Nr.9…

…er borðið mitt góða!  Sem ég er alltaf að breyta á, svona rétt eins og arinhillunni.  Þetta er svona hliðarborð, eins og eru notuð í Ammmmeríkunni til þess að standa uppvið sófabökin.  En þessi borð eru snilld, þau eru löng og mjó og endalaust skemmtilegt að raða á það, að því er mér finnst.
Í fyrra var borðið mjög fallegt, með svarta speglinum mínum fyrir ofan.
En eftir að ég fékk arininn góða þá flutti spegillinn þar yfir….
….og málverkið eftir hann pabba fór á vegginn yfir borðinu.
En í ár, þá lítur borðið víst svona út í heild sinni 🙂
…eða svona lítur það í út í augnablikinu er kannski réttara,
því hlutir eru víst róteringu hér á bæ að staðaldri…
…elska að láta bara svona ljósaseríur liggja á borði, en helst nota ég seríur með glærri snúru, en þar sem það er erfitt að finna þær núna þá keypti ég þessar með hvítri snúru í Blómavali.  Ég nota líka seríurnar til þess að lýsa upp þá hluti sem á borðinu eru, eins og í þessu tilfelli þá setti ég 1-2 perur innan í húsið…
…þessir mjög svo loðnu jólasveinar eru frá Broste og eru sennilegast 8 ára gamlir, en mér finnast þeir æði – fluffy sveinar með gráar þæfðar húfur – whats not to like? 🙂
…stóru barkartrén eru frá Ilva, frá því fyrir 3 árum (held ég).  Þau eru í miklu uppáhaldi hjá mér, fannst þau æði en tímdi ekki að fá mér þau – síðan þegar kom útsala á jóladóti þá stökk ég af stað og nældi mér í par – húrra fyrir jólaútsölum…
…zinkhúsin mín fínu, það minna úr Islandia í Kringlunni en það stærra var frá Europris…
…stærra fjaðratréð, við hliðina á luktinni, er frá Rúmfó.  Keypt sennilegast 2003.  Þá fékk ég mér 2 stk af þeim og ljómaði af kæti alla leiðina heim og klappaði þeim – grínlaust þá fannst mér þau vera eitthvað flottasta jólaskraut sem ég hafði séð.  Enn í dag, næstum 10 árum seinna, þá elska ég þau enn!
Ég geri mér fulla grein fyrir að ég er með jólatrjáa-fettish á háu stigi!
Síðan fann ég þetta sem stendur við hliðina á barkartrénu líka í Ilva, fyrir nokkrum árum.  Þau eru minni og ekki eins skemmtilega fluffy og þessi úr Rúmfó, en saman mynda þau fallega heild…
..síðan gerðist það núna í sumar, að ég fór inn í Daz Gutez og viti menn, þar voru tvö tré, eins og þessi úr Rúmfó.  Þessi stóru og fluffy – HOHOHOMYGOD – þau kostuðu 100kr stk og þið getið rétt ímyndað ykkur hvort að þau fengi ekki pólitískt hæli hjá mér, ójú 🙂
..yfir í annað.  Luktin, elsku luktin mín!
Þessi fékkst í vinnunni minni, en fæst ekki lengur – þar sem ég fékk seinustu 🙂
Mér finnst hún vera svo ofsalega falleg og ég elska alveg hreint krossinn ofan á henni  –
finnst hann gera hana svo einstaka!
…þá er held ég allt upptalið, litlu hreindýrin eru frá Rúmfó frá því í fyrra, og ég hef séð þau þar í ár – í það minnsta stærri týpur af þeim.  Fást líka í Blómavali…
…fékk eitt svona risa kerti í Bónus, held að það sé rúmlega 30 cm hátt…
…gömlu töskurnar geyma ennþá ýmiskonar föndurdóterí frá mér,
sem er þægilegt því að ég get bara gripið með mér tösku á eldhúsborðið eða inn á skrifstofu ef ég er að fara í framkvæmdir…
…kertaljós og seríubirta, það finnst mér kósý!
Takk fyrir öll kommentin og hrósin á krönsunum mínum!
Gaman að ykkur líkaðu þeir vel og enn meira gaman að fá að sjá að sumar tóku hugmyndirnar og gerðu þær að sínum, og deildu myndum inni á Facebook og aðrar á sínum bloggum.  Eins og hún Anna Sigga gerði á www.skrapparinn.is – bara snilld!
*knúsar til ykkar! 🙂

4 comments for “Nr.9…

  1. Anonymous
    03.12.2012 at 10:55

    O þetta er svo fallegt, trén og húsin og bara allt. Svo hlýlegt og ljúft.Stóra luktin er auðvitað bara dásamleg.
    Kveðja, Svala (S&G)

  2. 03.12.2012 at 11:34

    fyrir skreytingaglaðar konur er auðvitað möst að hafa svona borð 🙂

  3. 03.12.2012 at 12:43

    Jeminn eini hvad thetta er allt smekklegt! Langar i svona hus, kannski eg naeli mer i thegar eg kem heim i vikunni. Thu hlytur ad eiga einstaklega stillt born sem fikta ekkert…Eg man eftir ad min voru svo handod ad halfu vaeri nog…for ekki ad punta fyrr en thessi eldri flutti i burt i College LOL!
    Jolakvedja
    Brynja

  4. Anonymous
    05.12.2012 at 18:43

    Er glimmerhreindýrið úr rúmfatalagernum?

Leave a Reply to Anonymous Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *