Hér og þar….

…og alls staðar!  Eitt sinn á borði, síðar á stól og svo kannski….?  hver veit!
En ég hef áður sagt að húsið hérna hjá mér er eins og hringekja, hlutirnir færast úr einum stað í annan.  Allt eftir hentugleika að hverju sinni 🙂
Sæta vírkertakrúsin mín hefur staðið hérna í eldhúsinu, ég var búin að setja smá snjó í botninn á henni – og síðan dassaði ég smá glimmer yfir kertið og snjóinn.  Þá verður líka svona glimmer í kertinu þegar að  það brennur og það er bara bjútifúlt… 
…en það er ekki eins og ég geti leyft þessu að vera til friðs, og að sjálfsögðu þurfti að færa þetta.  Svona í raun að víkja fyrir sér heldra jólaskrauti… 

…og hvar skyldi hún vera núna?
Jújú, við hliðina á stóra skápnum, á eeeeeeldgömlum kolli sem kemur heimar frá foreldrasettinu mínu elskulega.    Hvíta skinnið sem ég setti síðan undir kertakrúsina sótti ég inni í herbergi dóttur minnar.  Hún notar það nefnilega þegar hún er að leika í Barbie og Bratz, þá er þetta stundum sett ofan á rúm og svoleiðis.  Það sem meira er, að þetta skinn notaði ég í sömu leikjum fyrir 30 árum síðan.  Endurnýting og samnýting og allt það….

…greinarnar sem eru í stóru vösunum eru frá Pottery Barn, og þetta eru sko hávetrargreinarnar (því að ég er klikkhaus sem á sumargreinar í vasana, haustgreinar og svo vetrargreinar 😉 

…í greinunum hanga síðan hjörtu sem að ég keypti í seinustu Danmerkurferð…

…svo sæt og látlaus, kannski ekkert endilega jóla, en örugglega falleg! 

..og þannig er það nú!
Bambi litli og pabbi hans verða síðan framseldir nýjum eiganda síðar í dag, sennilegast bara í kvöld.
Þarf síðan að fara yfir ættleiðingarskjölin og svoleiðis vesen, en það ætti alveg að verða þess virði 🙂 

Þú gætir einnig haft áhuga á:

5 comments for “Hér og þar….

  1. Anonymous
    07.12.2012 at 08:23

    oooooooooooooo krútt, þessi Danmerkurferð þín hefur greinilega verið nokkuð góð.
    Kveðja, Svala (S&G)
    P.s. Er enn að bíða eftir kertaglösunum og fallegu hjörtunum. Þú smellir bara þessu nýjasta hjarta með og ég er þá bara sátt. Ikke?

  2. Anonymous
    07.12.2012 at 10:08

    Það hefur greinilega margt flott verið keypt í Danmerkurferðinni;) Svo kósí og flott hjá þér.

    Kv.Hjördís

  3. Anonymous
    07.12.2012 at 20:26

    úú alltaf gaman að koma í “heimsókn” :)og alltaf jafn fallegt og það er sko alveg snilld að eiga greinar fyrir allar árstíðir.
    kveðja G.

  4. 09.12.2012 at 09:30

    æðislegt

  5. Anonymous
    10.12.2012 at 20:24

    vááááh hvað þetta er flott,og hjörtun always bjúti jú víst jólaleg ! 😉

    kv AS

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *