, troðandi sér ínn á allar myndir…

IMG_3446

…þarna sjáið þið nú ansi hreint fallegar krukkur!

Það væri sniðugt ef það væri einhver svona afmælisleikur þar sem hægt væri að vinna svona

IMG_3448

…sláandi fréttir !

En ég heyrði að það væru ekki allir eins hrifnir og ég af þessum bláu og myntu litum!
Viljið þið gera mér þann greiða að sanna mál mitt – þetta er flottast!!

Skálarnar þarna fyrir miðju, sem er hver ofan í annari – þær eru uppáhalds.
Sjáið svo fuglabúrin, og diskana á fótunum og…

IMG_3449

…endalaus fegurð þarna – endalaus!

Þar að auki eru hjónin með hjarta úr gulli og taka á móti öllum með brosi á vör – þetta er alveg einstakt ❤

IMG_3450

4 comments for “Innlit í Litlu Garðbúðina…

  1. Margrét Helga
    26.09.2014 at 16:13

    Loksins kom næsta blogg!!! 😀 Veistu hvað ég er búin að bíða lengi??? 😉
    En jú…þessi búð er æðisleg og allir sem afgreiða þar eru yndisleg/-ar/-ir. Keypti mér einmitt svona uglupúða síðast þegar ég var þar og mér finnst allt þetta bláa æðislegt. Er ekki alveg eins veik fyrir myntulitnum (sem er bara gott, þá mátt þú fá hann, ég bláa og allir ánægðir) en kannski er það bara eitthvað sem á eftir að gerast 🙂 Hlakka svo þvílíkt til að sjá jóladótið hjá þeim!! Gæti alveg trúað því að þar væri fullt af bráðnauðsynlegum óþarfa!! 🙂

  2. Erla
    26.09.2014 at 16:55

    Voða krúttleg búð, btw ég á svona “blúnduvínglös” mjög svipuð sem ég keypti fyrir mörgum árum síðan,man bara ekki hvar. Og “blúndan” er enn á þrátt fyrir að glösin hafa farið margoft í uppþvottavélina 🙂

  3. Kolbrún
    26.09.2014 at 17:05

    Þessar bláu í miðjunni sammala eru geggjaðar þó ég sé ekki mikið fyrir blátt.
    Þetta er yndisleg búð í alla staði.

  4. Anna sigga
    26.09.2014 at 18:22

    Ég elska nánast allt í þessari búð, kannski eins gott að hún er langt í burtu, buskanum frá mér!
    Ég verslaði mér þó hjartakrús með eyrum og hun fékk pláss inn á baði við hliðina hjartadallinum 🙂 hihi en mig vantar pott fyrir kaktusinn minn þarf að vera í svipuðum stíl…var nokkuð svoleiðis ? 😉 hihihi

    Takk fyrir flott innlit 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *