Krúttið hún tengdó…

…er nú alveg dásamleg 🙂
Í einum glugganum í eldhúsinu standa HomeSweetHome stafirnir ásamt fleiru…
…þar á meðal þessu nýja skilti 🙂
En aftur að tengdó, þegar að hún kom hingað um daginn þá var hún eitthvað að laumast inni í eldhúsi.  Hvað haldið þið að þessi elska hafi gert?
Jújú, hún var búin að sauma svona líka sæta jólasveinahúfu á HomeSweetHome-stafina mína…
…ef þetta er ekki bara krúttaralegasta sem ég hef séð lengi? 🙂
Stundum eru það litlu hlutirnir sem að setja punktinn yfir i-ið, eða í þessu tilfelli húfuna á h-ið.
Svo er það líka bara lukkan að eiga yndislega tengdamömmu sem að skreytir hjá manni!
*knúsar*

Þú gætir einnig haft áhuga á:

9 comments for “Krúttið hún tengdó…

 1. Anonymous
  13.12.2012 at 11:03

  Þetta er nú krúttlegasta jólasveinahúfa sem eg hef séð.

  Kv.Hjördís

 2. Anonymous
  13.12.2012 at 11:28

  Sætt…
  Kv úr Víkinni

 3. Anonymous
  13.12.2012 at 11:29

  Æ en sætt – alveg punkturinn yfir i-ið 🙂
  Þetta skilti er líka algjört æði!
  Gurrý

 4. 13.12.2012 at 14:37

  vá geggjað… þetta er sko húfan yfir h-ið

 5. Anonymous
  13.12.2012 at 16:37

  En æðisleg húfa sem hún gerði fyrir þig.

  Kveðja María

 6. Anonymous
  13.12.2012 at 16:46

  Ekkert smá sæt húfa og sæt tendamamma 🙂
  kv. Svandís

 7. 17.12.2012 at 20:01

  Þetta er allt saman svo bjútífíl og húfan er algert æði!

 8. 17.12.2012 at 22:55

  jimundurminnogeini *innsog* þetta er bara dásemd! Á maðurinn þinn bræður????

  • Soffia - Skreytum Hús...
   18.10.2013 at 22:16

   Hahaha….ég elska þetta komment! Hlæ alltaf þegar ég sé það 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published.