Jólin 2006…

…er ekki bara málið að vippa sér í tímavélina og skella sér aftur til jólanna 2006.
Svona smá nostalgíukast eins og jafnan um jólin 😉
Aðventukransinn þetta árið var heldur óhefðbundinn, eins og gerist svo gjarna hjá mér…

…stórt kubbakerti og englavængjum stungið inn í það, venjulegt stjakakerti (lítill stjaki sem sést ekki fyrir mosanum) með minni vængjum, og síðan tvö svona snjóboltakerti.  Mosa var raðað alls staðar sem pláss var, glitrandi vír var síðan snúið og bundinn upp í í kringum kertin og stórar perlur og steinar sett með – og auðvitað snjór og glimmer.  Mér finnst þessi krans reyndar hafa elst ágætlega greyjið…
…þarna sjáið þið samansafn af löngum, mjóum sveinum, og einum stórum hundi…
…stíllinn er svolitíð breyttur síðan þá, enda fórum við í húsnæði sem við gátum breytt eftir eigin höfði.  Ljósakrónan yfir borðinu er eldgömul og kemur frá ömmu og afa, alltaf kölluð himnaríkisdýrðar.
Skermarnir voru reyndar nýlegir, síðan setti ég bara græna lengju utan um, með litlum hvítum kúlum á, og hengdi síðan litla vængi og glergrýlukerti í ljósið…
…á borðinu voru síðan tvær skálar, með mosa, könglum og eplum, ásamt kristöllum og perlum.  Glitrvírinn og smá englahár kláruðu svo dæmið…

…gardínan í endhúsinu er bara svona flekagardína úr Ikea, fest upp á hlið með litlum teiknibólum, maður verður að redda sér.  Síðan var hjartalengja klippt í tvennt og fest sitt hvoru megin…

..í glugganum voru könglar, epli og snjókallar alls ráðandi…

…ahhh gamla góða kántríeldhúsið mitt…
…á borðinu var síðan uppstilling með coryllusgreinum, sem sumar hverjar hanga yfir eldhúsborðinu mínu í dag, fallegu fjaðratrén mín úr Rúmfó, og mig minnir að fígúrunar hafi flestar verið úr Söstrene…

…í glugganum í stofunni batt ég saman langar greinar og festi í seríu og glitrandi lengjurnar,
þetta look-ar kannski ekki spennó, en þetta kom mjög fallega út 🙂

…lítil snjókorn kláruðu síðan heildarmyndina…

…jólatréð var ósköp lítið og kósý, það stóð reyndar upp á borði og blúndudúkur settur yfir fótinn!

…þetta hárið vorum við með englahár á trénu, svona ekta gammel englahár…

…og svona voru jólin mín 2006!
En ég verð bara að deila með ykkur því skemmtilegasta við jólin 2006.  Þá var lillan okkar 10 mánaða og sat fyrir í jólamyndatöku með honum Raffa okkar.  Við ætluðum bara að prufa þetta, þess vegna er hún nú í bleikri samfellu en ekki einhverju jólósmóló, en myndirnar urðu svo skemmtilegar að við enduðum með að nota þær…
…þau voru alveg kostuleg saman… 

…endilega takið eftir Blue Steel-svipinum á hundinum Raffa 🙂

…svo einhvern vegin voru alltaf sömu svipbrigðin á þeim báðum…

…sjáið þið hvað ég er að meina?  
Sami svipurinn…

…hrikalega gaman í svona fyrirsætustörfum…

Awwwwwww…..jólin 2006 🙂

ps… þetta verður tveggja pósta dagur – þannig að stay tuned! 😉

5 comments for “Jólin 2006…

  1. 13.12.2012 at 08:53

    Haha gat ekki annað en skellt uppúr af myndunum af hundi og barni. Ekkert smá flottar 🙂

  2. 13.12.2012 at 08:59

    guð æðislegar myndir af skottunni og Raffa 🙂

  3. Anonymous
    13.12.2012 at 09:10

    Æ, mín varð nú bara vot um augun, yndisleg saman 🙂

    kv. Bogga

  4. Anonymous
    13.12.2012 at 11:03

    Awww svo miklir vinir, yndislegt.
    Kv. Auður.

  5. Anonymous
    13.12.2012 at 13:55

    fliss fliss …. maður stendur á flissinu yfir stúdíó myndunum 😀
    kv AS

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *