Nostalgía…

…er merkileg!

Maður er svo oft að leita að einhverju sem maður átti einu sinni, þið vitið, í denn.  Þegar maður var bara lítið snuð!

Þetta er hún Dossa litla, í stuttkjólatískunni góðu.  Ég er þó ekki á leiðinni í kjól í þessari sídd aftur.  Merkilegt nokk…

img013

…hún Dossa litla lærði fljótt að meta fallega hluti, og gaf sér tíma til þess að þefa af blómunum…

img014

…og ef það var eitthvað sem hún hreifst af, þá knúúúúúúúsaði hún það með báðum höndum…

img015

…og hún varð fljótt skreytiskjóða.  Ég meina þetta er lágmark, kjóll og sjal, hattur og eyrnalokkar, nokkrar hálsfestar og silfurveski – og auðvitað krosslagðar lappir…

img016

…en Dossa litla átti líka svona fínt indjánatjald, eins og sést þarna á bakvið!

Þetta var í miklu uppáhaldi og nánast notað allt árið um kring, því eins og sést á hversu vel við erum klædd – þá erum við ekki klædd fyrir sumarveður.  En endilega takið eftir að litla skreytiskjóðan er sko í mjallahvítri úlpu með loðkraga, auðvitað 🙂

img005

…og í tjaldinu var leikið daginn inn og út – endalaust skemmtilegt…

img009

…síðan má í raun hlægja að því að litla skreytiskjólan varð líka breytiskjóða afar fljótt.  Þarna er hún búin að sækja stigann hans pabba síns og bæta fyrir framan indjánatjaldið, setja síðan teppi yfir stigann og þannig búið að stækka og breyta í “húsinu” – haha…

img010

…þetta hefur því alltaf verið mér ofarlega í huga.  Þegar ég sá síðan indjánatjöldin hjá versluninni I am happy (smella hér) þá vissi ég að leitinni var lokið…

logo

 Eina vesenið var að finna út hvort að ég ætti að taka hvítt tjald eða mynstrað.  Það var erfitt val, því mér finnst bæði vera æðisleg.

Þetta mynstraða er ekta retró og “alvöru” indjána (smella hér)

Tjaldid_me_munstri

…en þetta hvíta er svo stílhreint og flott (smella hér)

vilac tent

…okkur langaði því að gefa litla manninum svona í afmælisgjöf.  Hann á reyndar afmæli í júlí, elsku kallinn, en eins og ekta júlíbarn þá er september að verða búinn en það er ekki enn búið að halda upp á afmælið hans (ég veit ég veit – það þarf að taka mömmu hans í gegn).  Það átti síðan að halda afmælið núna um helgina, en þá datt mamman í þessa leiðindarflensu og fresta varð afmæli. Enn einu sinni 🙁

Grey júlíbarnið!

En við vorum búin að fá tjaldið, og þar sem þau systkinin fengu að gista hjá ömmu og afa, þá ákváðum við að setja upp tjaldið og leyfa honum að fá það svona fyrirfram/eftir á, eftir því hvernig er litið á þetta 😉

2014-09-21-175617

…og já, það er séns að mamman hafi bara setið inn í tjaldinu næstum allan daginn, á meðan sá litli var hjá ömmu og afa 🙂

2014-09-21-175634

…settum auðvitað mjúka kodda, og nokkra uppáhaldsbangsa inn líka…

2014-09-21-175653

…og ljósaserían gefur réttu stemminguna…

2014-09-21-175715

…tjaldið sjálft er svo fallegt…

2014-09-21-175720

…og mér finnst það koma svo fallega út inni í herberginu, með skýin svona í baksýn…

2014-09-21-175943

…og þetta verður enn betra í rökkrinu!

Rúmið var reyndar fært aðeins til þess að allt rúmist betur, en það er líka bara skemmtilegt að breyta til…

2014-09-21-175948

…en svona í alvöru, langar ykkur ekki bara að setjast þarna inn með bók/ipad?

2014-09-21-180720

…trjágreinin fer reyndar aðeins á bakvið rúmið, en ég held að það  sé allt í lagi…

2014-09-21-180738

…þetta tjald er nú töluvert stöðugra og veglegra en mitt gamla…

2014-09-21-180832

…svo leggst maður inn á koddana (þessi með broddgeltinum er gamall frá Söstrene, en sá með hreindýrinu er nýr úr Rúmfó)…

2014-09-21-180836

…og horfir upp og þá er þetta útsýnið…

2014-09-21-180857
…og svo komu þau heim frá ömmu og afa…

2014-09-21-183448

…og spennan var að fara með þau…

2014-09-21-183458

….taaaadaaaaa…

2014-09-21-183459

…og hann varð svo kátur að það var bara klappað út í eitt (þessi spékoppur í kinninni bræðir mig svo)…

2014-09-21-183505

…og svo var bara farið beint inn…

2014-09-21-183512

…og já, hann var sko ánægður!

2014-09-21-183602

…svona mikið ánægður…

2014-09-21-183610

…stóra systir var líka ansi hrifin…

2014-09-21-183700

…takk elsku pabbi…

2014-09-21-183836

…og svo var setið og lesið…

2014-09-21-184139

…og sofið í þykjustinni…

2014-09-21-184200

…og svo lagðist kvefaða mamman inn í tjaldið (já þið megið dáðst að náttbuxunum) og Stormurinn varð auðvitað að vera memm…

2014-09-21-185006

…og svo var lesið…

2014-09-21-185056

…og lesið…

2014-09-21-185130

…og Stormur sendur út af, og stóra systir kom inn í staðin…

2014-09-21-185154

…og þetta var svo skemmtilegt, að lokum voru dýnur sóttar og svona fann ég þau…

2014-09-21-224441

…sofandi í faðmlögum ❤

Ég því nokk viss, þrátt fyrir stuttan tíma, að þau eiga eftir að eiga dásemdar minningar um tjaldið sitt, rétt eins og ég á um mitt!

Elsk´etta ❤

2014-09-21-224455

ps. bara vara ykkur við að ég á eftir að taka milljón myndir af þessu tjaldi og deila með ykkur!

pss. takk kærlega fyrir öll fallegu og skemmtilegu kommentin í afmælisleiknum, þið eruð æði ❤❤

Þú gætir einnig haft áhuga á:

12 comments for “Nostalgía…

  1. Margrét Milla
    22.09.2014 at 08:28

    Vá en yndislegt tjald, þú ert svo hugmyndarík mamma, börnin þín heppin:) Ég fékk nostalgíu kast þegar ég sá rauðu úlpuna hérna fyrir ofan, þetta hefur greinlega verið heitasta flíkin í Garðabænum á þeim tíma því ég átti svona og nokkrir vinir mínir 🙂
    Annars þekki ég svona sumarafmælisslugs, júlísmotteríið mitt varð 6 ára í júlí, og ég á enn eftir að halda upp á 4 og 5 og 6 ára afmælið!

  2. Margrét Helga
    22.09.2014 at 08:31

    Vá!! Þetta er geggjað tjald og miklu stærra en manni finnst það vera tómt. Þau eiga örugglega eftir að leika sér mikið þarna inni 🙂

    Já og hrikalega kósí náttbuxur :p

  3. Gulla
    22.09.2014 at 09:04

    hvaðan er sveppurinn?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      22.09.2014 at 15:27

      Sveppurinn er gamall og ég fékk hann í blómabúð sem er hætt í dag :/

  4. Berglind Á
    22.09.2014 at 09:51

    ÆÐI 🙂 hrikalega krúttlegt stráka herbergið og frrrrábærar náttbuxur.

  5. Edda Björk
    22.09.2014 at 11:13

    OMG …. ógó fínt og flott og æðislegt.
    Jebb börnin þín eru svo heppin 🙂 mín rífast bara þannig að eitt svona tjald myndi aldrei ganga á mínu heimili 😉

    knúz … vona að flensan sé farin … Eddan

  6. Bjargeydoula
    22.09.2014 at 15:05

    Ótrúlega flott tjald! Ég hef lengi látið mig dreyma um svona tjald svo þetta verður sett á listann langa….óskalistann. Annars grunar mig að það sé lítið mál að græja þetta sjálf 🙂

  7. Sæunn
    22.09.2014 at 17:37

    Ég væri til í að hafa svona tjald í sameiginlegu holi fjölskyldunnar fyrir mínar stelpur. Sú eldri hefur oft fengið okkur foreldrana til að búa til tjöld úr stólum, húsgögnum og teppum sem fengið hafa að standa í nokkra daga í senn – þar til mamman alveg ærist á öllu draslinu. Miklu betra að eiga svona fallegt tjald sem maður getur þá skreytt jafnvel eftir árstíðum …..

    • Soffia - Skreytum Hús...
      22.09.2014 at 17:51

      Já það spilaði einmitt inn í þegar ég var að velja – þetta getur vel verið hérna frammi og myndi sko ekkert fara í taugarnar á mér 🙂 Sé þetta liggur við fyrir mér fyrir barnabörn hérna eftir 20+ ár 🙂

  8. Svandís J
    22.09.2014 at 18:59

    Hjartað mitt springur að sjá þau þarna sofandi þessi elsku börn, fallegra verður þetta ekki… sofandi börn og dásamlegt kósýtjald 🙂

  9. Heida
    22.09.2014 at 20:44

    Ein önnur dásemdarfærslan! Gömlu myndirnar sem og nýja kósíhornið; bara yndi 😉

  10. Vala Sig
    22.09.2014 at 20:59

    Hversu dásamlegt, frábærar þessar gömlu og nýju myndir. Nú er þetta tjald nr 1 á verð að kaupa listanum
    kveðja
    Vala

Leave a Reply to Berglind Á Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *