Ég trúi…

…þessi orð eru svo gífurlega sterk.
Hvort sem um er að ræða trúnna á Guð, á hið góða í manninum (kannski er það eitt og það sama) eða bara á trú barnanna á jólasveinum.

  Ég hef nú sjaldan notað bloggið til þess að fjalla um mikið annað en skreytingar, en ég ætla að gera smá breytingu á í dag.  Málið er að mikið hefur verið fjallað um kirkjuheimsóknir leikskóla- og skólabarna.  Í sjálfu sér vil ég ekki fara út í hvort að þær séu réttar eða rangar, heldur kannski finnst mér bara að þær eigi fullan rétt á sér í landi þar sem að kristin trú er þjóðtrúin okkar.  Hins vegar er ég meira að spá í þær vangaveltur foreldra um að leyfa börnunum neita börnum um að fara, því að þau fái að velja sér sjálf hvaða trú þau aðhyllast seinna meir.

Það er allt gott og gillt og engin sem getur bannað þér að velja þegar fram líða stundir, en ef við ætlum bara að bíða eftir að þau geti valið, hvað þá?  Mér finnst þetta svoldið eins og að vera að bíða eftir að börn kenni sér mannasiði.  Við eigum að kenna þeim gildi og góða siði.  Mín trú í dag byggist á þeirri barnatrú sem ég eignaðist þegar að ég var bara kríli.  Ég er í það minnsta þakklát fyrir mína barnatrú.
Trúin er eitthvað sem að þú getur leitað í, og ég man eftir að vera bara smásnuð og hafa áhyggjur af því að þurfa að telja upp alla í kvöldbæninni minni, þannig að ég endaði oftast á því að segja bara: Guð blessi alla! 🙂  Þannig að í raun hef ég beðið fyrir ykkur öllum frá því að ég man eftir mér.
Ég er alls ekki að segja að kristin trú sé sú eina rétta, og í raun heldur ekki að ég trúi á Guð sem skapaði heiminn á 7 dögum.  Hins vegar í mínum huga, og þetta er bara ég, þá er Guð og Jesú og allir englarnir (svona eins og maður segir) bara samnefnari fyrir það góða.
Þannig að í mínum huga getur Guð verið hið góða í mér og í þér.
Amma dóttur minnar spurði hana um daginn hvort að hún væri enn að biðja bænirnar sínar, því að eitt sinn þá gerðum við það á hverju kveldi, hún sagðist ekki gera það alltaf en spurði ömmu hvort að hún væri að biðja.  Amman svaraði já elskan, og ég bið fyrir þér og litla bróður og öllum.  Sú stutta sagði þá, ok – þá þarf ég ekki að gera það líka 🙂
En trú er margskonar, eins og t.d. að trúa á jólasveinana.  Eftir þátt á einni sjónvarpsstöðinni í gær, þá fylltist ég reiði yfir umræðunni sem átti sér staðar þar.  Jólin eru hátíð barnanna og við viljum gera hana eins hátíðlega og skemmtilega og hægt er.  Ef maður hugsar til baka, þá var fátt eitt skemmtilegra en einmitt skómorgnanir 13 og svo pakkaflóðið á aðfangadag.  Leyfum börnunum okkar að vera börn og njóta ævintýrabjarmans sem fylgir þessum árstíma, það er nægur tími síðar til þess að fá raunveruleikann beint í æð.
Ég trúi á jólasveinana, þeir eru svoldið svona bara það góða í öllum líka.  Þegar að ég var lítil stelpa þá skrifaðist ég einmitt á við þessa karla og þið bara vitið ekki hvað þessar minningar eru dýrmætar.  Þeir sendu mér bréf sem litu út eins og stígvél eða jólahúfa.
Einn ef mesta spennandi stundunum sem ég upplifði var þegar að ég óskaði mér bókar í seinasta skóinn á aðfangadag.  Hún kom ekki en ég fékk að sjálfsögðu eitthvað annað spennó í staðinn.  Síðan sat ég og horfði á barnasjónvarpið og allt í einu þá sé ég stórann skugga standa við steinda gluggann við úthurðina, ég fraus alveg, þorði ekki að hreyfa mig, sá útlínur af miklu skeggi,  Síðan flaug póstkort inn um lúguna og skugginn hvarf.

Ég læddist að lúgunni og kíkti út en sá engann, síðan tók ég upp kortið og las.  Sveinki baðst afsökunnar á að hafa klikkað á þessu með bókina, en hún væri fyrir utan í poka sem hengi í trénu sem hundurinn pissaði alltaf í.  Viti menn, þarna var bókin mín: Keli, köttur í ævintýrum 🙂

Hvað er í skónum?
Vissara að halda þétt í mömmu, svona til að vera örugg!
Það þarf enga aðstoð til að knúsa svona mús 🙂
Bókin stendur enn í hillu hérna í skrifstofunni, minningin er enn ljóslifandi og dásamleg.
Hjálpum börnunum okkar að upplifa þessa spennu, þetta ævintýri og svona skemmtun.  Þetta eru jólin og það þarf að gera svo lítið extra til þess að þetta verði enn meira spennó.  Ég er líka óendanlega þakklát öllum þeim sem hjálpuðu sveinunum að gera þennan tíma að skemmtilegasta tíma ársins 🙂
Afsakið röflið í mér, en þetta er bara svona: ég trúi!

20 comments for “Ég trúi…

  1. Anonymous
    11.12.2012 at 09:02

    Langar bara að segja að ég er algjörlega sammála 🙂

  2. Anonymous
    11.12.2012 at 09:06

    Ekkert röfl í þér mín kæra 🙂 er svo sammála þér í þessu öllu. Höldum gleðileg jól og leyfum börnunum að njóta þessa alls.

  3. Anonymous
    11.12.2012 at 09:47

    Sammála.. Ef við viljum að börnin geri upp hug sinn seinna meir, hvað skaðar smá kynning á því sem í boði er. Heimsókn í kirkju er aðeins kynning (minning) ekki heilaþvottur. Ég held einnig að jólasveinarnir hafa nú ekki skaðað neinn, bara skemmtilegar og góðar minningar. Ég þekki allavega engan sem ber sár á sálinni eftir að fá gjafir í skóinn.

  4. Anonymous
    11.12.2012 at 10:09

    Mjög góð og þörf umræða. Takk fyrir þetta innlegg 🙂
    kveðja G.

  5. 11.12.2012 at 10:43

    barnatrúin er svo mikilvæg 🙂

  6. Anonymous
    11.12.2012 at 10:53

    Eins og skrifað út frá mínu hjarta, takk 🙂 Kv- Freyja.

  7. 11.12.2012 at 11:41

    Takk fyrir þennan pistil. Rosalega margt til í þessu. Ég trúi líka og vona að dætur mínar muni gera í framtíðinni. En ég sé það alveg eins og þú, að ég verði þá að kynna fyrir þeim því sem er til. Auðvitað þýðir það að ég muni þá mest kynna þeim fyrir því sem ég trúi á.

  8. Anonymous
    11.12.2012 at 12:42

    Takk fyrir frábæra bloggfærslu.

    Loksins þorir einhver að koma fram með eitthvað jákvætt um barnatrúna og hvað hún er mikilvæg og í laaaangflestum tilfellum skaðlaus.
    Ég trúi og algjörlega á því að heimsóknirnar i kirkjuna hafi fullan rétt á sér.
    Afhverju að gera þetta að svona milklu vandamáli ? Til hvers? Afhverju þessa neikvædni? Hvar er jólaandinn 🙂

    Og úff þessi þáttur í gær var til skammar. Þessi ákveðna sjónvarpsstöð ætti að skammast sín.

    Kv. Sigrún

  9. Anonymous
    11.12.2012 at 12:52

    Ég er svo hjartanlega sammála þér, þessi pistill mætti gjarnan birtast á fleiri stöðum. Barnatrúin fylgir manni lengi og hvað hafa börnin ef trúin er líka tekin frá þeim? Auðvitað velja þau svo sjálf seinna, en mér finnst þetta fyrst og fremst vera spurning um að læra að þekkja muninn milli góðs og ills og finna það góða í sjálfum sér og öðrum.
    Þessi þáttur var náttúrlega hneyksli, ég fylltist reiði þegar ég heyrði hvað var verið að tala um þarna og þakkaði einmitt sjálfum Guði fyrir að börnin mín voru hvergi nálæg.
    Kv. Magga

  10. Anonymous
    11.12.2012 at 13:13

    AMEN!!!

    Algjörlega sammála þér. Ég trúi 🙂

    Guðbjörg V.

  11. Anonymous
    11.12.2012 at 13:35

    Vel ritað og gott að lesa, takk fyrir að setja þessar línur á blað. Mér finnst umræðan síðustu tvær til þrjár aðventur hafa verið niðurdrepandi og ekki i anda hátíðanna og því er gott að fá svona jákvætt innlegg til að vega upp á móti.

    ég trúi og vona að sonur minn trúi sem lengst, því þetta er yndislegasti tími ársins finnst mér
    kveðja
    Kristín S

  12. Anonymous
    11.12.2012 at 14:45

    Er svo innilega sammála þér, fallega og vel skrifað hjá þér 🙂
    Kv. Hulda

  13. Anonymous
    11.12.2012 at 22:59

    Takk fyrir þetta ! er svo innilega sammála þér 🙂
    Hlakka svo til að vakna með drengjunum mínum í fyrramálið og sjá svipinn á þeim þegar þeir kíkja í skóna (kuldaskóna því það er eins gott að hafa nóg pláss amk að mati þess 4ára 😉

    kv.
    Halla

  14. Anonymous
    12.12.2012 at 02:03

    Mjög þörf umræða og svo mjög sammála mín kæra (“,)
    Knús í kotið

  15. 12.12.2012 at 10:41

    Mikið rosalega er ég sammála þér. Það er okkar hlutverk sem foreldri að kynna fyrir börnum okkar það sem við teljum rétt og mun nýtast þeim í lífinu. Ég kenndi mínum börnum það sem ég lærði í minni kirkju. Alltaf á hverju kvöldi fórum við með bænirnar saman. Og ég veit í dag fer dóttir mín. nú 23 ára með bænirnar á kvöldin. Orð er máttur. Falleg orð, fyrirbænir og bara að trúa á sjálfan sig og það góða í öllu.

  16. 12.12.2012 at 18:20

    Svo innilega sammála!
    Kristin þjóð og þá er sjálfsagt að það sé kynnt fyrir komandi kynslóðum, hvað svo sem þau ákveði að gera í framtíðinni.

    Jólasveinninn kemur alltaf hingað og þetta árið ætlar hann að elta okkur til Ameríku og gefa þeim ameríska langt nef 🙂

  17. Anonymous
    13.12.2012 at 10:59

    Eins og talað frá mínu hjarta, bara betur orðað 😉
    Kv. Auður.

  18. Anonymous
    13.12.2012 at 13:56

    Eins og talað út úr mínu hjarta. Elsku Soffía, þú kemur orðum alltaf vel á blað. Táraðist bara við að lesa þennan póst.

    Gleðileg jól elsku besta. Bið að þú og þínir eigi gleðilega hátíð með frið í hjarta og bros á vör 🙂

    kær kveðja,
    Guðrún Björg

  19. Anonymous
    13.12.2012 at 15:38

    Mikið er ég sammála þér Soffía, takk fyrir góð orð 🙂 Ég er farin að hallast að því að fólkið sem vill hætta góðu hefðunum okkar, sé fólk sem hefur kannski ekki svo góða reynslu af því sjálft. Vonandi finnur það þó barnið í sjálfu sér aftur og fer að trúa á ný, og leyfir börnunum sínum að trúa líka. Gleðileg jól! 🙂

  20. Anonymous
    13.12.2012 at 15:38

    Úps.. gleymdi að kvitta undir þessi skrif mín.. Kv. Elva hehe 😉

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *