Af pökkum og pappír…

…sem núna er rifinn,
ég segi ykkur frá –
von´að þið verðið hrifin.
Það gerist á jólunum
hér í minni sveit
að frúin fer ávallt í pakkaskrautsleit.
Ekki dugar hvað sem er,
pappírinn skal heilla,
því er nú ver.
Síðan þá fann ég í Púkó og Smart,
þann flottasta pappír,
og ég skoðaði margt.
Sjeminn eini, haldið þið að ég sé búin að Nóa-yfir mig, og horfa of oft á Grinch? 🙂
Í það minnsta, þá ætlaði ég að sýna ykkur smá frá pökkunum sem fóru undir tréð þetta árið.
Grínlaust þá fann ég í Púkó og Smart þann fallegasta gjafapappír sem ég hef séð, mér finnst hann dásamlegur alveg hreint.
Spurning um að veggfóðra með honum, svona jólagjafainnpökkunarherbergi – set það á TO-DO-lista næsta árs.  Eignast jólagjafainnpökkunarherbergi 🙂
…en þar sem ég fékk nú bara pappír utan um þær gjafir sem ég keypti í Púkó og Smart, þá varð ég að versla restina af pappírnum annars staðar og varð Ikea fyrir valinu.
Utan um pappírinn keypti ég síðan doppótt krullubönd og bakarabönd,
líka í Ikea, og leðurbönd í Rúmfó…
Í Púkó og Smart keypti ég þessi dásamlegu kort á nokkra pakka…
…og yndislegt kramarhús á pakkann handa elskunni minni…
…en í My Concept Store fann ég þennan yndislega bamba og hreindýr. en ég reyni alltaf að finna eitthvað spes fyrir krakkana og eiginmanninn sem er gaman að eiga í framtíðinni og setja á tréð okkar 🙂
…síðan fann ég þessa litlu, dásamlegu hengiramma í Pier og setti á pakkana handa mömmum okkar.  Þeir voru svo fallegir að ég var varla að tíma að gefa þá, en í anda jólanna þá að sjálfsögðu naut ég þessa að gefa þessum yndislegu mömmum okkar eitthvað sem heillaði mig svona!
…ég setti síðan mynd af krílunum okkar í rammana…
…og þá varð pakkinn svona fallegur 🙂
Í RL-vöruhúsinu fann ég síðan svona sætar bjöllur, sem að ég fannst vera kjörnar til þess að skreyta krakkapakkana.  Fannst reyndar sætastar þessar sem voru mest pastellitaðar, en þær voru bara mjög sætar þegar þær voru komnar á pakkana…
…eða finnst ykkur það ekki bara?
…ég fékk líka svona sæt stökkvandi hreindýr í RL-inu, sem voru kjörin á pakkana handa stærra fólkinu…
…síðan fékk ég líka nokkrar svona dúllulega keramiksveppi í Söstrene…
…ásamt fallegum merkimiðum, svona nett gammeldags og krúttó…
…og þannig voru þá pakkarnir í ár…
…og þeir litu svona út þegar þeir voru komnir undir tréð okkar!
…og krílin mín komin í jóladressin og tilbúin að afhenda pakka…
…og að sjálfsögðu að fá að opna pakka sjálf 🙂
…sem er náttúrulega svo spennandi og skemmtilegt!
…og fallegir hlutir sem leynast í hverjum pakka!
En talandi um fallega hluti sem leynast, þá fann ég þessa pappastjörnu á vel undir 500kr í RL-inu…
…og hún reyndist vera ofsalega falleg þegar að ég var búin að setja seríu innan í hana.
Þannig að ef þið hafið áhuga þá fást þær þarna núna 🙂
Áttuð þið annars ekki bara yndislega jólahátíð?
*knúsar*

8 comments for “Af pökkum og pappír…

  1. Anonymous
    27.12.2012 at 10:45

    Dásemd 🙂
    kv. Svandís

  2. Anonymous
    27.12.2012 at 12:15

    Yndislegir pakkar og skraut 😉

    Geggjuð pappajólastjarnan….RL-inu er það Rúmfatalagerinn ?

    b.kv. Ásdís

  3. 27.12.2012 at 12:28

    Ásdís, mikið rétt – RL er Rúmfó 🙂
    Það var mikið til af þessu á Smáratorginu!

  4. Anonymous
    27.12.2012 at 12:38

    Ohhh…takk, ég þangað 😉
    kv. Ásdís

  5. 27.12.2012 at 13:43

    Ú mí Gúd hvað pakkarnir eru fallegir hjá þér!!
    Og jólatréð er alveg yndislegt.
    Gleðileg jól mín kæra! 🙂

  6. 27.12.2012 at 16:21

    vá hvað pakkarnir eru fallegir 🙂

  7. 28.12.2012 at 02:26

    Allt svo svakalega fínt hjá þér eins og við var að búast! Litlu bjöllurnar hef ég ekki séð til sölu en finnst þær koma alveg ferlega vel út, svo skemmtilega gamaldags og myndarammarnir handa ömmunum eru nú flottari en ég veit ekki hvað!

  8. 28.12.2012 at 12:46

    Elsku Dossa mín mikið ofboslega er þetta allt fallegt hjá þér. Það er svo gaman að dáðst af fallega innpökkuðum gjöfum… já og innpökkunarherbergi með fallegu jólaveggfóðri hljómar æðislega 😉
    innileg jólkveðja í þitt hús

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *