Yndisleg…

…bók var að koma út núna á dögunum!
Ég verð bara að fá að segja ykkur frá henni því að höfundurinn er hin stórkostlega, fyndna og frábæra vinkona mín, hún Auður Gyða Ágústdóttir.  Hún er ekki bara höfundurinn, heldur myndskreytir hún líka bókina 🙂
Bókin heitir Skotthildur Skógarmús, og já – bókin er eins dúlluleg og yndisleg og nafnið ber með sér.
Hún fjallar í stuttu máli um litla músastelpu og hér er stutt lýsing:

Skotthildur, eða Skotta eins og hún kallar sig ,fékk nafn langömmu sinnar þegar hún var pínulítil smámús. Henni finnst það fyrirtaks nafn á ömmur en hafði ekki ætlað sér að nota það nærri því strax! En það er allt að breytast núna , Skotta stækkar hratt. Hún er byrjuð í skóla og á þar að fara að nota sitt rétta nafn! Hvað hún vildi óska þess að nafnið hennar væri ekki svona hversdagslegt. En þessu er mamma Skottu ósammála og segir henni söguna á bak við nafnið hennar.

Þetta er dásamleg bók og skemmtileg að lesa með krílunum, t.d. var mín dama einmitt að kvarta núna um daginn yfir að heita ekki Rósa, eða Jasmín eða……. þannig að þetta er ekta fyrir litlar skvísur!
Ég er svo ótrúlega stolt og montin af henni Auði minni, myndirnar í bókinni eru líka dásamlegar.  Það eru nokkrar sem að ég myndi svo gjarna vilja setja í ramma inn í barnaherbergi.  Eins er svona sveppa/hnetumynstur á innanverðri kápunni, og ég vil bara að hún fari að útbúa gjafapappír með því mynstri.
Innilega til hamingju með bókina þína elsku Auður – þú ert snillingur 

3 comments for “Yndisleg…

  1. Anonymous
    20.12.2012 at 11:10

    Vá en æði, vissi ekki að hún Auður væri að skrifa. Ekkert smá krúttleg bók! Þið eruð góðar saman með ykkar hæfileika =)

  2. Anonymous
    20.12.2012 at 11:10

    kv. Svandís 😉

  3. Anonymous
    23.12.2012 at 09:26

    Takk fyrir ábendinguna. Ætla að kíkja á þessa, elska fallegar barnabækur 🙂
    Kveðja,
    Inga Sif

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *